Leggja til að fallið verði frá tillögu sem heimilar háhýsin á Oddeyrinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2021 10:40 Húsfyllir var á fundi á Akureyri árið 2019 þar sem íbúar fengu kynningu á hugmyndunum að uppbyggingu á reitnum. Vísir/Tryggvi Páll Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að fallið verði frá auglýstri tillögu að breytingu á aðalskipulagi Oddeyrar, sem verið hefur í brennidepli undanfarin ár vegna hugmynda um byggingu háhýsa á Gránufélagsreitnum svokallaða. Þá mælir skipulagsráðið einnig með því að að málefni uppbyggingar á Oddeyrinni verði tekin til umræðu að nýju að loknum sveitarstjórnarkosningum í vor. Þetta er meðal þess sem fram kemur í bókun sem ráðið samþykkti á fundi sínum í gær. Hitamál í bænum Töluvert hefur verið fjallað um fyrirhugaða uppbyggingu á Oddeyrinni eftir að byggingarverktakinn SS Byggir kynnti árið 2019 hugmyndir um nokkur háhýsi á reit á Oddeyrinni, svokölluð Gránufélagsreit. Mikil umræða skapaðist um hugmyndirnar og sitt sýndist hverjum. Fór það svo að ákveðið var að efna til íbúakosningu um skipulag á svæðinu á þessu ári. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu.Mynd/Akureyrarbær Fór það svo að 67 prósent þátttakenda greiddu atkvæði með gildandi skipulagi, þar sem gert er ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á svonefndum Gránufélagsreit. Í öðru sæti kom auglýst breytingatillaga þar sem hús geta verið sex til átta hæðir með átján prósent atkvæða og því næst málamiðlunartillaga með fimm til sex hæða húsum að hámarki með fjórtán prósent atkvæða. Eitt prósent þátttakenda tóku ekki afstöðu. Aftur á byrjunarreit Eftir að úrslitin lágu fyrir sagði fulltrúi SS Byggis í viðtali við Vísi að fyrirtækið myndi ekki koma að uppbyggingu á Oddeyri á Akureyri eftir að tillögum um breytingar á aðalskipulagi var hafnað í íbúakosningu. Segja má því að málið sé að nálgast það að komast aftur á byrjunarreit. Var það tekið fyrir í skipulagsráði Akureyrarbæjar í gær þar sem samþykkt var að leggja til við bæjarstjórn að fallið yrði frá auglýstri tillögu á breytingu á aðalskipulagi á Oddeyrinni. Þá mælir ráðið einnig með því að málefni uppbyggingar á Oddeyri verði tekin til umræðu að nýju að loknum kosningum og þegar bæjarstjórn metur hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Bókun ráðsins: Með vísun í niðurstöðu íbúakönnunar leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að falla frá auglýstri tillögu að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri. Er mælt með að málefni uppbyggingar á Oddeyri verði tekin til umræðu að nýju að loknum kosningum og þegar bæjarstjórn metur hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið, sbr. ákvæði 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulag Akureyri Tengdar fréttir Ekki gaman að horfa á iðnaðarsvæði í niðurníðslu út um gluggann Byggingaverktakinn SS Byggir hyggst ekki koma að uppbyggingu á Oddeyri á Akureyri eftir að tillögum um breytingar á aðalskipulagi var hafnað í íbúakosningu. 14. ágúst 2021 08:00 Vonast til að leysa deilur um uppbyggingu fjölbýlishúsa með íbúakosningu Íbúakosning mun fara fram í lok maí um tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Oddeyri á Akureyri. Var þetta samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Aðalskipulag svæðisins hefur reynst umdeilt í nokkurn tíma en sumir íbúar hafa gagnrýnt hugmyndir um byggingu hárra fjölbýlishúsa innan um lágreista byggð niðri við bryggjuna á Akureyri. 17. mars 2021 00:00 Íbúar höfnuðu hugmyndum um háhýsi með afgerandi hætti 67% þátttakenda í ráðgefandi íbúðakosningu um aðalskipulag Oddeyrar á Akureyri greiddu atkvæði með gildandi skipulagi þar sem gert er ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á svonefndum Gránufélagsreit. 1. júní 2021 10:33 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Telur borgarstjóra hafa flýtt fjármögnun Félagsbústaða vegna prófkjörsbaráttu Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
Þá mælir skipulagsráðið einnig með því að að málefni uppbyggingar á Oddeyrinni verði tekin til umræðu að nýju að loknum sveitarstjórnarkosningum í vor. Þetta er meðal þess sem fram kemur í bókun sem ráðið samþykkti á fundi sínum í gær. Hitamál í bænum Töluvert hefur verið fjallað um fyrirhugaða uppbyggingu á Oddeyrinni eftir að byggingarverktakinn SS Byggir kynnti árið 2019 hugmyndir um nokkur háhýsi á reit á Oddeyrinni, svokölluð Gránufélagsreit. Mikil umræða skapaðist um hugmyndirnar og sitt sýndist hverjum. Fór það svo að ákveðið var að efna til íbúakosningu um skipulag á svæðinu á þessu ári. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu.Mynd/Akureyrarbær Fór það svo að 67 prósent þátttakenda greiddu atkvæði með gildandi skipulagi, þar sem gert er ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á svonefndum Gránufélagsreit. Í öðru sæti kom auglýst breytingatillaga þar sem hús geta verið sex til átta hæðir með átján prósent atkvæða og því næst málamiðlunartillaga með fimm til sex hæða húsum að hámarki með fjórtán prósent atkvæða. Eitt prósent þátttakenda tóku ekki afstöðu. Aftur á byrjunarreit Eftir að úrslitin lágu fyrir sagði fulltrúi SS Byggis í viðtali við Vísi að fyrirtækið myndi ekki koma að uppbyggingu á Oddeyri á Akureyri eftir að tillögum um breytingar á aðalskipulagi var hafnað í íbúakosningu. Segja má því að málið sé að nálgast það að komast aftur á byrjunarreit. Var það tekið fyrir í skipulagsráði Akureyrarbæjar í gær þar sem samþykkt var að leggja til við bæjarstjórn að fallið yrði frá auglýstri tillögu á breytingu á aðalskipulagi á Oddeyrinni. Þá mælir ráðið einnig með því að málefni uppbyggingar á Oddeyri verði tekin til umræðu að nýju að loknum kosningum og þegar bæjarstjórn metur hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Bókun ráðsins: Með vísun í niðurstöðu íbúakönnunar leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að falla frá auglýstri tillögu að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri. Er mælt með að málefni uppbyggingar á Oddeyri verði tekin til umræðu að nýju að loknum kosningum og þegar bæjarstjórn metur hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið, sbr. ákvæði 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Með vísun í niðurstöðu íbúakönnunar leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að falla frá auglýstri tillögu að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri. Er mælt með að málefni uppbyggingar á Oddeyri verði tekin til umræðu að nýju að loknum kosningum og þegar bæjarstjórn metur hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið, sbr. ákvæði 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulag Akureyri Tengdar fréttir Ekki gaman að horfa á iðnaðarsvæði í niðurníðslu út um gluggann Byggingaverktakinn SS Byggir hyggst ekki koma að uppbyggingu á Oddeyri á Akureyri eftir að tillögum um breytingar á aðalskipulagi var hafnað í íbúakosningu. 14. ágúst 2021 08:00 Vonast til að leysa deilur um uppbyggingu fjölbýlishúsa með íbúakosningu Íbúakosning mun fara fram í lok maí um tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Oddeyri á Akureyri. Var þetta samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Aðalskipulag svæðisins hefur reynst umdeilt í nokkurn tíma en sumir íbúar hafa gagnrýnt hugmyndir um byggingu hárra fjölbýlishúsa innan um lágreista byggð niðri við bryggjuna á Akureyri. 17. mars 2021 00:00 Íbúar höfnuðu hugmyndum um háhýsi með afgerandi hætti 67% þátttakenda í ráðgefandi íbúðakosningu um aðalskipulag Oddeyrar á Akureyri greiddu atkvæði með gildandi skipulagi þar sem gert er ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á svonefndum Gránufélagsreit. 1. júní 2021 10:33 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Telur borgarstjóra hafa flýtt fjármögnun Félagsbústaða vegna prófkjörsbaráttu Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
Ekki gaman að horfa á iðnaðarsvæði í niðurníðslu út um gluggann Byggingaverktakinn SS Byggir hyggst ekki koma að uppbyggingu á Oddeyri á Akureyri eftir að tillögum um breytingar á aðalskipulagi var hafnað í íbúakosningu. 14. ágúst 2021 08:00
Vonast til að leysa deilur um uppbyggingu fjölbýlishúsa með íbúakosningu Íbúakosning mun fara fram í lok maí um tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Oddeyri á Akureyri. Var þetta samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Aðalskipulag svæðisins hefur reynst umdeilt í nokkurn tíma en sumir íbúar hafa gagnrýnt hugmyndir um byggingu hárra fjölbýlishúsa innan um lágreista byggð niðri við bryggjuna á Akureyri. 17. mars 2021 00:00
Íbúar höfnuðu hugmyndum um háhýsi með afgerandi hætti 67% þátttakenda í ráðgefandi íbúðakosningu um aðalskipulag Oddeyrar á Akureyri greiddu atkvæði með gildandi skipulagi þar sem gert er ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á svonefndum Gránufélagsreit. 1. júní 2021 10:33