Rússneskur aðmíráll segir kafbát NATO hafa verið siglt á Kursk Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2021 15:19 Frá minnisvarða um Kursk og áhöfn kafbátsins í Murmansk. Getty/Lev Fedoseyev Vyachselav Popov, fyrrverandi aðmíráll í Rússlandi, heldur því fram að kafbátur frá ríki í Atlantshafsbandalaginu hafi valdið því að rússneski kafbáturinn Kursk hafi sokkið árið 2000. Eigin rannsókn Rússa leiddi í ljós að kafbáturinn sökk eftir sprengingu vegna gallaðs tundurskeytis. Popov stýrði norðurflota Rússlands þegar Kursk sökk við æfingar í Barentshafi. Hann hélt því fram í viðtali við RIA Novosti, fréttaveitu sem er í eigu rússneska ríkisins, að Kursk hafi lent í árekstri við kafbát frá NATO. Hann sagði þann kafbát hafa sent út neyðarskilaboð frá svæðinu. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Popov ekki hvaða kafbát væri um að ræða og viðurkenndi að hann gæti ekki fært sönnur fyrir máli sínu. Popov var harðlega gagnrýndu á sínum tíma fyrir viðbrögðin við vanda áhafnar Kursk. Hann hefur áður haldið því fram að NATO hafi ollið slysinu en án árangurs. Samkvæmt Washington Post hefur því áður verið haldið fram að tveir bandarískir kafbátar og einn breskur hafi sést á svæðinu þegar sprengingin varð í Kursk. Flestir í 118 manna áhöfn kafbátsins dóu samstundis og hann sökk til botns en var þó einungis á 108 metra dýpi. Tuttugu og þrír sjóliðar í hólfi aftarlega í Kursk lifðu þó sprenginguna af og biðu eftir hjálp. Rússar voru gagnrýndir fyrir að bíða í margar klukkustundir með að hefja leit að kafbátnum og svo afþökkuðu þeir hjálp annarra ríkja. Margar misheppnaðar tilraunir voru gerðar til að senda rússneska smákafbáta til aðstoðar sjóliðunum sem voru lifandi. Áhugasamir geta horft á heimildarmynd Discovery um Kursk hér að neðan. Viku eftir að skipið sökk buðu Rússar norskum köfurum að hjálpa og það tók þá nokkrar klukkustundir að opna neyðarlúgu Kursk. Þá voru allir um borð látnir. Kafbáturinn var hífður af hafsbotni í október 2001 og leiddi rannsókn í ljós að sprenging hafi orðið vegna leka frá gölluðu tundurskeyti. Rannsókn sýndi einnig fram á að sjóliðarnir sem lifðu af upprunalega köfnuðu líklega eftir um átta klukkustundir. Það er löngu áður en nokkur hjálp hefði getað borist. Dimítrí Peskov, talsmaður Kreml, sagði í dag að ekkert tilefni væri til að tala frekar um Kursk og ummæli aðmírálsins. Rannsókn hefði fyrir löngu leitt í ljós hvað kom fyrir. „Rannsakendur komust að niðurstöðu og því viðjum við ekkert tjá okkur um aðrar kenningar,“ hefur TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir Peskov. Rússland NATO Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Popov stýrði norðurflota Rússlands þegar Kursk sökk við æfingar í Barentshafi. Hann hélt því fram í viðtali við RIA Novosti, fréttaveitu sem er í eigu rússneska ríkisins, að Kursk hafi lent í árekstri við kafbát frá NATO. Hann sagði þann kafbát hafa sent út neyðarskilaboð frá svæðinu. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Popov ekki hvaða kafbát væri um að ræða og viðurkenndi að hann gæti ekki fært sönnur fyrir máli sínu. Popov var harðlega gagnrýndu á sínum tíma fyrir viðbrögðin við vanda áhafnar Kursk. Hann hefur áður haldið því fram að NATO hafi ollið slysinu en án árangurs. Samkvæmt Washington Post hefur því áður verið haldið fram að tveir bandarískir kafbátar og einn breskur hafi sést á svæðinu þegar sprengingin varð í Kursk. Flestir í 118 manna áhöfn kafbátsins dóu samstundis og hann sökk til botns en var þó einungis á 108 metra dýpi. Tuttugu og þrír sjóliðar í hólfi aftarlega í Kursk lifðu þó sprenginguna af og biðu eftir hjálp. Rússar voru gagnrýndir fyrir að bíða í margar klukkustundir með að hefja leit að kafbátnum og svo afþökkuðu þeir hjálp annarra ríkja. Margar misheppnaðar tilraunir voru gerðar til að senda rússneska smákafbáta til aðstoðar sjóliðunum sem voru lifandi. Áhugasamir geta horft á heimildarmynd Discovery um Kursk hér að neðan. Viku eftir að skipið sökk buðu Rússar norskum köfurum að hjálpa og það tók þá nokkrar klukkustundir að opna neyðarlúgu Kursk. Þá voru allir um borð látnir. Kafbáturinn var hífður af hafsbotni í október 2001 og leiddi rannsókn í ljós að sprenging hafi orðið vegna leka frá gölluðu tundurskeyti. Rannsókn sýndi einnig fram á að sjóliðarnir sem lifðu af upprunalega köfnuðu líklega eftir um átta klukkustundir. Það er löngu áður en nokkur hjálp hefði getað borist. Dimítrí Peskov, talsmaður Kreml, sagði í dag að ekkert tilefni væri til að tala frekar um Kursk og ummæli aðmírálsins. Rannsókn hefði fyrir löngu leitt í ljós hvað kom fyrir. „Rannsakendur komust að niðurstöðu og því viðjum við ekkert tjá okkur um aðrar kenningar,“ hefur TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir Peskov.
Rússland NATO Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira