Trúir ekki að Peng hafi skrifað tölvupóstinn þar sem hún sagðist vera örugg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2021 11:31 Shuai Peng er ein skærasta tennisstjarna Kína. getty/Zhong Zhi Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur miklar áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai. Hann grunar að tölvupóstur þar sem hún sagðist vera örugg hafi ekki komið frá henni. Ekki hefur sést til Pengs síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína, Zhang Gaoli, um kynferðisofbeldi í byrjun mánaðarins. Í færslu á samfélagsmiðlinum Weibo sagði Peng að Zhang hefði þvingað sig til að stunda kynlíf með honum. Færslunni var fljótlega eytt eftir að hún fór í loftið sem og öðru efni frá Peng á Weibo. Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum af velferð Pengs, þar á meðal tennisstjörnurnar Novak Djokovic og Naomi Osaka. Steve Simon, forseti WTA, sagðist hafa fengið staðfestingu á að Peng sé ekki í hættu en nú grunar hann að ekki sé allt með felldu. Í gær birti ríkismiðilinn the China Global Television Network færslu á Twitter með skjáskoti af tölvupósti sem Peng átti að hafa sent Simon. Þar sagðist hún ekki vera týnd eða í hættu. Hún væri einfaldlega að hvíla sig heima hjá sér og allt væri í fínu lagi. Þá sagði einnig að ásakanirnar á hendur Zhang væru ósannar. Chinese tennis star Peng Shuai has sent an email to Steve Simon, the WTA Chairman & CEO, CGTN has learned. The email reads: pic.twitter.com/uLi6Zd2jDI— CGTN (@CGTNOfficial) November 17, 2021 Færslan sló ekkert á áhyggjur Simons af Peng og hann grunar sterklega að hún hafi ekki skrifað tölvupóstinn. „Yfirlýsingin frá kínverska ríkismiðlinum um Peng Shuai jók enn á áhyggjur mínar af öryggi hennar og hvar hún er niðurkomin. Ég á erfitt með að trúa því að Peng Shuai eða einhver tengdur henni hafi skrifað tölvupóstinn sem við fengum frá henni,“ sagði Simon. Hann sagði að WTA og allir þyrftu raunverulega staðfestingu á því að Peng væri örugg. Hann sagðist hafa margoft reynt að ná í hana en án árangurs. Simon ítrekaði síðan ósk sína um að kínversk yfirvöld myndu rannsaka ásakanir hennar í garð Zhang. Peng, sem var um tíma í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik, vann Wimbledon mótið 2013 og Opna franska meistaramótið ári seinna. Tennis Kynferðisofbeldi Kína Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira
Ekki hefur sést til Pengs síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína, Zhang Gaoli, um kynferðisofbeldi í byrjun mánaðarins. Í færslu á samfélagsmiðlinum Weibo sagði Peng að Zhang hefði þvingað sig til að stunda kynlíf með honum. Færslunni var fljótlega eytt eftir að hún fór í loftið sem og öðru efni frá Peng á Weibo. Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum af velferð Pengs, þar á meðal tennisstjörnurnar Novak Djokovic og Naomi Osaka. Steve Simon, forseti WTA, sagðist hafa fengið staðfestingu á að Peng sé ekki í hættu en nú grunar hann að ekki sé allt með felldu. Í gær birti ríkismiðilinn the China Global Television Network færslu á Twitter með skjáskoti af tölvupósti sem Peng átti að hafa sent Simon. Þar sagðist hún ekki vera týnd eða í hættu. Hún væri einfaldlega að hvíla sig heima hjá sér og allt væri í fínu lagi. Þá sagði einnig að ásakanirnar á hendur Zhang væru ósannar. Chinese tennis star Peng Shuai has sent an email to Steve Simon, the WTA Chairman & CEO, CGTN has learned. The email reads: pic.twitter.com/uLi6Zd2jDI— CGTN (@CGTNOfficial) November 17, 2021 Færslan sló ekkert á áhyggjur Simons af Peng og hann grunar sterklega að hún hafi ekki skrifað tölvupóstinn. „Yfirlýsingin frá kínverska ríkismiðlinum um Peng Shuai jók enn á áhyggjur mínar af öryggi hennar og hvar hún er niðurkomin. Ég á erfitt með að trúa því að Peng Shuai eða einhver tengdur henni hafi skrifað tölvupóstinn sem við fengum frá henni,“ sagði Simon. Hann sagði að WTA og allir þyrftu raunverulega staðfestingu á því að Peng væri örugg. Hann sagðist hafa margoft reynt að ná í hana en án árangurs. Simon ítrekaði síðan ósk sína um að kínversk yfirvöld myndu rannsaka ásakanir hennar í garð Zhang. Peng, sem var um tíma í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik, vann Wimbledon mótið 2013 og Opna franska meistaramótið ári seinna.
Tennis Kynferðisofbeldi Kína Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira