Enski boltinn

Sex stig dregin af Reading

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sex stig voru tekin af Reading í dag.
Sex stig voru tekin af Reading í dag. Robin Jones/Getty Images

Sex stig hafa verið dregin af enska B-deildarliðinu Reading sökum brota á fjárhagsreglum ensku deildarkeppninnar. Um er að ræða annað lið deildarinnar sem lendir í stigafrádrætti á leiktíðinni.

Derby County er svo gott sem fallið niður í C-deild eftir að alls 21 stig hefur verið dregið af liðinu vegna brota á fjárhagsreglum ensku deildarkeppninnar. Í reglunum segir að mega félög mest tapa 39 milljónum punda yfir þrjú tímabil.

Í dag var staðfest að sex stig hafa verið dregin af Reading vegna sömu brota. Félagið fellur þar með niður um þrjú sæti og situr nú í 19. sæti með 16 stig.

Í sumar var Reading sett í kaupbann og hefur aðeins mátt versla leikmenn á frjálsri sölu eða fá þá á láni. Danny Drinkwater og Baba Rahman komu á láni frá Chelsea í sumar. Scott Dann, Junior Hoilett og Alen Halilovic komu þá á frjálsri sölu líkt og Andy Carroll gerði einnig á dögunum.

Reading  er nú níu stigum frá Huddersfield Town sem situr í 8. sæti Championship-deildarinnar. Deildin er einkar jöfn í ár og stefnir í hörku baráttu um hvaða þrjú lið vinna sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.


Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×