Væntanlegt sjónvarpsefni: Hawkeye heldur upp á jólin Heiðar Sumarliðason skrifar 24. nóvember 2021 14:31 Hawkeye heldur jólin hátíðleg. Það kennir ýmissa grasa á næstu vikum þegar kemur að nýjum sjónvarpsþáttaröðum og kvikmyndum á streymisveitunum, Stöð 2 og RÚV. Hawkeye. Disney. 24. nóvember. Hér er á ferðinni Marvel-þáttaröð, með jólaþema. Jeremy Renner leikur Hawkeye, líkt og í Avengers-myndunum, en hann þarf að komast heim til fjölskyldu sinnar um jólin. Vera úr fortíð hans setur þó strik í reikninginn og fær Hawkeye aðstoð frá Kate Bishop, sem leikin er af Hailee Steinfeld. Hanna 3. Prime Video. 24. nóvember. Þriðja þáttaröð af Hönnu hefst í dag á Prime Video. Þættirnir byggja á samnefndri kvikmynd frá árinu 2011 og fjalla um 15 ára stúlka sem er genabreyttur ofurhermaður. Þess má geta að Ugla Hauksdóttir leikstýrði nokkrum þáttum af annarri þáttaröðinni. True Story. Netflix. 24. nóvember. Í True Story leikur Kevin Hart grínista sem kemur aftur í heimabæ sinn til að troða upp. Hlutirnir fara ekki eins og ætlað var og fyrr en varir er líf hans í hættu. Hér er grínistinn Hart á nýjum slóðum, þar sem True Story er ekki gamanþáttaröð, heldur drama í sjö þáttum. Wesley Snipes leikur annað aðalhlutverkið. Coroner 2. Stöð 2. 24. nóvember. Í annarri þáttaröð af The Coroner höldum við áfram að fylgjast með réttarmeinafræðingnum Dr. Jenny Cooper, en skuggar fortíðar og pillufíkn halda áfram að stríða henni. Þættirnir eru kanadískir og gerast í Toronto. Press. RÚV. 25. nóvember. Ríkissjónvarpið hefur sýningar á sex þátta seríu um breskt dagblað, sem á augljóslega að vera einhverskonar útgáfa af The Sun. Charlotte Riley og Ben Chaplin leika aðalhlutverkin. The Power of the Dog. Netflix. 1. desember. Þrátt fyrir að hafa gert nokkrar kvikmyndir á tímabilinu, hefur hin ný sjálsenska Jane Campion ekki verið sérlega áberandi síðan hún gerði hina frábæru The Piano árið 1993. Nú hefur hún loks gert kvikmynd sem vel er af látið. Benedict Cumberbatch og Kirsten Dunst leika aðalhlutverkin í The Power of the Dog, en hún er talin líkleg til stórræða á næstu Óskarsverðlaunahátíð. Hún er eingöngu sýnd á Netflix. Harlem. Prime Video. 3. desember. Pharrell Williams og Amy Poehler eru meðal framleiðenda gamanþáttaraðarinnar Harlem, sem fjallar um fjórar vinkonur og ævintýri þeirra í New York. Tracy Oliver er manneskjan á bakvið þættina, en hún er höfundur hinnar vinsælu Girls Trip. Encounter. Prime Video. 10. desember. Kvikmyndin Encounter verður frumsýnd á Prime Video, en Riz Ahmed leikur þar fjölskylduföður sem reynir að vernda syni sína í miðri geimveruinnrás. Myndin hefur nú þegar verið sýnd á nokkrum kvikmyndahátíðum og hlotið prýðilega dóma. Unforgivable. Netflix. 10. desember. Unforgivable er kvikmyndaaðlögun á bresku þáttaröðinni Unforgiven frá árinu 2009. Sandra Bullock framleiðir og leikur hlutverk Ruth Slater, sem sleppt er úr fangelsi, en á erfitt með að fóta sig í samfélaginu í kjölfarið. War of the Worlds 2. Stöð 2. 12. desember. Gabriel Byrne og Léa Drucker leika aðalhlutverkin í annarri þáttaröð af þessari mjög svo alþjóðlegu framleiðslu um geimveruinnrás. Þættirnir byggja á samnefndri sögu H.G. Wells og gerast í Frakklandi. Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Hawkeye. Disney. 24. nóvember. Hér er á ferðinni Marvel-þáttaröð, með jólaþema. Jeremy Renner leikur Hawkeye, líkt og í Avengers-myndunum, en hann þarf að komast heim til fjölskyldu sinnar um jólin. Vera úr fortíð hans setur þó strik í reikninginn og fær Hawkeye aðstoð frá Kate Bishop, sem leikin er af Hailee Steinfeld. Hanna 3. Prime Video. 24. nóvember. Þriðja þáttaröð af Hönnu hefst í dag á Prime Video. Þættirnir byggja á samnefndri kvikmynd frá árinu 2011 og fjalla um 15 ára stúlka sem er genabreyttur ofurhermaður. Þess má geta að Ugla Hauksdóttir leikstýrði nokkrum þáttum af annarri þáttaröðinni. True Story. Netflix. 24. nóvember. Í True Story leikur Kevin Hart grínista sem kemur aftur í heimabæ sinn til að troða upp. Hlutirnir fara ekki eins og ætlað var og fyrr en varir er líf hans í hættu. Hér er grínistinn Hart á nýjum slóðum, þar sem True Story er ekki gamanþáttaröð, heldur drama í sjö þáttum. Wesley Snipes leikur annað aðalhlutverkið. Coroner 2. Stöð 2. 24. nóvember. Í annarri þáttaröð af The Coroner höldum við áfram að fylgjast með réttarmeinafræðingnum Dr. Jenny Cooper, en skuggar fortíðar og pillufíkn halda áfram að stríða henni. Þættirnir eru kanadískir og gerast í Toronto. Press. RÚV. 25. nóvember. Ríkissjónvarpið hefur sýningar á sex þátta seríu um breskt dagblað, sem á augljóslega að vera einhverskonar útgáfa af The Sun. Charlotte Riley og Ben Chaplin leika aðalhlutverkin. The Power of the Dog. Netflix. 1. desember. Þrátt fyrir að hafa gert nokkrar kvikmyndir á tímabilinu, hefur hin ný sjálsenska Jane Campion ekki verið sérlega áberandi síðan hún gerði hina frábæru The Piano árið 1993. Nú hefur hún loks gert kvikmynd sem vel er af látið. Benedict Cumberbatch og Kirsten Dunst leika aðalhlutverkin í The Power of the Dog, en hún er talin líkleg til stórræða á næstu Óskarsverðlaunahátíð. Hún er eingöngu sýnd á Netflix. Harlem. Prime Video. 3. desember. Pharrell Williams og Amy Poehler eru meðal framleiðenda gamanþáttaraðarinnar Harlem, sem fjallar um fjórar vinkonur og ævintýri þeirra í New York. Tracy Oliver er manneskjan á bakvið þættina, en hún er höfundur hinnar vinsælu Girls Trip. Encounter. Prime Video. 10. desember. Kvikmyndin Encounter verður frumsýnd á Prime Video, en Riz Ahmed leikur þar fjölskylduföður sem reynir að vernda syni sína í miðri geimveruinnrás. Myndin hefur nú þegar verið sýnd á nokkrum kvikmyndahátíðum og hlotið prýðilega dóma. Unforgivable. Netflix. 10. desember. Unforgivable er kvikmyndaaðlögun á bresku þáttaröðinni Unforgiven frá árinu 2009. Sandra Bullock framleiðir og leikur hlutverk Ruth Slater, sem sleppt er úr fangelsi, en á erfitt með að fóta sig í samfélaginu í kjölfarið. War of the Worlds 2. Stöð 2. 12. desember. Gabriel Byrne og Léa Drucker leika aðalhlutverkin í annarri þáttaröð af þessari mjög svo alþjóðlegu framleiðslu um geimveruinnrás. Þættirnir byggja á samnefndri sögu H.G. Wells og gerast í Frakklandi.
Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira