Svona nærðu auknum árangri á æfingu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 09:31 Þjálfarinn Sara Snædís byrjaði með fjarþjálfun þegar faraldurinn hófst og þjálfar nú konur um allan heim. With Sara Við erum flest með þétta dagskrá og fyrir marga skiptir það því miklu máli að vera skilvirkur og fá sem mest út úr hverjum klukkutíma af deginum. Sama á við um hreyfingu, við viljum flest fá sem mest út úr hverri æfingu. Þessi tími er dýrmætur og við viljum ekki sóa honum. Sara Snædís þjálfari hjá WithSara og pistlahöfundur gefur hér nokkur góð ráð fyrir þá sem vilja ná auknum árangri með æfingum sínum. „Að ná auknum árangri á æfingu er samspil margra þátta en oft yfirsjást okkur mikilvæg atriði,“útskýrir Sara. „Hreyfing snýst ekki eingöngu um að svitna, brenna kaloríum og mæta í mestu puð tímana. Að auki eru mikilvægir þættir sem hjálpa okkur við að ná enn betri árangri eins og agi, rétt öndun, góð líkamsstaða, mataræði og að velja hreyfingu sem vekur ánægju og gleði. Þegar þessi atriði vinna vel saman þá muntu sjá meiri framfarir og árangur í áttina að þínum markmiðum.“ Hér fyrir neðan má lesa fimm ráð frá Söru. Æfðu reglulega Til að vaxa og ná þínum markmiðum í hreyfingu skiptir máli að vera stefnufastur í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Skapa þarf venjur og fylgja þeim eftir með góðum aga og stöðugleika. Hver sem er getur gert það, en það þarf rétt hugarfar og leggja á sig vinnuna til þess að sjá árangur. Það sem skiptir meginmáli er að hafa skýra stefnu og setja sér raunhæf markmið sem munu hjálpa þér að ná þeim árangri sem þig dreymir um að ná. Það er hugafarið sem á það til að halda aftur af manni og því þarf að passa vel að það taki ekki stjórnina með efasemdum og neikvæðni. Það getur verið erfitt að gíra sig upp og byrja, en ekki láta það aftra þér. Byrjaðu rólega og taktu einn dag í einu. Rétt öndun Að anda rétt á æfingu hefur gífurlega mikil áhrif á gæði æfingarinnar. Það er munur á grunnum andardrætti og djúpum. Með því að anda grunnt kemst minna loft til lungnana og þar af leiðandi minna af súrefnisríku lofti. Þá fá vöðvarnir ekki eins mikið súrefni og verða fyrr þreyttir. Þetta veldur því að þeir geta ekki nýtt allan sinn kraft á æfingunni. Hins vegar hefur djúpöndun dýpri virkni og kemur nægu súrefni til vöðvanna og afkastageta þeirra eykst. Með því að tileinka þér rétta öndun ertu strax búinn að tryggja betri árangur á æfingunni. Næring Góð næring hefur bæði áhrif á frammistöðu á æfingu sem og endurheimt eftir hana. Matur gefur okkur mismikla orku og því þarf að vanda valið vel hvað varðar það sem við borðum fyrir og eftir æfingu svo að hann hafi ekki neikvæð áhrif á frammistöðuna. Withsara leggur mikið upp úr því að við borðum hreina og óunna fæðu en hver og einn þarf að finna út sjálfur hvað virkar best fyrir hann. Ef þú ákveður að borða heila máltíð fyrir æfingu þá mælum við með að þú borðir hana að minnsta kosti tveimur tímum fyrir æfinguna. En ef þú færð þér létt snarl þá ættu 30 mínútur að duga áður en þú tekur æfingu. Það sem þú ákveður að fá þér fyrir æfingu ætti að vera auðmeltanlegt, innihalda kolvetni og smá prótein eins og til dæmis banani, egg, heilhveitibrauð, hafragrautur, chiagrautur eða epli með hnetusmjöri. With Sara Góð líkamsstaða Það er mikilvægt að huga að góðri líkamstöðu við æfingar. Það getur spornað gegn meiðslum og stuðlar að betri frammistöðu á æfingunni. Góður þjálfari ætti alltaf að minna á mikilvægi réttrar líkamstöðu og útskýra vel hvernig eigi að gera æfingarnar. Á þann hátt öðlast þú meiri skilning og öryggi við æfingarnar og meiri árangur næst við útfærslu þeirra. Hafðu gaman af því að æfa Síðast en ekki síst er að njóta þess að æfa. Að finna æfingarform sem vekur ánægju er hvetjandi og hjálpar þér að halda reglulega áfram. Umhverfið sem þú æfir í skiptir máli líka og getur rýmið bæði ýtt undir árangur og dregið úr árangri ef þér líður ekki vel. Þessi þáttur er oft vanmetinn og margir sem púla áfram í rými sem veldur vanlíðan verður til þess að þeir endist ekki í þeirri hreyfingu. Veldu þér rými sem þér líður vel í, veldu æfingar sem láta þér líða vel bæði andlega og líkamlega og vertu viss um að þú finnir fyrir vellíðan eftir æfingu. „Withsara býður upp á heimaæfingar sem vinna að því að styrkja og tóna líkamann undir leiðsögn Söru Snædísar sem hefur yfir tíu ára reynslu við þjálfun kvenna. Hún leggur mikið upp úr góðri tækni og líkamsstöðu og skapar þægilega stemningu í því rými sem þér líður best í, hvort sem það er heima við, í teygjurýminu í ræktinni eða fundarherberginu í vinnunni. Eina sem þú þarft er tölva eða sími og þú getur tekið æfingu hvenær sem þér hentar.“ Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Sara Snædís þjálfari hjá WithSara og pistlahöfundur gefur hér nokkur góð ráð fyrir þá sem vilja ná auknum árangri með æfingum sínum. „Að ná auknum árangri á æfingu er samspil margra þátta en oft yfirsjást okkur mikilvæg atriði,“útskýrir Sara. „Hreyfing snýst ekki eingöngu um að svitna, brenna kaloríum og mæta í mestu puð tímana. Að auki eru mikilvægir þættir sem hjálpa okkur við að ná enn betri árangri eins og agi, rétt öndun, góð líkamsstaða, mataræði og að velja hreyfingu sem vekur ánægju og gleði. Þegar þessi atriði vinna vel saman þá muntu sjá meiri framfarir og árangur í áttina að þínum markmiðum.“ Hér fyrir neðan má lesa fimm ráð frá Söru. Æfðu reglulega Til að vaxa og ná þínum markmiðum í hreyfingu skiptir máli að vera stefnufastur í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Skapa þarf venjur og fylgja þeim eftir með góðum aga og stöðugleika. Hver sem er getur gert það, en það þarf rétt hugarfar og leggja á sig vinnuna til þess að sjá árangur. Það sem skiptir meginmáli er að hafa skýra stefnu og setja sér raunhæf markmið sem munu hjálpa þér að ná þeim árangri sem þig dreymir um að ná. Það er hugafarið sem á það til að halda aftur af manni og því þarf að passa vel að það taki ekki stjórnina með efasemdum og neikvæðni. Það getur verið erfitt að gíra sig upp og byrja, en ekki láta það aftra þér. Byrjaðu rólega og taktu einn dag í einu. Rétt öndun Að anda rétt á æfingu hefur gífurlega mikil áhrif á gæði æfingarinnar. Það er munur á grunnum andardrætti og djúpum. Með því að anda grunnt kemst minna loft til lungnana og þar af leiðandi minna af súrefnisríku lofti. Þá fá vöðvarnir ekki eins mikið súrefni og verða fyrr þreyttir. Þetta veldur því að þeir geta ekki nýtt allan sinn kraft á æfingunni. Hins vegar hefur djúpöndun dýpri virkni og kemur nægu súrefni til vöðvanna og afkastageta þeirra eykst. Með því að tileinka þér rétta öndun ertu strax búinn að tryggja betri árangur á æfingunni. Næring Góð næring hefur bæði áhrif á frammistöðu á æfingu sem og endurheimt eftir hana. Matur gefur okkur mismikla orku og því þarf að vanda valið vel hvað varðar það sem við borðum fyrir og eftir æfingu svo að hann hafi ekki neikvæð áhrif á frammistöðuna. Withsara leggur mikið upp úr því að við borðum hreina og óunna fæðu en hver og einn þarf að finna út sjálfur hvað virkar best fyrir hann. Ef þú ákveður að borða heila máltíð fyrir æfingu þá mælum við með að þú borðir hana að minnsta kosti tveimur tímum fyrir æfinguna. En ef þú færð þér létt snarl þá ættu 30 mínútur að duga áður en þú tekur æfingu. Það sem þú ákveður að fá þér fyrir æfingu ætti að vera auðmeltanlegt, innihalda kolvetni og smá prótein eins og til dæmis banani, egg, heilhveitibrauð, hafragrautur, chiagrautur eða epli með hnetusmjöri. With Sara Góð líkamsstaða Það er mikilvægt að huga að góðri líkamstöðu við æfingar. Það getur spornað gegn meiðslum og stuðlar að betri frammistöðu á æfingunni. Góður þjálfari ætti alltaf að minna á mikilvægi réttrar líkamstöðu og útskýra vel hvernig eigi að gera æfingarnar. Á þann hátt öðlast þú meiri skilning og öryggi við æfingarnar og meiri árangur næst við útfærslu þeirra. Hafðu gaman af því að æfa Síðast en ekki síst er að njóta þess að æfa. Að finna æfingarform sem vekur ánægju er hvetjandi og hjálpar þér að halda reglulega áfram. Umhverfið sem þú æfir í skiptir máli líka og getur rýmið bæði ýtt undir árangur og dregið úr árangri ef þér líður ekki vel. Þessi þáttur er oft vanmetinn og margir sem púla áfram í rými sem veldur vanlíðan verður til þess að þeir endist ekki í þeirri hreyfingu. Veldu þér rými sem þér líður vel í, veldu æfingar sem láta þér líða vel bæði andlega og líkamlega og vertu viss um að þú finnir fyrir vellíðan eftir æfingu. „Withsara býður upp á heimaæfingar sem vinna að því að styrkja og tóna líkamann undir leiðsögn Söru Snædísar sem hefur yfir tíu ára reynslu við þjálfun kvenna. Hún leggur mikið upp úr góðri tækni og líkamsstöðu og skapar þægilega stemningu í því rými sem þér líður best í, hvort sem það er heima við, í teygjurýminu í ræktinni eða fundarherberginu í vinnunni. Eina sem þú þarft er tölva eða sími og þú getur tekið æfingu hvenær sem þér hentar.“
Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira