Curry glansaði í stórleiknum á meðan Durant átti sinn versta leik í vetur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2021 08:00 Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru með besta árangur allra liða í NBA-deildinni. getty/Sarah Stier Stephen Curry skoraði 37 stig þegar Golden State Warriors vann öruggan sigur á Brooklyn Nets, 99-117, í stórleik næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Eftir tap fyrir Charlotte í síðasta leik sínum komst Golden State aftur á sigurbraut í Brooklyn í gær og sýndi styrk sinn. Stríðsmennirnir hafa unnið tólf af fyrstu fjórtán leikjum sínum á tímabilinu og eru á toppi Vesturdeildarinnar. The Western Conference Player of the Week was at it again 37 PTS, and 9 3PM for @StephenCurry30 in the @warriors road win! pic.twitter.com/ufUhQyj6vu— NBA (@NBA) November 17, 2021 Kevin Durant náði sér ekki á strik gegn sínu gamla liði og skoraði aðeins nítján stig fyrir Brooklyn og var með slaka skotnýtingu. Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem hann skorar minna en tuttugu stig í leik. James Harden var stigahæstur hjá Brooklyn með 24 stig. Liðið er í 3. sæti Austurdeildarinnar. Utah Jazz átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Philadelphia 76ers að velli, 120-85. Bojan Bogdanovic skoraði 27 stig fyrir Utah og Jordan Clarkson tuttugu. Donovan Mitchell gets to the hoop on TNT!@utahjazz lead the 76ers in Q2. pic.twitter.com/glw8TATQtz— NBA (@NBA) November 17, 2021 Shake Milton skoraði átján stig fyrir Philadelphia sem er enn án Joels Embiid sem greindist með kórónuveiruna á dögunum. Philadelphia hefur tapað fimm leikjum í röð og er komið niður í 8. sæti Austurdeildarinnar. Paul George hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og skoraði 34 stig og tók níu fráköst á aðeins 34 mínútum þegar Los Angeles Clippers sigraði San Antonio Spurs, 106-92, á heimavelli. Reggie Jackson bætti 21 stigi fyrir Clippers. Dejounte Murray skoraði 26 stig fyrir San Antonio, tók tólf fráköst og gaf níu stoðsendingar. 34 PTS in 34 minutes @Yg_Trece leads the charge for the @LAClippers in their win! pic.twitter.com/6JLuSu6aZt— NBA (@NBA) November 17, 2021 Úrslitin í nótt Brooklyn 99-117 Golden State Utah 120-85 Philadelphia LA Clippers 106-92 San Antonio NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Sjá meira
Eftir tap fyrir Charlotte í síðasta leik sínum komst Golden State aftur á sigurbraut í Brooklyn í gær og sýndi styrk sinn. Stríðsmennirnir hafa unnið tólf af fyrstu fjórtán leikjum sínum á tímabilinu og eru á toppi Vesturdeildarinnar. The Western Conference Player of the Week was at it again 37 PTS, and 9 3PM for @StephenCurry30 in the @warriors road win! pic.twitter.com/ufUhQyj6vu— NBA (@NBA) November 17, 2021 Kevin Durant náði sér ekki á strik gegn sínu gamla liði og skoraði aðeins nítján stig fyrir Brooklyn og var með slaka skotnýtingu. Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem hann skorar minna en tuttugu stig í leik. James Harden var stigahæstur hjá Brooklyn með 24 stig. Liðið er í 3. sæti Austurdeildarinnar. Utah Jazz átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Philadelphia 76ers að velli, 120-85. Bojan Bogdanovic skoraði 27 stig fyrir Utah og Jordan Clarkson tuttugu. Donovan Mitchell gets to the hoop on TNT!@utahjazz lead the 76ers in Q2. pic.twitter.com/glw8TATQtz— NBA (@NBA) November 17, 2021 Shake Milton skoraði átján stig fyrir Philadelphia sem er enn án Joels Embiid sem greindist með kórónuveiruna á dögunum. Philadelphia hefur tapað fimm leikjum í röð og er komið niður í 8. sæti Austurdeildarinnar. Paul George hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og skoraði 34 stig og tók níu fráköst á aðeins 34 mínútum þegar Los Angeles Clippers sigraði San Antonio Spurs, 106-92, á heimavelli. Reggie Jackson bætti 21 stigi fyrir Clippers. Dejounte Murray skoraði 26 stig fyrir San Antonio, tók tólf fráköst og gaf níu stoðsendingar. 34 PTS in 34 minutes @Yg_Trece leads the charge for the @LAClippers in their win! pic.twitter.com/6JLuSu6aZt— NBA (@NBA) November 17, 2021 Úrslitin í nótt Brooklyn 99-117 Golden State Utah 120-85 Philadelphia LA Clippers 106-92 San Antonio NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Sjá meira