„Við vorum ekki mættar tilbúnar í leikinn“ Atli Arason skrifar 25. nóvember 2021 22:22 Lovísa Björt Henningsdóttir var ekki sátt við það hvernig Haukar mættu til leiks í kvöld. Vísir/Bára Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, var svekkt með stórt tap í síðasta heimaleik Hauka í Euro Cup, 41-79. „Manni líður aldrei vel eftir tapleiki, hvað þá þegar maður tapar svona stórt. Sérstaklega miðað við það hvernig við mættum í leikinn, við vorum ekki mættar tilbúnar í leikinn en við mættum svolítið flatar og orkulitlar. Það gengur ekkert þegar maður er að spila á móti liði í Euro Cup. Þær eru allar ógeðslega góðar en maður á alltaf að mæta tilbúin til leiks og það er eitthvað sem við getum lært af,“ sagði Lovísa í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst stemningin fyrir leik frábær. Við töluðum um það inn í klefa að þetta væri síðasti heimaleikurinn í Euro Cup og við ætluðum að gefa allt í þetta en stundum er þetta bara svona að maður kemur einhvern veginn ekki með jafn mikla orku og maður vill inn í svona leiki, því miður.“ 38 stiga tap varð niðurstaðan sem er ansi stórt tap. Þrátt fyrir það þá taldi Lovísa að Tarbes GB hafi ekki komið Haukunum neitt á óvart. „Nei, við höfum spilað við þær áður þó þær séu með smá breytt lið. Við spiluðum við þær úti og þar töpuðum við bara með 13 stigum en þar spiluðum við frekar vel á móti þeim. Við vorum bara ekki að hitta úr okkar skotum, ef við hefðum sett nokkra þrista í fyrri hálfleik þá hefði kannski komið smá meiri stemning og smá meiri orka en það bara gerðist ekki í dag,“ svaraði Lovísa, aðspurð að því hvort andstæðingurinn hafi gert eitthvað óvænt. Ævintýrið í Evrópu fer því brátt að ljúka hjá Haukum en Lovísa sagði að Haukar þurfi líka að halda fullum fókus á Subway-deildinni. „Það er bara einn leikur eftir í Euro Cup og hann er í næstu viku en við erum búnar að æfa okkur í því að taka bara einn leik í einu og næsti leikur er einmitt hér [í Ólafssal] gegn Fjölni. Bæði núna og svo aftur eftir viku þá snýst þetta um að halda fókus í deildinni hérna heima og reyna að koma í hvern leik, tilbúnar í þann leik og gefa allt í íslensku deildina,“ sagði Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka. Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
„Manni líður aldrei vel eftir tapleiki, hvað þá þegar maður tapar svona stórt. Sérstaklega miðað við það hvernig við mættum í leikinn, við vorum ekki mættar tilbúnar í leikinn en við mættum svolítið flatar og orkulitlar. Það gengur ekkert þegar maður er að spila á móti liði í Euro Cup. Þær eru allar ógeðslega góðar en maður á alltaf að mæta tilbúin til leiks og það er eitthvað sem við getum lært af,“ sagði Lovísa í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst stemningin fyrir leik frábær. Við töluðum um það inn í klefa að þetta væri síðasti heimaleikurinn í Euro Cup og við ætluðum að gefa allt í þetta en stundum er þetta bara svona að maður kemur einhvern veginn ekki með jafn mikla orku og maður vill inn í svona leiki, því miður.“ 38 stiga tap varð niðurstaðan sem er ansi stórt tap. Þrátt fyrir það þá taldi Lovísa að Tarbes GB hafi ekki komið Haukunum neitt á óvart. „Nei, við höfum spilað við þær áður þó þær séu með smá breytt lið. Við spiluðum við þær úti og þar töpuðum við bara með 13 stigum en þar spiluðum við frekar vel á móti þeim. Við vorum bara ekki að hitta úr okkar skotum, ef við hefðum sett nokkra þrista í fyrri hálfleik þá hefði kannski komið smá meiri stemning og smá meiri orka en það bara gerðist ekki í dag,“ svaraði Lovísa, aðspurð að því hvort andstæðingurinn hafi gert eitthvað óvænt. Ævintýrið í Evrópu fer því brátt að ljúka hjá Haukum en Lovísa sagði að Haukar þurfi líka að halda fullum fókus á Subway-deildinni. „Það er bara einn leikur eftir í Euro Cup og hann er í næstu viku en við erum búnar að æfa okkur í því að taka bara einn leik í einu og næsti leikur er einmitt hér [í Ólafssal] gegn Fjölni. Bæði núna og svo aftur eftir viku þá snýst þetta um að halda fókus í deildinni hérna heima og reyna að koma í hvern leik, tilbúnar í þann leik og gefa allt í íslensku deildina,“ sagði Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka.
Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum