Stefnir sjónvarpsstöð sem bendlaði hann við mannránið Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2021 12:32 Lýst var eftir Cleo Smith en hún fannst heil á húfi átján dögum eftir að hún hvarf úr tjaldi fjölskyldu sinnar á tjaldsvæði í október. Vísir/EPA Ástralskur karlmaður hefur stefnt einni stærstu sjónvarpsfréttastöð landsins eftir að hún sagði hann ranglega vera manninn sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku sem hvarf úr tjaldi foreldra sinna í síðasta mánuði en fannst síðar heil á húfi. Terrence Kelly, karlmaður á fertugsaldri, var handtekinn vegna ránsins á Cleo Smith en stúlkan fannst innilæst á heimili hans í bænum Carnarvon í Vestur-Ástralíu 3. nóvember. Hennar hafði þá verið saknað í átján daga. Rétt eftir að maðurinn var handtekinn birti sjónvarpsstöðin Seven mynd af öðrum manni, Terrence Flowers, og sagði hann ranglega þann sem lögregla hefði tekið fastan. Bæði Kelly og Flowers eru ástralskir frumbyggjar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú hefur Flowers stefnt sjónvarpsstöðinni og sakar hana um ærumeiðingar með því að bendla hann við mannránið. Stöðin tók fjórar myndir af Facebook-síðu Flowers þar sem hann notar Kelly, upphaflegt ættarnafn móður sinnar, án leyfis hans. Myndirnar birti stöðin svo ítrekað í útsendingu með borða sem á stóð: „Á mynd: maðurinn sem er sakaður um að ræna Cleo Smith“. Það var í fyrsta skipti sem fjölmiðlar birtu mynd af þeim sem átti að vera grunaður í málinu sem vakti gríðarlega athygli í Ástralíu og víða um heim. Forsvarsmenn Seven báðu Flowers afsökunar og leiðréttu mistökin á vefsíðu sinni og í útsendingum daginn eftir. Lögmaður Flowers segir að stöðin hafi valdið honum og fjölskyldu hans verulegum þjáningum. Hann hafi meðal annars endað á sjúkrahúsi með alvarlegt kvíðakast. Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Kanna hvort mannræninginn hafi verið einn að verki Ástralska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður á fertugsaldri hafi verið einn að verki þegar hann rændi fjögurra ára gamalli stúlku úr tjaldi foreldra hanna í Vestur-Ástralíu í síðasta mánuði. Stúlkan fannst heil á húfi eftir hátt í þriggja vikna umfangsmikla leit. 9. nóvember 2021 08:38 Ræningi fjögurra ára stúlku færður í hámarksöryggisfangelsi Karlmaður sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku, úr tjaldi foreldra hennar fyrir tæpum þremur vikum var færður í hámarksöryggisfangelsi í Perth í Ástralíu í dag. Hann hefur reynt að valda sér skaða í fangelsi. 5. nóvember 2021 11:02 Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. 2. nóvember 2021 22:03 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Sjá meira
Terrence Kelly, karlmaður á fertugsaldri, var handtekinn vegna ránsins á Cleo Smith en stúlkan fannst innilæst á heimili hans í bænum Carnarvon í Vestur-Ástralíu 3. nóvember. Hennar hafði þá verið saknað í átján daga. Rétt eftir að maðurinn var handtekinn birti sjónvarpsstöðin Seven mynd af öðrum manni, Terrence Flowers, og sagði hann ranglega þann sem lögregla hefði tekið fastan. Bæði Kelly og Flowers eru ástralskir frumbyggjar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú hefur Flowers stefnt sjónvarpsstöðinni og sakar hana um ærumeiðingar með því að bendla hann við mannránið. Stöðin tók fjórar myndir af Facebook-síðu Flowers þar sem hann notar Kelly, upphaflegt ættarnafn móður sinnar, án leyfis hans. Myndirnar birti stöðin svo ítrekað í útsendingu með borða sem á stóð: „Á mynd: maðurinn sem er sakaður um að ræna Cleo Smith“. Það var í fyrsta skipti sem fjölmiðlar birtu mynd af þeim sem átti að vera grunaður í málinu sem vakti gríðarlega athygli í Ástralíu og víða um heim. Forsvarsmenn Seven báðu Flowers afsökunar og leiðréttu mistökin á vefsíðu sinni og í útsendingum daginn eftir. Lögmaður Flowers segir að stöðin hafi valdið honum og fjölskyldu hans verulegum þjáningum. Hann hafi meðal annars endað á sjúkrahúsi með alvarlegt kvíðakast.
Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Kanna hvort mannræninginn hafi verið einn að verki Ástralska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður á fertugsaldri hafi verið einn að verki þegar hann rændi fjögurra ára gamalli stúlku úr tjaldi foreldra hanna í Vestur-Ástralíu í síðasta mánuði. Stúlkan fannst heil á húfi eftir hátt í þriggja vikna umfangsmikla leit. 9. nóvember 2021 08:38 Ræningi fjögurra ára stúlku færður í hámarksöryggisfangelsi Karlmaður sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku, úr tjaldi foreldra hennar fyrir tæpum þremur vikum var færður í hámarksöryggisfangelsi í Perth í Ástralíu í dag. Hann hefur reynt að valda sér skaða í fangelsi. 5. nóvember 2021 11:02 Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. 2. nóvember 2021 22:03 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Sjá meira
Kanna hvort mannræninginn hafi verið einn að verki Ástralska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður á fertugsaldri hafi verið einn að verki þegar hann rændi fjögurra ára gamalli stúlku úr tjaldi foreldra hanna í Vestur-Ástralíu í síðasta mánuði. Stúlkan fannst heil á húfi eftir hátt í þriggja vikna umfangsmikla leit. 9. nóvember 2021 08:38
Ræningi fjögurra ára stúlku færður í hámarksöryggisfangelsi Karlmaður sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku, úr tjaldi foreldra hennar fyrir tæpum þremur vikum var færður í hámarksöryggisfangelsi í Perth í Ástralíu í dag. Hann hefur reynt að valda sér skaða í fangelsi. 5. nóvember 2021 11:02
Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. 2. nóvember 2021 22:03