Enski boltinn

Fullyrða að formaður ensku úrvalsdeildarinnar hafi sagt af sér

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gary Hoffman (t.v.) hefur sagt af sér sem formaður ensku úrvalsdeildarinnar eftir 18 mánuði í starfi.
Gary Hoffman (t.v.) hefur sagt af sér sem formaður ensku úrvalsdeildarinnar eftir 18 mánuði í starfi. Mike Egerton - PA Images via Getty Images

Formaður ensku úrvalsdeildarinnar, Gary Hoffman, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta fullyrða ýmsir miðlar, en ástæðan er sögð vera óánægja félaga deildarinnar vegna yfirtöku sádi-arabíska fjárfestingasjóðsins PIF á Newcastle.

Það er The Athletic sem greinir frá þessu, en Hoffman tók við starfinu fyrir aðeins 18 mánuðum.

Hoffman hefur fengið mestu gagnrýnina fyrir að leyfa kaupum PIF á Newcastle að ganga í gegn, þrátt fyrir það að forráðamenn deildarinnar hafi ekki séð neinn annan kost í stöðunni.

Félög innan deildarinnar segjast vera óánægð með hversu seint þau fengu að vita af kaupunum, og fengu því ekki nægan tíma til að bregðast við til að reyna að stöðva viðskiptin.

Nýir eigendur Newcastle eru ekki síst umdeildir vegna mannréttinfabrota í Sádi-Arabíu í gegnum árin.

Samkvæmt heimildum Sky Sports verður Debbie Hewitt næsti formaður ensku úrvalsdeildarinnar, en það yrði í fyrsta skipti sem kona gegnir því hlutverki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×