Sprenging í miðasölu á tónleika og kvikmyndasýningar Eiður Þór Árnason skrifar 16. nóvember 2021 14:32 Miðasala var góð í október þrátt fyrir takmarkanir og kröfu um hraðpróf. Vísir/Vilhelm Greiðslukortavelta nam rúmum 94 milljörðum króna í október og jókst um 35% samannborið við sama tímabil árið 2020. Veltan stóð nánast í stað frá því í september síðastliðnum. Sprenging er milli ára í innlendri kortaveltu tengdri tónleikum, leikhúsum, kvikmyndasýningum og viðburðum. Velta í flokknum nam 1.089 milljónum króna í október samanborið við 61 milljón króna í október 2020, þegar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldsins voru fyrirferðarmiklar. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar en inn í tölunum er samanlögð innlend og erlend kortavelta í flokknum verslun, þjónusta, opinber gjöld og úttektir á reiðufé. Greinilega má sjá toppa í miðasölu á tónleika og aðra viðburði í kringum september á hverju ári en hún fór síðar af stað þetta árið þegar vinsælustu tónleikarnir fóru í sölu í byrjun október. Rannsóknarsetur verslunarinnar Að sögn Rannsóknarseturs verslunarinnar bendir innlend kortavelta til þess að miðasala á jólatónleika hafi aftur náð sér á strik eftir mikinn skell í fyrra. Nær engin velta var í flokknum þegar samkomutakmarkanir stóðu sem hæst í apríl og nóvember 2020. Hún er nú að nálgast toppinn frá september 2018. Tífalt meiri ferðatengd velta Heildar kortavelta Íslendinga hérlendis nam 79,6 milljörðum króna í október og var 16,9% hærri en í október í fyrra og 20,1% hærri en í október 2019. Veltan jókst um 6% á milli mánaða. Velta skiptist nokkuð jafnt á milli verslunar og þjónustu, 54% kortaveltu Íslendinga hérlendis fóru í verslun og 46% í þjónustu. Kortavelta í flokknum ferðaskrifstofur og skipulagðar ferðir hefur dregist saman um rúm 17% á milli mánaða en velta í flokknum er rúmlega tífalt hærri en hún var á sama tíma í fyrra og er nú 1% hærri en árið 2019. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Sprenging er milli ára í innlendri kortaveltu tengdri tónleikum, leikhúsum, kvikmyndasýningum og viðburðum. Velta í flokknum nam 1.089 milljónum króna í október samanborið við 61 milljón króna í október 2020, þegar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldsins voru fyrirferðarmiklar. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar en inn í tölunum er samanlögð innlend og erlend kortavelta í flokknum verslun, þjónusta, opinber gjöld og úttektir á reiðufé. Greinilega má sjá toppa í miðasölu á tónleika og aðra viðburði í kringum september á hverju ári en hún fór síðar af stað þetta árið þegar vinsælustu tónleikarnir fóru í sölu í byrjun október. Rannsóknarsetur verslunarinnar Að sögn Rannsóknarseturs verslunarinnar bendir innlend kortavelta til þess að miðasala á jólatónleika hafi aftur náð sér á strik eftir mikinn skell í fyrra. Nær engin velta var í flokknum þegar samkomutakmarkanir stóðu sem hæst í apríl og nóvember 2020. Hún er nú að nálgast toppinn frá september 2018. Tífalt meiri ferðatengd velta Heildar kortavelta Íslendinga hérlendis nam 79,6 milljörðum króna í október og var 16,9% hærri en í október í fyrra og 20,1% hærri en í október 2019. Veltan jókst um 6% á milli mánaða. Velta skiptist nokkuð jafnt á milli verslunar og þjónustu, 54% kortaveltu Íslendinga hérlendis fóru í verslun og 46% í þjónustu. Kortavelta í flokknum ferðaskrifstofur og skipulagðar ferðir hefur dregist saman um rúm 17% á milli mánaða en velta í flokknum er rúmlega tífalt hærri en hún var á sama tíma í fyrra og er nú 1% hærri en árið 2019.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira