Sex leikmenn Man. United sagðir kallaðir á krísufund með Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2021 09:31 Cristiano Ronaldo var að sjálfsögðu á krísufundinum með Ole Gunnar Solskjær. EPA-EFE/Peter Powell Framtíð knattspyrnustjóra Manchester United er mikið til umræðu í Englandi eftir slakt gengi liðsins á þessari leiktíð. Sumir eru að telja niður þar til að norski knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær verði rekinn en hann er enn að berjast fyrir lífi sínu sem stjóri félagsins. Solskjær dreif sig heim í frí til Noregs í landsleikjaglugganum til að safna kröftum fyrir stríðið framundan en það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að vera knattspyrnustjóri Manchester United undanfarnar vikur. Hann kallaði síðan sex leikmenn á fund þegar liðið kom aftur saman. Ole Gunnar Solskjaer held crisis talks with his senior players - including Cristiano Ronaldo and Bruno Fernandes - on Thursday as he tried to salvage Manchester United's season and save his job, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 19, 2021 Solskjær á að hafa haldið þennan krísufund með það markmið að reyna að finna neistann á ný og breyta gengi liðsins í framhaldinu. Allt liðið var ekki á fundinum heldur leiðtogar þess. Enskir miðlar hafa sagt frá þessum fundi og að leikmennirnir sex hafi verið Harry Maguire, Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Luke Shaw, Victor Lindelöf og Nemanja Matic. Á fundinum var samkvæmt heimildum blaðsins ekki aðeins rætt um hvað þurfi að gerast til að breyta gengi liðsins heldur einnig hvaða taktík sé best fyrir Manchesteer United. Solskjær skipti yfir í 3-5-2 leikkerfið eftir 0-5 skellinn á móti Liverpool en í framhaldinu hefur liðið unnið 3-0 sigur Tottenham, gert jafntefli við Atalanta og tapað 0-2 á móti Manchester City. Frammistaðan á móti Atalanta var ekki góð og liðið var síðan afar dapurt í nágrannaslagnum. Hevder Solskjær holdt krisemøte med seks spillere https://t.co/EWj4Tb85UJ— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) November 19, 2021 Næst á dagskrá er leikur á móti Watford um helgina og aðeins sigur getur létt pressuna á Solskjær. Eftir óvænt frí hans heim til Noregs og þeirri gagnrýni sem fylgdi því þá er lífsnauðsynlegt fyrir hann að vinna þennan leik. Manchester Evening News hafði einnig sagt frá því að forráðamenn United væru farnir að leita að eftirmanni hans en þegar Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City, var spurður út í slíka framtíð fyrir sig þá tók hann því illa og sagði það dónalegt að spyrja hann út í starf annars stjóra. Aðrir sem eru reglulega nefndir eru Zinedine Zidane, Erik ten Hag hjá Ajax og landsliðsþjálfari Spánar, Luis Enrique. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
Solskjær dreif sig heim í frí til Noregs í landsleikjaglugganum til að safna kröftum fyrir stríðið framundan en það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að vera knattspyrnustjóri Manchester United undanfarnar vikur. Hann kallaði síðan sex leikmenn á fund þegar liðið kom aftur saman. Ole Gunnar Solskjaer held crisis talks with his senior players - including Cristiano Ronaldo and Bruno Fernandes - on Thursday as he tried to salvage Manchester United's season and save his job, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 19, 2021 Solskjær á að hafa haldið þennan krísufund með það markmið að reyna að finna neistann á ný og breyta gengi liðsins í framhaldinu. Allt liðið var ekki á fundinum heldur leiðtogar þess. Enskir miðlar hafa sagt frá þessum fundi og að leikmennirnir sex hafi verið Harry Maguire, Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Luke Shaw, Victor Lindelöf og Nemanja Matic. Á fundinum var samkvæmt heimildum blaðsins ekki aðeins rætt um hvað þurfi að gerast til að breyta gengi liðsins heldur einnig hvaða taktík sé best fyrir Manchesteer United. Solskjær skipti yfir í 3-5-2 leikkerfið eftir 0-5 skellinn á móti Liverpool en í framhaldinu hefur liðið unnið 3-0 sigur Tottenham, gert jafntefli við Atalanta og tapað 0-2 á móti Manchester City. Frammistaðan á móti Atalanta var ekki góð og liðið var síðan afar dapurt í nágrannaslagnum. Hevder Solskjær holdt krisemøte med seks spillere https://t.co/EWj4Tb85UJ— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) November 19, 2021 Næst á dagskrá er leikur á móti Watford um helgina og aðeins sigur getur létt pressuna á Solskjær. Eftir óvænt frí hans heim til Noregs og þeirri gagnrýni sem fylgdi því þá er lífsnauðsynlegt fyrir hann að vinna þennan leik. Manchester Evening News hafði einnig sagt frá því að forráðamenn United væru farnir að leita að eftirmanni hans en þegar Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City, var spurður út í slíka framtíð fyrir sig þá tók hann því illa og sagði það dónalegt að spyrja hann út í starf annars stjóra. Aðrir sem eru reglulega nefndir eru Zinedine Zidane, Erik ten Hag hjá Ajax og landsliðsþjálfari Spánar, Luis Enrique.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira