Greip stúlkuna í skyndifæðingu og tók óvænt á móti systur hennar sex árum síðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 18:23 Guðmundur og félagi hans rétt eftir að stúlkan kom í heiminn um helgina. úr einkasafni Sjúkraflutningamaður, sem fyrir einskæra tilviljun tók á móti barni hjá sömu móður með sex ára millibili, veit ekki til þess að slíkt hafi komið fyrir áður. Fagnaðarfundir urðu þegar foreldrarnir áttuðu sig á tilviljuninni og heilbrigð stúlka kom í heiminn nokkrum mínútum síðar. Guðmundur Guðjónsson bráðatæknir var að aka Bústaðaveginn eftir útkall á laugardag þegar hann og félagi hans fengu meldingu um að kona væri komin með hríðir í húsi skammt frá. Af tilkynningu mátti ráða að engan tíma hefði verið að missa. „Og þegar ég er búin að kynna mig spyr hún hvort það geti ekki verið að ég hafi tekið á móti fyrra barni hjá henni. Ég kannaðist ekki alveg við það strax en svo kveikti ég á perunni þegar hún rifjaði upp staðsetninguna. En þarna var ég komin í annað skipti að taka á móti hennar þriðja barni,“ segir Guðmundur. Eldri systurnar tvær dást að þeirri yngstu.úr einkasafni Ofsalega þakklát Fæðingin gekk ljómandi vel og stúlkan kom raunar í heiminn nokkrum mínútum eftir að Guðmundur mætti á staðinn. Þá hitti hann eldri systur hennar, þá sem hann tók á móti í skyndilegri heimafæðingu 2015, en þó áður en hann áttaði sig á tilviljuninni. „Þau voru ofsalega þakklát og fannst það skemmtilegt eins og mér að ég skyldi lenda í þessu með þeim aftur. Þannig að það voru allir ánægðir og glaðir. Við fórum öll sem tókum þátt í þessu verkefni glöð heim eftir þennan dag.“ Mæðurnar eru hetjurnar Þó að Guðmundur hafni því hógvær að nokkur dramatík hafi einkennt fæðingarnar tvær rataði sú fyrri einnig í fjölmiðla á sínum tíma. „Lítilli telpu lá svo á í heiminn að sjúkraflutningamaðurinn þurfti eiginlega að grípa hana“, segir í frétt DV um málið fyrir sléttum sex árum. Kristbjörg Magnúsdóttir ljósmóðir hugar að nýfæddri stúlkunni. Kristbjörg tók einnig á móti eldri systur hennar fyrir sex árum.úr einkasafni Þá jók það á flækjustigið á laugardag að grunur lék á að fjölskyldan væri smituð af Covid - grunur sem síðar var staðfestur, og útskýrir klæðnað ljósmóðurinnar. Guðmundur segir engan vafa á hverjar hetjurnar séu við heimafæðingar. „Við gerum svosem ekki mikið. Móðirin sér um þetta. Það er hún sem stjórnar ferðinni. Þegar kona segist þurfa að fæða þá vitum við að hún er að fara að fæða.“ Sjúkraflutningar Börn og uppeldi Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Guðmundur Guðjónsson bráðatæknir var að aka Bústaðaveginn eftir útkall á laugardag þegar hann og félagi hans fengu meldingu um að kona væri komin með hríðir í húsi skammt frá. Af tilkynningu mátti ráða að engan tíma hefði verið að missa. „Og þegar ég er búin að kynna mig spyr hún hvort það geti ekki verið að ég hafi tekið á móti fyrra barni hjá henni. Ég kannaðist ekki alveg við það strax en svo kveikti ég á perunni þegar hún rifjaði upp staðsetninguna. En þarna var ég komin í annað skipti að taka á móti hennar þriðja barni,“ segir Guðmundur. Eldri systurnar tvær dást að þeirri yngstu.úr einkasafni Ofsalega þakklát Fæðingin gekk ljómandi vel og stúlkan kom raunar í heiminn nokkrum mínútum eftir að Guðmundur mætti á staðinn. Þá hitti hann eldri systur hennar, þá sem hann tók á móti í skyndilegri heimafæðingu 2015, en þó áður en hann áttaði sig á tilviljuninni. „Þau voru ofsalega þakklát og fannst það skemmtilegt eins og mér að ég skyldi lenda í þessu með þeim aftur. Þannig að það voru allir ánægðir og glaðir. Við fórum öll sem tókum þátt í þessu verkefni glöð heim eftir þennan dag.“ Mæðurnar eru hetjurnar Þó að Guðmundur hafni því hógvær að nokkur dramatík hafi einkennt fæðingarnar tvær rataði sú fyrri einnig í fjölmiðla á sínum tíma. „Lítilli telpu lá svo á í heiminn að sjúkraflutningamaðurinn þurfti eiginlega að grípa hana“, segir í frétt DV um málið fyrir sléttum sex árum. Kristbjörg Magnúsdóttir ljósmóðir hugar að nýfæddri stúlkunni. Kristbjörg tók einnig á móti eldri systur hennar fyrir sex árum.úr einkasafni Þá jók það á flækjustigið á laugardag að grunur lék á að fjölskyldan væri smituð af Covid - grunur sem síðar var staðfestur, og útskýrir klæðnað ljósmóðurinnar. Guðmundur segir engan vafa á hverjar hetjurnar séu við heimafæðingar. „Við gerum svosem ekki mikið. Móðirin sér um þetta. Það er hún sem stjórnar ferðinni. Þegar kona segist þurfa að fæða þá vitum við að hún er að fara að fæða.“
Sjúkraflutningar Börn og uppeldi Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira