Forstjóri Festi hótar að reka starfsfólk ef hagvaxtaraukinn kemur til framkvæmda! Vilhjálmur Birgisson skrifar 18. nóvember 2021 12:31 Í fréttum í dag kom fram að hagvaxtaraukinn komi fyrirtækjum spánskt fyrir sjónir en mikið ofboðsleg hræsni er í þessu fólki. En nú grenja sumir atvinnurekendur eins og stunginn grís yfir því að það hagvaxtaraukinn í lífskjarasamningnum komi hugsanlega til framkvæmda á næsta ári. Núna sprettur t.d. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festa, sem rekur ELKO, Krónuna og N1 fram og hótar að það séu bara tvær leiðir til að takast á við greiðslu á hagvaxtaraukanum það er annaðhvort að hækka vöruverð eða að fækka starfsfólki. Að hugsa sér svona hótun, en við gengum frá samningum sem kváðu á um að ef hagvöxtur á pr. mann fer upp fyrir vissa prósentu þá komi til greiðslu á hagvaxtaraukanum og nemur sú greiðsla frá 3.000 kr. til 13.000 kr. Nú vilja vissir atvinnurekendur ekkert fara eftir þessum samningum og hræsnin í þessu fólki ríður ekki við einteyming. Nægir t.d. að nefna í því samhengi að það kom fram í fréttum að Festi hafi hagnast um 2,3 milljarða á árinu 2020 og velta t.d. hjá Krónunni hafi aldrei verið meiri og hagnaður Krónunnar hafi aukist um 22%. Tala svo um að eina leiðin til að borga þennan hagvaxtaauka sem muni kosta fyrirtækið hugsanlega 300 milljónir sé að reka starfsfólk eða hækka vöruverð. Halló Festi skilaði 2,3 milljörðum í hagnað er ekki nóg að hagnaður verði t.d. 2 milljarðar? Hagnaður Festi er ekki eina hræsnið í þessu samhengi því að þessi sami forstjóri, Eggert Þór, sem núna grenjar eins og enginn sé morgundagurinn yfir því að þurfa hugsanlega að greiða fólki sem tekur laun eftir afar lágum launatöxtum fékk sjálfur fimm mánaða bónus árið 2019 og fóru árslaun hans úr 61,7 milljónum króna í 73,4 milljónir eða sem nemur tæpum 12 milljóna króna hækkun launa á ársgrundvelli. Mánaðarlaun hans fóru úr 5,1 milljón í 6,1 milljón á mánuði. Svo koma svona græðgispungar og væla yfir því að fólkið á gólfinu sem skapar arðinn hjá fyrirtækinu eigi hugsanlega möguleika að fá aukahækkun í formi þess sem samið var í lífskjarasamningum í formi hagvaxtarauka. Mér sýnist að hroki og fyrirlitning sumra atvinnurekenda í garð sinna starfsmanna muni kalla á að launafólk skuli búa sig undir átök á íslenskum vinnumarkaði á næsta ári. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í fréttum í dag kom fram að hagvaxtaraukinn komi fyrirtækjum spánskt fyrir sjónir en mikið ofboðsleg hræsni er í þessu fólki. En nú grenja sumir atvinnurekendur eins og stunginn grís yfir því að það hagvaxtaraukinn í lífskjarasamningnum komi hugsanlega til framkvæmda á næsta ári. Núna sprettur t.d. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festa, sem rekur ELKO, Krónuna og N1 fram og hótar að það séu bara tvær leiðir til að takast á við greiðslu á hagvaxtaraukanum það er annaðhvort að hækka vöruverð eða að fækka starfsfólki. Að hugsa sér svona hótun, en við gengum frá samningum sem kváðu á um að ef hagvöxtur á pr. mann fer upp fyrir vissa prósentu þá komi til greiðslu á hagvaxtaraukanum og nemur sú greiðsla frá 3.000 kr. til 13.000 kr. Nú vilja vissir atvinnurekendur ekkert fara eftir þessum samningum og hræsnin í þessu fólki ríður ekki við einteyming. Nægir t.d. að nefna í því samhengi að það kom fram í fréttum að Festi hafi hagnast um 2,3 milljarða á árinu 2020 og velta t.d. hjá Krónunni hafi aldrei verið meiri og hagnaður Krónunnar hafi aukist um 22%. Tala svo um að eina leiðin til að borga þennan hagvaxtaauka sem muni kosta fyrirtækið hugsanlega 300 milljónir sé að reka starfsfólk eða hækka vöruverð. Halló Festi skilaði 2,3 milljörðum í hagnað er ekki nóg að hagnaður verði t.d. 2 milljarðar? Hagnaður Festi er ekki eina hræsnið í þessu samhengi því að þessi sami forstjóri, Eggert Þór, sem núna grenjar eins og enginn sé morgundagurinn yfir því að þurfa hugsanlega að greiða fólki sem tekur laun eftir afar lágum launatöxtum fékk sjálfur fimm mánaða bónus árið 2019 og fóru árslaun hans úr 61,7 milljónum króna í 73,4 milljónir eða sem nemur tæpum 12 milljóna króna hækkun launa á ársgrundvelli. Mánaðarlaun hans fóru úr 5,1 milljón í 6,1 milljón á mánuði. Svo koma svona græðgispungar og væla yfir því að fólkið á gólfinu sem skapar arðinn hjá fyrirtækinu eigi hugsanlega möguleika að fá aukahækkun í formi þess sem samið var í lífskjarasamningum í formi hagvaxtarauka. Mér sýnist að hroki og fyrirlitning sumra atvinnurekenda í garð sinna starfsmanna muni kalla á að launafólk skuli búa sig undir átök á íslenskum vinnumarkaði á næsta ári. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun