Enski boltinn

Bruno á bekknum hjá Michael Carrick

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bruno Fernandes dettur á bekkinn hjá Manchester United í dag.
Bruno Fernandes dettur á bekkinn hjá Manchester United í dag. AP/Jon Super

Portúgalinn Bruno Fernandes er ekki í byrjunarliði Manchester United í kvöld þegar liðið mætir Villarreal í Meistaradeildinni í fótbolta.

Þetta er fyrsta byrjunarliðið hjá Michael Carrick sem tók við liðinu tímabundið eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn.

Stóru fréttirnar eru þær að Fernandes og Marcus Rashford byrja á bekknum en þeir Jadon Sancho og Donny van de Beek eru báðir í byrjunarliðinu. Van de Beek fékk fá tækifæri hjá Solskjær en skoraði samt síðasta markið undir hans stjórn um síðustu helgi.

Bruno Fernandes hefur ekki fundið markið í síðustu leikjum og þarf nú að sætta sig við að missa sætið í byrjunarliðið. Hann hefur hins vegar verið að skapa færi fyrir félaga sína eins og sést í tölfræðinni hér fyrir ofan.

Alex Telles kemur inn í liðið í vinstri bakvörðinn fyrir Luke Shaw sem er ekki leikfær.

Manchester United liðið er á toppnum í riðlinum en gæti endað kvöldið í þriðja sæti verði úrslitin liðinu óhagstæð.

  • Fyrsta byrjunarlið Michael Carrick er þannig:
  • David de Gea
  • Aaron Wan-Bissaka
  • Victor Lindelöf
  • Harry Maguire
  • Alex Telles
  • Fred
  • Scott McTominay
  • Donny Van de Beek
  • Jadon Sancho
  • Anthony Martial
  • Cristiano Ronaldo



Fleiri fréttir

Sjá meira


×