SA vill lækka eða fresta samningsbundnum launahækkunum Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2021 20:00 Á köflum neistaði á milli forseta Alþýðusambandsins og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í Pallborðinu í dag. Stöð 2/Ragnar Visage Samtök atvinnulífsins vilja lækka eða fresta samningsbundum launahækkunum á næsta ári til að forðast frekari vaxahækkanir og saka verkalýðshreyfinguna um ábyrgðarleysi. Forseti ASÍ segir launafólk hins vegar rétt núna vera að ná þeim kaupmætti sem glataðist í hruninu. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins tókust á um stöðuna í efnahags- og kjaramálum í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Verkalýðshreyfingin hefur mótmælt vaxtahækkunum Seðlabankans undanfarna mánuði og segir þær kalla á kjarabætur. Famkvæmdastjóri SA segir verkalýðshreyfinguna á villigötum í þeim málflutningi og tekur undir með Seðlabankanum um að laun hafi hækkað of mikið miðað við stöðuna í dag. Haldór Benjamín segir serkalýðshreyfingin hafa hafnað öllum óskum um samtal um breytingar á kjarasamningi frá upphafi kórónuveirufaraldursins, hvort sem um væri að ræða seinkun launahækkana eða minni hækkanir. „Mér finnst það óskynsamleg afstaða hjá verkalýðshreyfingunni og ég held að sagan muni ekki fara blíðum höndum um þessa afstöðu. Við munum öll fá þessar launahækkanir í hausinn vegna þess að Seðlabankinn mun bregðast við. Þegar Seðlabankinn bregst við hefur það bein áhrif á heimilin í landinu, á fyrirtækin í landinu. Sem munu bera hærri greiðslubyrði og í mörgum tilvikum kannski hærri greiðslubyrði en sem nemur umsömdum launahækkunum,“ sagði Halldór Benjamín. Í Pallborðinu á Vísi og Vísi/Stöð 2 í dag komu fram gerólíkt mat verkalýðshreyfingarinnar annars vegar og atvinnurekenda hins vegar á stöðunni í kjara- og efnahagsmálum.Stöð 2/Ragnar Visage Drífa vísaði þessum málflutningi á bug og sagði tíma til komin að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins styddu aðgerðir til að taka á hinum raunverulegu ástæðum verðbólgunnar. „Ég held að það sé kannski tækifæri til núna bæði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann að fara aðeins að skipta um plötu. Það þýðir ekki að vera að ráðast stöðugt á launafólk og segja að launahækkanir hér á Íslandi séu að hleypa öllu í bál og brand. Nú skulum við aðeins fara að líta til baka síðustu áratugi. Þessi kór er búinn að dynja á stöðugt á okkur, launafólki á Íslandi. Ef þið semjið um þetta eða ef þessum kröfum verður mætt, ef þetta gerist, þá mun allt fara í bál og brand. Staðreyndin er sú að við erum bara núna að ná upp í kaupmáttinn sem var tekinn af okkur í hruninu,“ sagði Drífa. Hún og Halldór tókust hart á um næstu skref og höfðu ólíka sýn á næstu kjarasamninga sem þegar er byrjað að undirbúa. Horfa má á Pallborðið í heild sinni hér fyrir neðan. Seðlabankinn Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20 Versnandi verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig. 17. nóvember 2021 13:14 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins tókust á um stöðuna í efnahags- og kjaramálum í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Verkalýðshreyfingin hefur mótmælt vaxtahækkunum Seðlabankans undanfarna mánuði og segir þær kalla á kjarabætur. Famkvæmdastjóri SA segir verkalýðshreyfinguna á villigötum í þeim málflutningi og tekur undir með Seðlabankanum um að laun hafi hækkað of mikið miðað við stöðuna í dag. Haldór Benjamín segir serkalýðshreyfingin hafa hafnað öllum óskum um samtal um breytingar á kjarasamningi frá upphafi kórónuveirufaraldursins, hvort sem um væri að ræða seinkun launahækkana eða minni hækkanir. „Mér finnst það óskynsamleg afstaða hjá verkalýðshreyfingunni og ég held að sagan muni ekki fara blíðum höndum um þessa afstöðu. Við munum öll fá þessar launahækkanir í hausinn vegna þess að Seðlabankinn mun bregðast við. Þegar Seðlabankinn bregst við hefur það bein áhrif á heimilin í landinu, á fyrirtækin í landinu. Sem munu bera hærri greiðslubyrði og í mörgum tilvikum kannski hærri greiðslubyrði en sem nemur umsömdum launahækkunum,“ sagði Halldór Benjamín. Í Pallborðinu á Vísi og Vísi/Stöð 2 í dag komu fram gerólíkt mat verkalýðshreyfingarinnar annars vegar og atvinnurekenda hins vegar á stöðunni í kjara- og efnahagsmálum.Stöð 2/Ragnar Visage Drífa vísaði þessum málflutningi á bug og sagði tíma til komin að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins styddu aðgerðir til að taka á hinum raunverulegu ástæðum verðbólgunnar. „Ég held að það sé kannski tækifæri til núna bæði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann að fara aðeins að skipta um plötu. Það þýðir ekki að vera að ráðast stöðugt á launafólk og segja að launahækkanir hér á Íslandi séu að hleypa öllu í bál og brand. Nú skulum við aðeins fara að líta til baka síðustu áratugi. Þessi kór er búinn að dynja á stöðugt á okkur, launafólki á Íslandi. Ef þið semjið um þetta eða ef þessum kröfum verður mætt, ef þetta gerist, þá mun allt fara í bál og brand. Staðreyndin er sú að við erum bara núna að ná upp í kaupmáttinn sem var tekinn af okkur í hruninu,“ sagði Drífa. Hún og Halldór tókust hart á um næstu skref og höfðu ólíka sýn á næstu kjarasamninga sem þegar er byrjað að undirbúa. Horfa má á Pallborðið í heild sinni hér fyrir neðan.
Seðlabankinn Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20 Versnandi verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig. 17. nóvember 2021 13:14 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20
Versnandi verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig. 17. nóvember 2021 13:14