Íslendingum fjölgar á CrossFit mótinu í eyðimörkinni i desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 08:29 Oddrún Eik Gylfadóttir hefur nú staðfest að hún fær að keppa á heimavelli í desember. Þessi íslenska CrossFit kona hefur búið í Dúbaí undanfarin ár. Instagram/@eikgylfadottir Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir verða ekki einu íslensku keppendurnir á Dubai CrossFit Championship í næsta mánuði því það fjölgaði í íslenska hópnum um helgina. Oddrún Eik Gylfadóttir sagði frá því í gær að hún hafði gengið staðfestan þátttökurétt á Dúbaí mótinu í ár en það fer fram 16. til 18. desember næstkomandi. Mótið í Dúbaí verður fyrsta mótið hjá Söru Sigmundsdóttir eftir krossbandsslit gangi allt að óskum hjá henni en Suðurnesjamærin er á fullu við æfingar í Dúbaí og ætlar sér að vera með. View this post on Instagram A post shared by EikGylfadottir (@eikgylfadottir) Sara fékk boð á mótið og hefur titil að verja því hún vann mótið þegar það var haldið síðast í desember 2019. Þuríður Erla Helgadóttir fékk líka boð á mótið en það fengu tuttugu af bestu CrossFit konum heimsins. Oddrún Eik er með aðsetur í Dúbaí, er hjá CrossFit EHOH og hefur oft keppt á þessu móti árlega móti. Hún náði þrettánda sætinu þegar mótið fór fram síðast. Eik hefur líka keppt á heimsleikunum og náði sínum besta árangri árið 2018 þegar hún náði 26. sætinu. Eik hefur vanalega fengið tækifæri til að vinna sér þátttökurétt í undankeppni mótsins í Dúbaí en það var engin slík undankeppni á dagskrá í ár. Eik sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum í síðustu viku að eina von hennar um að fá að keppa á mótinu var ef einhverjir hættu við af þeim sem var boðið á mótið. „Ég er að bíða og vonast eftir boði á Dubai CrossFit Championship. Eitt af stóru markmiðum mínum á árinu var að keppa á heimavelli. Það er engin undankeppni í ár og ég hafði því enga möguleika á að sýna það og sanna að ég væri í formi til að keppa. Ég bíð því bara þolinmóð eftir því að einhver afboði flugið sitt,“ skrifaði Oddrún Eik Gylfadóttir á fésbókarsíðu sína fyrir helgi. Henni varð greinilega að ósk sinni um helgina því í gær lét hún vita af því að boðið hennar á Dubai CrossFit Championship væri í höfn. CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Oddrún Eik Gylfadóttir sagði frá því í gær að hún hafði gengið staðfestan þátttökurétt á Dúbaí mótinu í ár en það fer fram 16. til 18. desember næstkomandi. Mótið í Dúbaí verður fyrsta mótið hjá Söru Sigmundsdóttir eftir krossbandsslit gangi allt að óskum hjá henni en Suðurnesjamærin er á fullu við æfingar í Dúbaí og ætlar sér að vera með. View this post on Instagram A post shared by EikGylfadottir (@eikgylfadottir) Sara fékk boð á mótið og hefur titil að verja því hún vann mótið þegar það var haldið síðast í desember 2019. Þuríður Erla Helgadóttir fékk líka boð á mótið en það fengu tuttugu af bestu CrossFit konum heimsins. Oddrún Eik er með aðsetur í Dúbaí, er hjá CrossFit EHOH og hefur oft keppt á þessu móti árlega móti. Hún náði þrettánda sætinu þegar mótið fór fram síðast. Eik hefur líka keppt á heimsleikunum og náði sínum besta árangri árið 2018 þegar hún náði 26. sætinu. Eik hefur vanalega fengið tækifæri til að vinna sér þátttökurétt í undankeppni mótsins í Dúbaí en það var engin slík undankeppni á dagskrá í ár. Eik sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum í síðustu viku að eina von hennar um að fá að keppa á mótinu var ef einhverjir hættu við af þeim sem var boðið á mótið. „Ég er að bíða og vonast eftir boði á Dubai CrossFit Championship. Eitt af stóru markmiðum mínum á árinu var að keppa á heimavelli. Það er engin undankeppni í ár og ég hafði því enga möguleika á að sýna það og sanna að ég væri í formi til að keppa. Ég bíð því bara þolinmóð eftir því að einhver afboði flugið sitt,“ skrifaði Oddrún Eik Gylfadóttir á fésbókarsíðu sína fyrir helgi. Henni varð greinilega að ósk sinni um helgina því í gær lét hún vita af því að boðið hennar á Dubai CrossFit Championship væri í höfn.
CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira