Enski boltinn

Segir fólk gera of mikið úr borgarslagnum: „Viljum spila fótbolta, sjáum til hvað þeir vilja gera“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jurgen Klopp
Jurgen Klopp vísir/Getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, kveðst ekki hrifinn af því hvernig fólk nálgist borgarslaginn í Liverpool en hann fer fram í miðri viku.

Þetta kom fram í viðtali við Klopp eftir auðveldan sigur Liverpool á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Þetta var þægilegt en þeir fengu of góð færi. Markvörslurnar hjá Alisson voru frábærar og þarna er svigrúm til bætinga. Ég skil það eftir svona viku þar sem við vinnum þrjá leiki og það er erfitt að halda einbeitingu.“

„Southampton skorar flest af sínum mörkum á fyrstu 20 mínútum leikja. Það segir tölfræðin okkur svo það var mikilvægt að skora snemma í leiknum. Við vorum klárir í slaginn frá fyrstu sekúndu,“ sagði Klopp í leikslok.

Þegar þýski stjórinn var spurður út í næsta verkefni, sem er heimsókn á Goodison Park hafði hann þetta að segja.

„Fólk gerir of mikið úr þessum leik. Mér líkar ekki hvernig fólk nálgast þennan leik. Við viljum spila fótbolta í þessum leik. Sjáum til hvað andstæðingurinn vill gera.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×