Vill að Livramento fái meiri vernd frá dómurum deildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2021 18:00 Tino Livramento liggur kylliflatur eftir að Anwar El Ghazi braut á honum í leik Southampton og Aston Villa skömmu fyrir landsleikjahlé. Robin Jones/Getty Images Tino Livramento, hægri bakvörður Southampton, er einn af þeim leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem er hvað oftast brotið á. Ralph Hasenhüttl, þjálfari liðsins, segir að Livramento verði að fá meiri vernd frá dómurum ensku úrvalsdeildarinnar. Hinn 19 ára gamli Livramento gekk í raðir Southampton fyrir tímabilið frá Chelsea þar sem Lundúnaliðið er með fjölda hægri bakvarða á sínum snærum. Livramento fór beint í byrjunarlið Southampton og hefur staðið sig með prýði. Það kemur hins vegar verulega á óvart – nema eflaust stuðningsfólk Southampton – að Livramento sé einn af þeim leikmönnum sem er hvað oftast brotið á af öllum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Þurfti hann til að mynda að draga sig úr hópi U-21 árs landsliðs Englands nú á dögunum vegna meiðsla. The Athletic greinir frá og í grein þeirra tekur Þjóðverjinn Hasenhüttl fram að hann vilji sjá dómara deildarinnar vernda sinn mann betur. „Hann er mjög fljótur, með og án bolta. Þegar hann gefur boltann þá er eina leiðin til að stöðva hann að brjóta á honum því annars er hann horfinn,“ sagði Hasenhüttl í viðtali fyrir leik Southampton og Norwich City um helgina. Ralph Hasenhuttl believes Livramento needs more protection from Premier League referees.The 19-year-old had to withdraw from England Under-21 duty after being repeatedly felled during #SaintsFC's 1-0 win over #AVFCMore from @dansheldonsport https://t.co/7lrRjyifyd— The Athletic UK (@TheAthleticUK) November 19, 2021 „Hann hefur verið einn af okkar betri leikmönnum og við verðum að nota hann eins mikið og mögulegt er. Það er góðs viti að hann er líflegur og það sé erfitt að stöðva hann. Svo lengi sem hann er ekki meiddur er þetta í lagi en við verðum að hugsa vel um hann. Dómarar deildarinnar mættu gera slíkt hið sama, í síðasta leik hefði leikmaður mótherjanna átt að fjúka út af eftir hálftíma leik eftir að hafa brotið á Livramento.“ „Þeir (dómarar ensku úrvalsdeildarinnar) verða að hafa augun opin í aðstæðum sem þessum. Ég hef ekki áhyggjur af honum samt þar sem hann hefur hæfileikana og vill fara einn á einn. Það er það sem ég vill sjá,“ sagði Hasenhüttl að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Livramento gekk í raðir Southampton fyrir tímabilið frá Chelsea þar sem Lundúnaliðið er með fjölda hægri bakvarða á sínum snærum. Livramento fór beint í byrjunarlið Southampton og hefur staðið sig með prýði. Það kemur hins vegar verulega á óvart – nema eflaust stuðningsfólk Southampton – að Livramento sé einn af þeim leikmönnum sem er hvað oftast brotið á af öllum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Þurfti hann til að mynda að draga sig úr hópi U-21 árs landsliðs Englands nú á dögunum vegna meiðsla. The Athletic greinir frá og í grein þeirra tekur Þjóðverjinn Hasenhüttl fram að hann vilji sjá dómara deildarinnar vernda sinn mann betur. „Hann er mjög fljótur, með og án bolta. Þegar hann gefur boltann þá er eina leiðin til að stöðva hann að brjóta á honum því annars er hann horfinn,“ sagði Hasenhüttl í viðtali fyrir leik Southampton og Norwich City um helgina. Ralph Hasenhuttl believes Livramento needs more protection from Premier League referees.The 19-year-old had to withdraw from England Under-21 duty after being repeatedly felled during #SaintsFC's 1-0 win over #AVFCMore from @dansheldonsport https://t.co/7lrRjyifyd— The Athletic UK (@TheAthleticUK) November 19, 2021 „Hann hefur verið einn af okkar betri leikmönnum og við verðum að nota hann eins mikið og mögulegt er. Það er góðs viti að hann er líflegur og það sé erfitt að stöðva hann. Svo lengi sem hann er ekki meiddur er þetta í lagi en við verðum að hugsa vel um hann. Dómarar deildarinnar mættu gera slíkt hið sama, í síðasta leik hefði leikmaður mótherjanna átt að fjúka út af eftir hálftíma leik eftir að hafa brotið á Livramento.“ „Þeir (dómarar ensku úrvalsdeildarinnar) verða að hafa augun opin í aðstæðum sem þessum. Ég hef ekki áhyggjur af honum samt þar sem hann hefur hæfileikana og vill fara einn á einn. Það er það sem ég vill sjá,“ sagði Hasenhüttl að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira