Auglýstu og voru komin með þrjátíu manna hóp eftir klukkustund Snorri Másson skrifar 20. nóvember 2021 19:34 Vífill Ari er á meðal læknanema sem hefur skráð sig til leiks í úthringiveri Covid-göngudeildarinnar. Það veitir ekki af. Vísir Landspítalanum er sífellt stærri vandi á höndum við að manna störf og álagið er enn stigvaxandi vegna faraldursins. Í gær var gripið til nýs ráðs í úthringiveri Covid-göngudeilarinnar, sem bar undraverðan árangur. „Eins og hefur verið augljóst í fjölmiðlum hefur gengið erfiðlega að fá fólk til að koma og taka þátt í hringingum, eðlilega, því það hefur verið kappsmál hjá spítalanum að halda starfsemi sem eðlilegastri þrátt fyrir aukið álag. Þannig að okkur datt í hug að leita til læknanema og við auglýstum eftir hópi klukkan þrjú á föstudegi og klukkutíma síðar voru mættir um 30 manns tilbúnir að leggja hönd á plóg,“ segir Hrafnhildur Linnet Runólfsdóttir, deildarlæknir á Covid-göngudeild. Fréttastofa kynnti sér starfsemi símaversins í dag, hitti nokkra læknanema en einnig heimilislækni á eftirlaunum: Fer beint í reynslubankann Það eru ekki gleðitíðindi sem læknar á eftirlaunum og læknanemar keppast nú við að flytja nýjustu Covid-sjúklingum landsins á vegum göngudeildarinnar. Mönnunarvandinn er alvarlegur og nú síðast lýsti heilbrigðisráðherra áhyggjum af því að neikvæð umræða um starfsaðstæður á Landspítala gæti beinlínis fælt heilbrigðismenntaða frá því að koma til starfa fyrir sjúkrahúsið. Sú umræða hefur greinilega ekki fengið á systkini sem fréttastofa ræddi við, sem voru ánægð að fá hlutastarf með frjálslega vinnutíma. „Þetta er bara mjög spennandi. Þetta fer beint í reynslubankann,“ segir Vífill Ari Hróðmarsson, 3. árs læknanemi. „Já, mér finnst þetta bara mjög gaman,“ segir Eygló Sóley Hróðmarsdóttir, 1. árs læknanemi og systir Vífils. Vífill, sem er kominn lengra í náminu, segir stemninguna á meðal skólasystkina sinna alls ekki þannig að þau vilji ekki vinna á spítalanum vegna aðstæðna þar, nema síður væri. „Þetta er bara frábært tækifæri að geta lagt sitt af mörkum í heimsfaraldri,“ segir Vífill og Eygló efast ekki um að foreldrar þeirra séu stoltir að sjá þau systkini stíga sín fyrstu skref í heilbrigðiskerfinu, enda bæði læknar. Atvinnurekenda að tryggja bólusetningu verkamanna Reynslumeiri læknir á svæðinu lýsir því að flestir viðmælenda hans séu Íslendingar en þeir sem veikist verst séu erlendir, óbólusettir verkamenn. „Eitt sem hefur komið í ljós er að atvinnurekendur eru að flytja inn fullt af erlendum verkamönnum sem eru óbólusettir. Mér finnst að það eigi að stoppa það af,“ segir Haraldur Óskar Tómasson, heimilislæknir sem er kominn á eftirlaun. Í hópi fjögurra bandarískra ferðamanna, bólusettra í bak og fyrir, hafi til dæmis þrír reynst einkennalausir með bráðsmitandi veiru. „Þannig að eins og dómsmálaráðherra og ferðamálaráðherra vilja, opna landið, ég veit ekki hvað hefði gerst ef þeir hefðu sloppið inn svona og ógreindir,“ segir Haraldur. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tuttugu og tveir á Landspítala vegna Covid Tuttugu og tveir einstaklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid. Af þessum fjölda eru tuttugu með virk smit en fjórir eru á gjörgæslu, þar af þrír í öndunarvél. 20. nóvember 2021 15:55 Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
„Eins og hefur verið augljóst í fjölmiðlum hefur gengið erfiðlega að fá fólk til að koma og taka þátt í hringingum, eðlilega, því það hefur verið kappsmál hjá spítalanum að halda starfsemi sem eðlilegastri þrátt fyrir aukið álag. Þannig að okkur datt í hug að leita til læknanema og við auglýstum eftir hópi klukkan þrjú á föstudegi og klukkutíma síðar voru mættir um 30 manns tilbúnir að leggja hönd á plóg,“ segir Hrafnhildur Linnet Runólfsdóttir, deildarlæknir á Covid-göngudeild. Fréttastofa kynnti sér starfsemi símaversins í dag, hitti nokkra læknanema en einnig heimilislækni á eftirlaunum: Fer beint í reynslubankann Það eru ekki gleðitíðindi sem læknar á eftirlaunum og læknanemar keppast nú við að flytja nýjustu Covid-sjúklingum landsins á vegum göngudeildarinnar. Mönnunarvandinn er alvarlegur og nú síðast lýsti heilbrigðisráðherra áhyggjum af því að neikvæð umræða um starfsaðstæður á Landspítala gæti beinlínis fælt heilbrigðismenntaða frá því að koma til starfa fyrir sjúkrahúsið. Sú umræða hefur greinilega ekki fengið á systkini sem fréttastofa ræddi við, sem voru ánægð að fá hlutastarf með frjálslega vinnutíma. „Þetta er bara mjög spennandi. Þetta fer beint í reynslubankann,“ segir Vífill Ari Hróðmarsson, 3. árs læknanemi. „Já, mér finnst þetta bara mjög gaman,“ segir Eygló Sóley Hróðmarsdóttir, 1. árs læknanemi og systir Vífils. Vífill, sem er kominn lengra í náminu, segir stemninguna á meðal skólasystkina sinna alls ekki þannig að þau vilji ekki vinna á spítalanum vegna aðstæðna þar, nema síður væri. „Þetta er bara frábært tækifæri að geta lagt sitt af mörkum í heimsfaraldri,“ segir Vífill og Eygló efast ekki um að foreldrar þeirra séu stoltir að sjá þau systkini stíga sín fyrstu skref í heilbrigðiskerfinu, enda bæði læknar. Atvinnurekenda að tryggja bólusetningu verkamanna Reynslumeiri læknir á svæðinu lýsir því að flestir viðmælenda hans séu Íslendingar en þeir sem veikist verst séu erlendir, óbólusettir verkamenn. „Eitt sem hefur komið í ljós er að atvinnurekendur eru að flytja inn fullt af erlendum verkamönnum sem eru óbólusettir. Mér finnst að það eigi að stoppa það af,“ segir Haraldur Óskar Tómasson, heimilislæknir sem er kominn á eftirlaun. Í hópi fjögurra bandarískra ferðamanna, bólusettra í bak og fyrir, hafi til dæmis þrír reynst einkennalausir með bráðsmitandi veiru. „Þannig að eins og dómsmálaráðherra og ferðamálaráðherra vilja, opna landið, ég veit ekki hvað hefði gerst ef þeir hefðu sloppið inn svona og ógreindir,“ segir Haraldur.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tuttugu og tveir á Landspítala vegna Covid Tuttugu og tveir einstaklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid. Af þessum fjölda eru tuttugu með virk smit en fjórir eru á gjörgæslu, þar af þrír í öndunarvél. 20. nóvember 2021 15:55 Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Tuttugu og tveir á Landspítala vegna Covid Tuttugu og tveir einstaklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid. Af þessum fjölda eru tuttugu með virk smit en fjórir eru á gjörgæslu, þar af þrír í öndunarvél. 20. nóvember 2021 15:55
Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00