Enski boltinn

Klopp segir það slæmar fréttir fyrir önnur lið að Rangnick sé á leið til United

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ralf Rangnick og Jürgen Klopp í leik Schalke og Mainz árið 2010.
Ralf Rangnick og Jürgen Klopp í leik Schalke og Mainz árið 2010. Christof Koepsel/Bongarts/Getty Images

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það slæmar fréttir fyrir önnur lið í ensku úrvalsdeildinni að Ralf Rangnick sé að taka tímabundið við Manchester United.

Fyrr í vikunni bárust þær fréttir að United og Rangnick hafi náð samkomulagi um að hann muni taka við liðinu út tímabilið, og í dag náðist samkomulag milli United og Lokomotiv Moskvu um að leyfa þessum 63 ára Þjóðverja að yfirgefa félagið til að taka við Rauðu djöflunum.

Klopp er einn af þeim yngri þýsku þjálfurum sem litu upp til Rangnick. en hann segir það ekki góðar fréttir fyrir önnur lið í deildinni að þessi reynslumikli þjálfari sé að taka við United.

„United-liðið verður skipluagt á vellinum. Það eru ekki góðar fréttir fyrir önnur lið,“ sagði Klopp.

„Hann er góður maður, og enn betri þjálfari. Hann er mjög reynslumikill og hann gerði garðinn frægan þegar hann byggði upp tvö lið úr engu og gerði þau að alvöru liðum í þýska boltanum, Hoffenheim og RB Leipzig,“ bætti Klopp við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×