Menning

RAX Augnablik: Stórkostleg undraveröld íshellanna

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ragnar hefur farið í fjölmarga íshella ásamt Einari Sigurðssyni, einum af helstu frumkvöðlum þess að finna og kanna þessa hella. Það leynast miklir töfrar í aldagömlum jökulísnum og Ragnar sér alltaf eitthvað nýtt þegar hann beinir myndavélinni inn í ísinn, í þeirri undraveröld sem íshellar undir jökli eru...
Ragnar hefur farið í fjölmarga íshella ásamt Einari Sigurðssyni, einum af helstu frumkvöðlum þess að finna og kanna þessa hella. Það leynast miklir töfrar í aldagömlum jökulísnum og Ragnar sér alltaf eitthvað nýtt þegar hann beinir myndavélinni inn í ísinn, í þeirri undraveröld sem íshellar undir jökli eru... Vísir/RAX

„Ég ólst eiginlega upp undir jöklinum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson.

„Jökullinn á svolítið stóran stað í hjarta mans, þetta var hvítur risi sem manni þótti og þykir vænt um.“

Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn frá einstökum ljósmyndum sem hann hefur náð af jöklum og íshellum á Íslandi.

„Ljósmyndarar flippa út þegar þeir koma inn í þetta,“ segir RAX um stórkostlegu íshellana sem finna má hér á landi. Sérstakan áhuga hefur hann á andlitum og fígúrum sem hann sér móta fyrir í ísnum. 

Frásögnina og þessar einstöku ljósmyndir má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Undraveröld íshellanna er rúmar fjórar mínútur.

Klippa: RAX Augnablik - Undraveröld íshellanna

Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. 

Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.


Ljósmyndarinn hefur í gegnum sinn feril myndað bráðnun jöklanna bæði hér á landi, á Grænlandi og víðar. Í þættinum Íslensku jöklarnir talaði hann líka um samband sitt við hvítu risana. 

Í þættinum Skilaboð blávatnana fjallaði hann um einstök vötn á jöklum Grænlands. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.