Baksturinn hugleiðsla: „Sumir fara í jóga en ég baka“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 23. nóvember 2021 06:00 Sjónvarpskonan og bakstursgyðjan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir gaf út sína fjórðu matreiðslubók fyrir helgina. Bókin ber titilinn Bakað með Evu og er ætluð allri fjölskyldunni. Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir „Aðalatriðið er að njóta þessa að baka. Stundum fer allt í tóma vitleysu, en þá er bara að reyna aftur og aftur,“ segir Eva Laufey í viðtali við Vísi. Fyrir helgi kom út fjórða bók bakstursdrottningarinnar og sjónvarpskonunnar Evu Laufeyjar og ber bókin nafnið Bakað með Evu. Hún segir bókina innihalda mjög fölbreyttar uppskriftir og áherslan sé á að fjölskyldan geti öll bakað saman. Það hefur klikkað hjá okkur öllum Þó svo að fallegar bakstursmyndir fangi oft augað segir Eva það eðlilegt að þeir sem hafi litla sem enga reynslu í bakstri geti fundist það yfirþyrmandi og ógerlegt að láta vaða í uppskriftina. „Auðvitað virðist allt flókið fyrst um sinn og sérstaklega ef maður hefur ekki prófað, en þá er sjarminn við bakstur að prófa sig áfram. Það skiptir engu máli þó maður nái ekki útlitinu alveg eins og myndin segir, heldur er það bragðið sem ræður ríkjum. Svo bakar maður aftur og aftur og fyrr en varir verður baksturinn leikur einn.“ Hún segir alla einhvern tíma gera mistök þegar kemur að bakstri en þá sé lykillinn að halda áfram að æfa sig. Gerir ekkert til þó það klikki í fyrsta sinn, það hefur klikkað hjá okkur öllum. Trúið mér! Eva segir flesta lenda í því að klúðra bakstrinum við og við og þá sé um að gera að halda áfram. Bragðið sé þó það sem skipti mestu máli, en ekki útlit kökunnar. Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Hrærivélin enn ekki brætt úr sér Ef við byrjum alveg á byrjuninni. Hvaða áhöld er gott að eiga þegar kemur að bakstri? „Hrærivél, ég nota mína svakalega, svakalega mikið. Ég fékk fyrst um sinn gömlu vélina hjá tengdaforeldrum mínum sem virkaði mjög vel og fylgdi okkur í nokkur ár áður en við eignuðumst okkar eigin. Þetta er vél sem mun væntanlega fylgja okkur út lífið nema hún bræði úr sér við allan baksturinn – hún hefur gengið í gegnum tvær kökubækur og hefur enn ekki klikkað. Hrærivélin sem um ræðir er að gerðinni Kitchen Aid og segir Eva kaupin vissulega vera ákveðna fjárfestingu. „En þetta er góð fjárfesting sem ég myndi alltaf mæla með. Góð bökunarform skipta einnig máli, það þarf ekki að eiga mjög mörg form, frekar að eiga fá form og góð. Sleikjur og mæliskeiðar og þá eruð þið í nokkuð góðum málum.“ Undirbúningurinn skiptir mestu máli Það sem er í mestri notkun hjá Evu er að sjálfsögðu hrærivélin og formin og segist hún mæla eindregið með því að nota sprey til að smyrja formin. Það skiptir lykilmáli að smyrja. Við gleymum því allof oft og þá kemur okkur á óvart af hverju kökurnar festast í formum. Undirbúningurinn skiptir máli, smá vinna en vel þess virði. Svo er að lesa yfir uppskriftina nokkrum sinnum og athuga hvort allt sé ekki örugglega til. Það er ótrúlegt hvað maður getur gleymt nokkrum atriðum þrátt fyrir að lesa yfir uppskrift. Það er ekkert leiðinlegra en að þurfa að stökkva út í búð í miðjum bakstri. Hvaða mistök heldur þú að sé algengt að fólk geri þegar það er að byrja að reyna fyrir sér í bakstri? „Hjá mér var það að lesa ekki uppskriftir nægilega vel og kæla ekki kökurnar, þess háttar smáatriði. Það má segja að það sé skortur á þolinmæði sem hefur háð mér og alls ekki hjálpað þegar kemur að bakstrinum. Þolinmæðin er nauðsynleg í bakstri.“ Eva segist njóta þess mikið að baka með stelpunum sínum og börn upplifi miklar gæðastundir við bakstur með sínum nánustu. Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Stress að baka fyrir barnaafmæli Eva Laufey segist mæla með einfaldari uppskriftum sem eru ekki í mörgum skrefum fyrir þá sem hafa ekki mikla reynslu og vilja byrja að æfa sig. „Smábitakökur eru til dæmis fremur einfaldar og þægilegar. Ágætt er að byrja á því og smám saman byggja upp öryggi í aðeins flóknari uppskriftir. En það er eins og með allt, þetta virðist flókið í fyrstu en um leið og þú hefur prófað verður þetta leikur einn.“ Eva segist una sér best að baka snemma á morgnana um helgar eða eftir vinnu á virkum dögum. Sumir fara í jóga en ég gríp nokkur hráefni og baka. Það er mín hugleiðsla og ég róast öll við baksturinn. Nema þegar ég er að baka fyrir barnaafmæli. Þá vottar nú fyrir smá stressi, smá! Elskaði að baka með ömmu og mömmu Það eru fimm ár síðan Eva gaf síðast út bakstursbók og segir hún að tíma hafi verið komin á nýja. „Mig langaði að gefa út almenna bakstursbók. Brauðmeti og kökur saman í eitt. Smá saman hef ég safnað uppskriftum í þessa bók og svo var það í sumar að ég settist loksins niður og fór að skrifa hana almennilega.“ Bókin ber nafnið Bakað með Evu og segir hún markmiðið hafa verið það að gefa út bakstursbók fyrir alla fjölskylduna. Þessar stundir eru svo dýrmætar. Ég elska að baka með stelpunum mínum og sjálf elskaði ég þegar ég fékk að baka með ömmu minni og mömmu. „Börn eru svo áhugasöm og þetta er þess vegna kjörið tækifæri að huggulegum samverustundum.“ Hún segir bókina Bakað með Evu geyma mjög fjölbreyttar uppskriftir þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Kanilkossar (25-30 kökur) Kanilkossar Evu Laufeyjar.Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir „Sætir kanilkossar með hvítu súkkulaði er eitt það besta sem ég fæ og baka ég þá allt árið um kring. Einstaklega mjúkar og góðar kökur sem ég fæ bara ekki nóg af.“ Uppskrift: 220 g smjör, við stofuhita 200 g hreinn rjómaostur, við stofuhita 225 g púðursykur 225 g sykur 2 egg 2 tsk vanillusykur 600 g hveiti ½ tsk. salt 3 tsk. kanill 1 tsk. lyftiduft 4 msk. mjólk ·100 g hvítt súkkulaði Til að rúlla deiginu í: 100g sykur 2 tsk kanill Aðferð: Hitið ofninn í 180°C (blástur). Hrærið smjöri, rjómaosti og sykri saman þar til blandan verður kremkennd. Bætið eggjum út í, einu í einu, og hrærið vel á milli. Setjið þurrefnin saman við deigið og hrærið vel. Hellið mjólkinni út í deigið í nokkrum skömmtum. Setjið deigið í kæli minnst í 30 mínútur (má gjarnan vera lengur). Mótið litlar kúlur með teskeiðum, rúllið þeim upp úr kanilsykri og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Bakið við 180°C í 13-15 mínútur. Bræðið hvítt súkkulaði og hellið yfir kökurnar í lokin. Matarást Uppskriftir Kökur og tertur Smákökur Bókaútgáfa Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Fyrir helgi kom út fjórða bók bakstursdrottningarinnar og sjónvarpskonunnar Evu Laufeyjar og ber bókin nafnið Bakað með Evu. Hún segir bókina innihalda mjög fölbreyttar uppskriftir og áherslan sé á að fjölskyldan geti öll bakað saman. Það hefur klikkað hjá okkur öllum Þó svo að fallegar bakstursmyndir fangi oft augað segir Eva það eðlilegt að þeir sem hafi litla sem enga reynslu í bakstri geti fundist það yfirþyrmandi og ógerlegt að láta vaða í uppskriftina. „Auðvitað virðist allt flókið fyrst um sinn og sérstaklega ef maður hefur ekki prófað, en þá er sjarminn við bakstur að prófa sig áfram. Það skiptir engu máli þó maður nái ekki útlitinu alveg eins og myndin segir, heldur er það bragðið sem ræður ríkjum. Svo bakar maður aftur og aftur og fyrr en varir verður baksturinn leikur einn.“ Hún segir alla einhvern tíma gera mistök þegar kemur að bakstri en þá sé lykillinn að halda áfram að æfa sig. Gerir ekkert til þó það klikki í fyrsta sinn, það hefur klikkað hjá okkur öllum. Trúið mér! Eva segir flesta lenda í því að klúðra bakstrinum við og við og þá sé um að gera að halda áfram. Bragðið sé þó það sem skipti mestu máli, en ekki útlit kökunnar. Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Hrærivélin enn ekki brætt úr sér Ef við byrjum alveg á byrjuninni. Hvaða áhöld er gott að eiga þegar kemur að bakstri? „Hrærivél, ég nota mína svakalega, svakalega mikið. Ég fékk fyrst um sinn gömlu vélina hjá tengdaforeldrum mínum sem virkaði mjög vel og fylgdi okkur í nokkur ár áður en við eignuðumst okkar eigin. Þetta er vél sem mun væntanlega fylgja okkur út lífið nema hún bræði úr sér við allan baksturinn – hún hefur gengið í gegnum tvær kökubækur og hefur enn ekki klikkað. Hrærivélin sem um ræðir er að gerðinni Kitchen Aid og segir Eva kaupin vissulega vera ákveðna fjárfestingu. „En þetta er góð fjárfesting sem ég myndi alltaf mæla með. Góð bökunarform skipta einnig máli, það þarf ekki að eiga mjög mörg form, frekar að eiga fá form og góð. Sleikjur og mæliskeiðar og þá eruð þið í nokkuð góðum málum.“ Undirbúningurinn skiptir mestu máli Það sem er í mestri notkun hjá Evu er að sjálfsögðu hrærivélin og formin og segist hún mæla eindregið með því að nota sprey til að smyrja formin. Það skiptir lykilmáli að smyrja. Við gleymum því allof oft og þá kemur okkur á óvart af hverju kökurnar festast í formum. Undirbúningurinn skiptir máli, smá vinna en vel þess virði. Svo er að lesa yfir uppskriftina nokkrum sinnum og athuga hvort allt sé ekki örugglega til. Það er ótrúlegt hvað maður getur gleymt nokkrum atriðum þrátt fyrir að lesa yfir uppskrift. Það er ekkert leiðinlegra en að þurfa að stökkva út í búð í miðjum bakstri. Hvaða mistök heldur þú að sé algengt að fólk geri þegar það er að byrja að reyna fyrir sér í bakstri? „Hjá mér var það að lesa ekki uppskriftir nægilega vel og kæla ekki kökurnar, þess háttar smáatriði. Það má segja að það sé skortur á þolinmæði sem hefur háð mér og alls ekki hjálpað þegar kemur að bakstrinum. Þolinmæðin er nauðsynleg í bakstri.“ Eva segist njóta þess mikið að baka með stelpunum sínum og börn upplifi miklar gæðastundir við bakstur með sínum nánustu. Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Stress að baka fyrir barnaafmæli Eva Laufey segist mæla með einfaldari uppskriftum sem eru ekki í mörgum skrefum fyrir þá sem hafa ekki mikla reynslu og vilja byrja að æfa sig. „Smábitakökur eru til dæmis fremur einfaldar og þægilegar. Ágætt er að byrja á því og smám saman byggja upp öryggi í aðeins flóknari uppskriftir. En það er eins og með allt, þetta virðist flókið í fyrstu en um leið og þú hefur prófað verður þetta leikur einn.“ Eva segist una sér best að baka snemma á morgnana um helgar eða eftir vinnu á virkum dögum. Sumir fara í jóga en ég gríp nokkur hráefni og baka. Það er mín hugleiðsla og ég róast öll við baksturinn. Nema þegar ég er að baka fyrir barnaafmæli. Þá vottar nú fyrir smá stressi, smá! Elskaði að baka með ömmu og mömmu Það eru fimm ár síðan Eva gaf síðast út bakstursbók og segir hún að tíma hafi verið komin á nýja. „Mig langaði að gefa út almenna bakstursbók. Brauðmeti og kökur saman í eitt. Smá saman hef ég safnað uppskriftum í þessa bók og svo var það í sumar að ég settist loksins niður og fór að skrifa hana almennilega.“ Bókin ber nafnið Bakað með Evu og segir hún markmiðið hafa verið það að gefa út bakstursbók fyrir alla fjölskylduna. Þessar stundir eru svo dýrmætar. Ég elska að baka með stelpunum mínum og sjálf elskaði ég þegar ég fékk að baka með ömmu minni og mömmu. „Börn eru svo áhugasöm og þetta er þess vegna kjörið tækifæri að huggulegum samverustundum.“ Hún segir bókina Bakað með Evu geyma mjög fjölbreyttar uppskriftir þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Kanilkossar (25-30 kökur) Kanilkossar Evu Laufeyjar.Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir „Sætir kanilkossar með hvítu súkkulaði er eitt það besta sem ég fæ og baka ég þá allt árið um kring. Einstaklega mjúkar og góðar kökur sem ég fæ bara ekki nóg af.“ Uppskrift: 220 g smjör, við stofuhita 200 g hreinn rjómaostur, við stofuhita 225 g púðursykur 225 g sykur 2 egg 2 tsk vanillusykur 600 g hveiti ½ tsk. salt 3 tsk. kanill 1 tsk. lyftiduft 4 msk. mjólk ·100 g hvítt súkkulaði Til að rúlla deiginu í: 100g sykur 2 tsk kanill Aðferð: Hitið ofninn í 180°C (blástur). Hrærið smjöri, rjómaosti og sykri saman þar til blandan verður kremkennd. Bætið eggjum út í, einu í einu, og hrærið vel á milli. Setjið þurrefnin saman við deigið og hrærið vel. Hellið mjólkinni út í deigið í nokkrum skömmtum. Setjið deigið í kæli minnst í 30 mínútur (má gjarnan vera lengur). Mótið litlar kúlur með teskeiðum, rúllið þeim upp úr kanilsykri og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Bakið við 180°C í 13-15 mínútur. Bræðið hvítt súkkulaði og hellið yfir kökurnar í lokin.
Matarást Uppskriftir Kökur og tertur Smákökur Bókaútgáfa Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira