Ekki fara til útlanda Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2021 15:00 Þú flýgur til fjarlægra landa til þess að uppgötva heiminn og um leið þig sjálfan. Þú kemst að því að tilfinning afmarkast hvorki við tíma né stað. Þú áttar þig á því að flugvélar rúma ekki þúsund hjörtu. Þú sérð að vængir þarfnast viðgerða rétt eins og draumar um betra líf. Þú fattar að öryggisbeltið mun aldrei beisla eftirsjánna. Til þess að takast á loft þarf meira en hálfan bensíntank. Þú skilur að í hverjum einasta jarðveg er dæld og veðurpsáin gerir alltaf ráð fyrir skekkju. Þú fattar að sá sem þú elskar deyr aldrei. Þú sérð að holan innra með þér getur stækkað og minnkað á víxl en gufar aldrei upp. Þú finnur að þyngdaraflið hrindir þér alltaf í sömu átt. Það skiptir ekki máli hvað þú setur í ferðatöskuna svo lengi sem þú hefur þrek til að draga hana á eftir þér. Í dag sveifla fæturnir fram og til baka í skíðalyftu. Á morgun límist sveitt bakið við sólarbekk. Í dag gleymirðu að fara í sturtu og á morgun skiptir ekki máli hversu lengi þú fiktar í ofninum því þér hættir aldrei að vera kalt. Í dag og á morgun munu vindarnir blása og sólin ylja. Það er auðvelt að pakka í tösku. Það er auðvelt að panta sér miða. Það er auðvelt að fljúga í burtu. Það er mun erfiðara að lenda á stöðugri grundu, standandi á báðum fótum. Höfundur býr í útlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðalög Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Þú flýgur til fjarlægra landa til þess að uppgötva heiminn og um leið þig sjálfan. Þú kemst að því að tilfinning afmarkast hvorki við tíma né stað. Þú áttar þig á því að flugvélar rúma ekki þúsund hjörtu. Þú sérð að vængir þarfnast viðgerða rétt eins og draumar um betra líf. Þú fattar að öryggisbeltið mun aldrei beisla eftirsjánna. Til þess að takast á loft þarf meira en hálfan bensíntank. Þú skilur að í hverjum einasta jarðveg er dæld og veðurpsáin gerir alltaf ráð fyrir skekkju. Þú fattar að sá sem þú elskar deyr aldrei. Þú sérð að holan innra með þér getur stækkað og minnkað á víxl en gufar aldrei upp. Þú finnur að þyngdaraflið hrindir þér alltaf í sömu átt. Það skiptir ekki máli hvað þú setur í ferðatöskuna svo lengi sem þú hefur þrek til að draga hana á eftir þér. Í dag sveifla fæturnir fram og til baka í skíðalyftu. Á morgun límist sveitt bakið við sólarbekk. Í dag gleymirðu að fara í sturtu og á morgun skiptir ekki máli hversu lengi þú fiktar í ofninum því þér hættir aldrei að vera kalt. Í dag og á morgun munu vindarnir blása og sólin ylja. Það er auðvelt að pakka í tösku. Það er auðvelt að panta sér miða. Það er auðvelt að fljúga í burtu. Það er mun erfiðara að lenda á stöðugri grundu, standandi á báðum fótum. Höfundur býr í útlöndum.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar