„Þetta var stórt kvöld fyrir hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2021 16:30 Jadon Sancho fagnar marki sínu fyrir Manchester United á móti Villarreal í Meistaradeildinni í gær. EPA-EFE/Domenech Castello Jadon Sancho komst loksins á blað með liði Manchester United í gærkvöld og fékk hrós úr mörgum áttum eftir leikinn. Manchester United keypti Sancho á 73 milljónir punda frá Borussia Dortmund í haust en fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir þrjá mánuði. Sancho náði sér ekki á strik undir stjórn Ole Gunnars Solskjær en skoraði strax í fyrsta leik eftir að Michael Carrick tók við stjórastarfinu. Our no.25's performance caught the eye of the Reds' caretaker boss @Sanchooo10#MUFC | #UCL— Manchester United (@ManUtd) November 23, 2021 „Jadon var stórkostlegur. Þú færð umbun ef þú leggur mikið á þig og ég var ánægður fyrir hans hönd. Við sáum allt aðra hlið á Sancho í kvöld,“ sagði Michael Carrick eftir leikinn. „Þetta var stórt kvöld fyrir hann. Hann lagði sig virkilega fram í varnarleiknum og markið mun efla hann mikið í framhaldinu,“ sagði Carrick. „Ég veit hversu mikið hann elskar að vera með boltann en það ánægjulegasta var vinnusemin og dugnaðurinn án boltans,“ sagði Carrick. „Hann átti mikinn þátt í frammistöðu liðsins því hann sýndi öllum hvað menn þurftu að gefa í þetta,“ sagði Carrick og er hann bjartsýnn fyrir hönd enska landsliðsmannsins. „Það er bara undir Jadon sjálfum komið hvað gerist næst því hann hefur alla hæfileika í heiminum,“ sagði Carrick. Proud to score my first goal for @ManUtd in the best competition in world football @ChampionsLeague ! Great team effort from the boys tonight, we build from this. pic.twitter.com/50Milb4Cc7— Jadon Sancho (@Sanchooo10) November 23, 2021 Jadon Sancho skoraði ekki bara þetta eina mark því hann átti líka annað hættulegt skot, fór í flestar tæklingar af liðsfélögum sínum (4) og 92,5 prósent sendinga hans heppnuðust. Hann átti 24 heppnaðar sendingar á vallarhelmingi Villarreal. Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester Unitedd, hrósaði líka Sancho eftir leik og sagði frammistöðuna vera þá bestu síðan hann kom til félagsins. „Hann leit út fyrir að vera í betra formi og var besti leikmaður United liðsins. Hann er svo klár fótboltamaður,“ sagði Paul Scholes. „Þeir þurfa að nota hann meira. Það er öðruvísi fyrir hann að spila í svona liði af því að hann hefur ekki fljúgandi bakvörð eins og hann hafði hjá Dortmund,“ sagði Scholes. Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, hrósaði Sancho líka. „Ef einhver átti skilið að skora þá var það Sancho. Hann var frábær,“ sagði Leon Osman. „Það er erfitt að koma inn í nýtt lið með mikla væntingar. Hann bjó sér til fullt af tækifærum í kvöld,“ sagði Osman. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Sjá meira
Manchester United keypti Sancho á 73 milljónir punda frá Borussia Dortmund í haust en fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir þrjá mánuði. Sancho náði sér ekki á strik undir stjórn Ole Gunnars Solskjær en skoraði strax í fyrsta leik eftir að Michael Carrick tók við stjórastarfinu. Our no.25's performance caught the eye of the Reds' caretaker boss @Sanchooo10#MUFC | #UCL— Manchester United (@ManUtd) November 23, 2021 „Jadon var stórkostlegur. Þú færð umbun ef þú leggur mikið á þig og ég var ánægður fyrir hans hönd. Við sáum allt aðra hlið á Sancho í kvöld,“ sagði Michael Carrick eftir leikinn. „Þetta var stórt kvöld fyrir hann. Hann lagði sig virkilega fram í varnarleiknum og markið mun efla hann mikið í framhaldinu,“ sagði Carrick. „Ég veit hversu mikið hann elskar að vera með boltann en það ánægjulegasta var vinnusemin og dugnaðurinn án boltans,“ sagði Carrick. „Hann átti mikinn þátt í frammistöðu liðsins því hann sýndi öllum hvað menn þurftu að gefa í þetta,“ sagði Carrick og er hann bjartsýnn fyrir hönd enska landsliðsmannsins. „Það er bara undir Jadon sjálfum komið hvað gerist næst því hann hefur alla hæfileika í heiminum,“ sagði Carrick. Proud to score my first goal for @ManUtd in the best competition in world football @ChampionsLeague ! Great team effort from the boys tonight, we build from this. pic.twitter.com/50Milb4Cc7— Jadon Sancho (@Sanchooo10) November 23, 2021 Jadon Sancho skoraði ekki bara þetta eina mark því hann átti líka annað hættulegt skot, fór í flestar tæklingar af liðsfélögum sínum (4) og 92,5 prósent sendinga hans heppnuðust. Hann átti 24 heppnaðar sendingar á vallarhelmingi Villarreal. Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester Unitedd, hrósaði líka Sancho eftir leik og sagði frammistöðuna vera þá bestu síðan hann kom til félagsins. „Hann leit út fyrir að vera í betra formi og var besti leikmaður United liðsins. Hann er svo klár fótboltamaður,“ sagði Paul Scholes. „Þeir þurfa að nota hann meira. Það er öðruvísi fyrir hann að spila í svona liði af því að hann hefur ekki fljúgandi bakvörð eins og hann hafði hjá Dortmund,“ sagði Scholes. Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, hrósaði Sancho líka. „Ef einhver átti skilið að skora þá var það Sancho. Hann var frábær,“ sagði Leon Osman. „Það er erfitt að koma inn í nýtt lið með mikla væntingar. Hann bjó sér til fullt af tækifærum í kvöld,“ sagði Osman.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Sjá meira