Hreinsaður af sök um morð eftir 42 ár í fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2021 08:09 Kevin Strickland var á sínum tíma sakfelldur fyrir að hafa komið að morðum á þremur einstaklingum á heimili í Kansas-borg árið 1979. AP Karlmaður í Missouri í Bandaríkjunum hefur verið hreinsaður af sök um morð og honum sleppt úr fangelsi þar sem hann hafði verið látinn dúsa í 42 ár. Hinn 62 ára Kevin Strickland hafði verið ranglega sakfelldur vegna morða árið 1979 þegar hann var átján ára gamall. BBC segir frá málinu þar sem fram kemur að Strickland hafi alla tíð haldið fram sakleysi sínu. „Ég hélt að þessi dagur myndi aldrei líta dagsins ljós,“ sagði Strickland fyrir utan dómshúsið í gær þar sem hann hafði verið hreinsaður af sök. Aldrei áður í sögu Missouri hefur fangi verið hreinsaður af sök og honum sleppt eftir að hafa setið inni svo lengi, eða í tæplega 15.500 daga. Ólíklegt að hann fái skaðabætur Þrátt fyrir úrskurð dómara í gær er ólíklegt að Strickland muni fá skaðabætur vegna málsins, þar sem lög í Missouri gera ráð fyrir að einungis séu greiddar skaðabætur í málum sem þessum ef fyrir liggja ný sönnunargögn sem byggja á lífsýnum. Það eigi ekki við í þessu máli. Tricia Rojo Bushnell, einn lögfræðinganna í teymi sem hefur barist fyrir lausn Stricklands, fagnaði því að dómari hafi tekið tillit til nýrra sönnunargagna og sagðist himinlifandi með niðurstöðuna í gær. „Ekkert mun þó veita honum aftur þau 43 ár sem hann hefur misst og hann mun snúa aftur til ríkis sem mun ekki greiða honum eitt einasta sent vegna þess tíma sem hann var sviptur. Það er ekki réttlæti,“ sagði Rojo Bushnell. Kevin Strickland ræðir við fjölmiðla eftir að honum var sleppt úr fangelsi í gær.AP Þrýsti á fórnarlamb að benda á Strickland í uppstillingu lögreglu Strickland var dæmdur í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn í fimmtíu ár, vegna morða sem framin voru á heimili í Kansas-borg 25. apríl 1978. Fjórir menn réðust þar inn og skutu þrjú til bana – þau Sherrie Black, 22 ára, Larry Ingram, 22 ára, og John Walker, tuttugu ára. Fjórða fórnarlambið, hin þá tvítuga Cynthia Douglas, slapp lifandi frá árásinni þar sem hún þóttist vera látin eftir að hafa verið skotin. Kærasti systur Douglas er svo sagður hafa fengið hugboð um að Strickland hafi komið að árásinni, benti lögreglu á hann og var hann í kjölfarið handtekinn vegna málsins. Er maðurinn svo sagður hafa þrýst á Cynthiu Douglas að benda á Strickland í uppstillingu manna hjá lögreglu. Strickland sagðist hins vegar hafa verið heima hjá sér þegar morðin voru framin og þá lágu engin sönnunargögn fyrir sem tengdu hann við vettvang morðanna. Douglas ritaði löngu síðar bréf til lögfræðinga þar sem hún sagðist vilja draga framburð sinn til baka, en lést áður en hún gat gert slíkt með formlegum hætti hjá lögreglu. Saksóknarar í Jackson-sýslu hófu svo vinnu við það í nóvember á síðasta ári að taka málið til skoðunar og var niðurstaðan sú að fara fram á lausn Stricklands. Bandaríkin Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
BBC segir frá málinu þar sem fram kemur að Strickland hafi alla tíð haldið fram sakleysi sínu. „Ég hélt að þessi dagur myndi aldrei líta dagsins ljós,“ sagði Strickland fyrir utan dómshúsið í gær þar sem hann hafði verið hreinsaður af sök. Aldrei áður í sögu Missouri hefur fangi verið hreinsaður af sök og honum sleppt eftir að hafa setið inni svo lengi, eða í tæplega 15.500 daga. Ólíklegt að hann fái skaðabætur Þrátt fyrir úrskurð dómara í gær er ólíklegt að Strickland muni fá skaðabætur vegna málsins, þar sem lög í Missouri gera ráð fyrir að einungis séu greiddar skaðabætur í málum sem þessum ef fyrir liggja ný sönnunargögn sem byggja á lífsýnum. Það eigi ekki við í þessu máli. Tricia Rojo Bushnell, einn lögfræðinganna í teymi sem hefur barist fyrir lausn Stricklands, fagnaði því að dómari hafi tekið tillit til nýrra sönnunargagna og sagðist himinlifandi með niðurstöðuna í gær. „Ekkert mun þó veita honum aftur þau 43 ár sem hann hefur misst og hann mun snúa aftur til ríkis sem mun ekki greiða honum eitt einasta sent vegna þess tíma sem hann var sviptur. Það er ekki réttlæti,“ sagði Rojo Bushnell. Kevin Strickland ræðir við fjölmiðla eftir að honum var sleppt úr fangelsi í gær.AP Þrýsti á fórnarlamb að benda á Strickland í uppstillingu lögreglu Strickland var dæmdur í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn í fimmtíu ár, vegna morða sem framin voru á heimili í Kansas-borg 25. apríl 1978. Fjórir menn réðust þar inn og skutu þrjú til bana – þau Sherrie Black, 22 ára, Larry Ingram, 22 ára, og John Walker, tuttugu ára. Fjórða fórnarlambið, hin þá tvítuga Cynthia Douglas, slapp lifandi frá árásinni þar sem hún þóttist vera látin eftir að hafa verið skotin. Kærasti systur Douglas er svo sagður hafa fengið hugboð um að Strickland hafi komið að árásinni, benti lögreglu á hann og var hann í kjölfarið handtekinn vegna málsins. Er maðurinn svo sagður hafa þrýst á Cynthiu Douglas að benda á Strickland í uppstillingu manna hjá lögreglu. Strickland sagðist hins vegar hafa verið heima hjá sér þegar morðin voru framin og þá lágu engin sönnunargögn fyrir sem tengdu hann við vettvang morðanna. Douglas ritaði löngu síðar bréf til lögfræðinga þar sem hún sagðist vilja draga framburð sinn til baka, en lést áður en hún gat gert slíkt með formlegum hætti hjá lögreglu. Saksóknarar í Jackson-sýslu hófu svo vinnu við það í nóvember á síðasta ári að taka málið til skoðunar og var niðurstaðan sú að fara fram á lausn Stricklands.
Bandaríkin Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira