Ekki náð hálftíma í vetur en valinn í landsliðið: „Getur gefið okkur gæðamínútur“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2021 12:00 Ragnar Nathanaelsson er í landsliðshópnum þrátt fyrir að hafa að mestu setið á varamannabekknum hjá Stjörnunni í vetur. vísir/bára Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, segist sannfærður um að liðið þurfi á Ragnari Nathanaelssyni að halda vegna komandi landsleikja. Ragnar hefur aðeins spilað 22 mínútur samtals með Stjörnunni í Subway-deildinni í vetur. Ragnar, sem er 2,18 metrar að hæð, og Tryggvi Snær Hlinason, sem er 2,16 metrar, skera sig nokkuð úr í íslenska landsliðshópnum vegna hæðar. Tólf manna landsliðshópur var valinn í dag vegna komandi leikja við Holland og Rússland ytra, 26. og 29. nóvember, í undankeppni HM. Það vekur athygli að Ragnar fái sæti í hópnum miðað við það litla hlutverk sem hann hefur haft hjá Stjörnunni, eftir að hafa einnig verið í litlu hlutverki hjá Haukum á síðustu leiktíð. Hann hefur þó skorað 8 stig og tekið 8 fráköst á þessum 22 mínútum sem hann hefur spilað í vetur. Þar af voru rúmar 10 mínútur gegn neðsta liði deildarinnar, Þór Akureyri. Mætir Tryggva á æfingum „Fyrir það fyrsta þá þurfum við mann jafnháan Tryggva til að glíma við hann á æfingum, svo að Tryggvi og Kristófer Acox geti æft saman gegn svona hávöxnum manni. Þetta er líka til þess að við getum brugðist við gegn hávöxnum andstæðingum, til að mynda ef að Tryggvi lendir í villuvandræðum,“ segir Craig í samtali við Vísi. „Raggi hefur sýnt að hann getur komið inn og gefið okkur gæðamínútur. Holland er til dæmis með nýjan mann í hópnum sem er 2,21 metrar og ef að Raggi getur komið inn og bara staðið fyrir framan hann, svo að þetta verði ekki of auðvelt fyrir hann, gæti það haft þýðingu.“ Ragnar Nathanaelsson hefur spilað með Íslandi á EM og alls nýtt hæð sína í þágu þjóðar í 49 A-landsleikjum. Hann gæti því leikið tímamótaleik gegn Hollandi í næstu viku.EPA/LUKAS SCHULZE Þurfum svona leikmann með svona persónuleika Craig tekur ekkert sérstaklega undir það að staða Ragnars hjá Stjörnunni sé óheppileg með tilliti til landsliðsins. „Ég veit að hann er að æfa með góðu liði, hjá góðum þjálfara sem undirbýr hann vel [Arnari Guðjónssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni Craigs], svo það er ekki eins og hann sé ekki að gera neitt. Þeir eru að vinna með ákveðna þætti og hann æfir aukalega sjálfur. Það vita allir að við erum ekki að biðja hann um að koma og spila 25 mínútur eða eitthvað slíkt. Hann veit hvað þarf að gera, þær mínútur sem hann spilar, og gerir eins vel og hann getur,“ segir Craig og tekur undir að 220 sentímetra körfuboltamenn séu ekki á hverju strái á Íslandi. „Einmitt. En Raggi hefur líka verið mikill þátttakandi í okkar menningu og hópi. Ég trúi því staðfastlega að við þurfum á leikmönnum eins og honum, með hans persónuleika, að halda til að láta liðið virka betur. Við græðum því á nærveru hans á margan hátt. Hann skilur sitt hlutverk og veit að hann gæti spilað tvær mínútur, eða jafnvel enga mínútu, en sýnir alltaf stuðning og hugarfar hans er framúrskarandi, sama til hvers er ætlast af honum.“ Subway-deild karla HM 2023 í körfubolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Ragnar, sem er 2,18 metrar að hæð, og Tryggvi Snær Hlinason, sem er 2,16 metrar, skera sig nokkuð úr í íslenska landsliðshópnum vegna hæðar. Tólf manna landsliðshópur var valinn í dag vegna komandi leikja við Holland og Rússland ytra, 26. og 29. nóvember, í undankeppni HM. Það vekur athygli að Ragnar fái sæti í hópnum miðað við það litla hlutverk sem hann hefur haft hjá Stjörnunni, eftir að hafa einnig verið í litlu hlutverki hjá Haukum á síðustu leiktíð. Hann hefur þó skorað 8 stig og tekið 8 fráköst á þessum 22 mínútum sem hann hefur spilað í vetur. Þar af voru rúmar 10 mínútur gegn neðsta liði deildarinnar, Þór Akureyri. Mætir Tryggva á æfingum „Fyrir það fyrsta þá þurfum við mann jafnháan Tryggva til að glíma við hann á æfingum, svo að Tryggvi og Kristófer Acox geti æft saman gegn svona hávöxnum manni. Þetta er líka til þess að við getum brugðist við gegn hávöxnum andstæðingum, til að mynda ef að Tryggvi lendir í villuvandræðum,“ segir Craig í samtali við Vísi. „Raggi hefur sýnt að hann getur komið inn og gefið okkur gæðamínútur. Holland er til dæmis með nýjan mann í hópnum sem er 2,21 metrar og ef að Raggi getur komið inn og bara staðið fyrir framan hann, svo að þetta verði ekki of auðvelt fyrir hann, gæti það haft þýðingu.“ Ragnar Nathanaelsson hefur spilað með Íslandi á EM og alls nýtt hæð sína í þágu þjóðar í 49 A-landsleikjum. Hann gæti því leikið tímamótaleik gegn Hollandi í næstu viku.EPA/LUKAS SCHULZE Þurfum svona leikmann með svona persónuleika Craig tekur ekkert sérstaklega undir það að staða Ragnars hjá Stjörnunni sé óheppileg með tilliti til landsliðsins. „Ég veit að hann er að æfa með góðu liði, hjá góðum þjálfara sem undirbýr hann vel [Arnari Guðjónssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni Craigs], svo það er ekki eins og hann sé ekki að gera neitt. Þeir eru að vinna með ákveðna þætti og hann æfir aukalega sjálfur. Það vita allir að við erum ekki að biðja hann um að koma og spila 25 mínútur eða eitthvað slíkt. Hann veit hvað þarf að gera, þær mínútur sem hann spilar, og gerir eins vel og hann getur,“ segir Craig og tekur undir að 220 sentímetra körfuboltamenn séu ekki á hverju strái á Íslandi. „Einmitt. En Raggi hefur líka verið mikill þátttakandi í okkar menningu og hópi. Ég trúi því staðfastlega að við þurfum á leikmönnum eins og honum, með hans persónuleika, að halda til að láta liðið virka betur. Við græðum því á nærveru hans á margan hátt. Hann skilur sitt hlutverk og veit að hann gæti spilað tvær mínútur, eða jafnvel enga mínútu, en sýnir alltaf stuðning og hugarfar hans er framúrskarandi, sama til hvers er ætlast af honum.“
Subway-deild karla HM 2023 í körfubolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik