Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. nóvember 2021 17:35 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir margt enn óljóst um nýjasta afbrigði kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti hertar aðgerðir á landamærunum í gær vegna Ómíkron-afbrigðisins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að um sé að ræða fyrstu skrefin á meðan væri verið að afla frekari upplýsinga. „Þetta eru bara fyrstu aðgerðir meðan að verið er að átta sig betur á þessu nýja afbrigði, hvernig það er, hvernig það hegðar sér og hvers er að vænta af því, að reyna að koma í veg fyrir að það komi inn í landið með þessum ráðstöfunum,“ segir Þórólfur. Það muni síðan skýrast á næstu dögum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða. „Það fer bara eftir þeim upplýsingum sem berast erlendis frá um eðli þessa afbrigðis og hvernig það er, er þetta til dæmis afbrigði sem kemst undan bóluefnunum? Við fáum sennilega ekki svör við því fyrr en eftir svona tvær vikur eða svo,“ segir Þórólfur. Afbrigðið hefur nú greinst í nokkrum löndum utan Suður-Afríku, þar sem veiran greindist fyrst, til að mynda Ítalíu, Þýskalandi, Bretlandi, og Ástralíu. Tilfellin innan Evrópu hafa verið að greinast síðustu daga og er grunur um að afbrigðið sé í raun komið til fleiri landa. Þórólfur vísar til þess að Ísland hafi fengið öll önnur afbrigði veirunnar og því mögulegt að nýja afbrigðið greinist einnig hér. „Ef að við höfum góð tök á landamærunum, tökum sýni og setjum fólk í sóttkví, þá ætti okkur alla vega að takast að hamla því eins mikið og mögulegt er. En síðan verðum við bara að sjá hvað gerist,“ segir Þórólfur. Það sem virðist valda mestum áhyggjum er fjöldi stökkbreytinga sem afbrigðið er með, sem eru alls 32 talsins. Hröð útbreiðsla virðist einnig benda til þess að afbrigðið sé meira smitandi en fyrri afbrigði, þó það hafi ekki verið staðfest. „Þetta er bara ekki alveg vitað núna og það er kannski ekki rétt að fara mikið fram úr sér heldur bara að ræða þær staðreyndir sem liggja fyrir. Þær eru akkúrat þessar eins og staðan er núna, að það virðist vera meira smitandi, en meira er ekki svo sem vitað á þessum tímapunkti,“ segir Þórólfur. Hann segir mikilvægt að brugðist sé hratt við og vonast til að hægt sé að nýta sömu aðgerðir og yfirvöld hafa gert síðastliðin tvö ár, ef til þess kemur. Þá eigi það eftir að skýrast hvort bóluefnin veiti nægilega vernd. „En meðan við vitum það ekki nákvæmlega þá þurfum við bara að halda áfram að bólusetja. Við verðum líka að halda áfram að verja okkur gegn þessu Delta afbrigði sem að er allsráðandi hér og í Evrópu, það má ekki gleyma því,“ segir Þórólfur. „Það er bara komin ný á sem að við þurfum að fara yfir, það er bara þannig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Ómíkron greinist í Ástralíu og WHO gagnrýnir auðugri þjóðir heims Yfirvöld í Ástralíu hafa staðfest að tveir íbúar eru smitaðir af ómíkron-afbrigði Covid-19. Báðir voru að koma til landsins erlendis frá og eru fullbólusettir. Fólkið er nýkomið frá Suður-Afríku og greindist smitað í sóttkví í Sydney, höfuðborg Ástralíu. 28. nóvember 2021 12:00 Kári um Ómíkron: „Viðbrögðin langt umfram það sem gögnin gefa tilefni til“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Íslendingar ættu að draga andann djúpt þegar kemur að Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Engin gögn hafi komið fram sem sýni að það sé hættulegra en önnur afbrigði veirunnar. 28. nóvember 2021 11:34 Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. 28. nóvember 2021 07:38 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti hertar aðgerðir á landamærunum í gær vegna Ómíkron-afbrigðisins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að um sé að ræða fyrstu skrefin á meðan væri verið að afla frekari upplýsinga. „Þetta eru bara fyrstu aðgerðir meðan að verið er að átta sig betur á þessu nýja afbrigði, hvernig það er, hvernig það hegðar sér og hvers er að vænta af því, að reyna að koma í veg fyrir að það komi inn í landið með þessum ráðstöfunum,“ segir Þórólfur. Það muni síðan skýrast á næstu dögum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða. „Það fer bara eftir þeim upplýsingum sem berast erlendis frá um eðli þessa afbrigðis og hvernig það er, er þetta til dæmis afbrigði sem kemst undan bóluefnunum? Við fáum sennilega ekki svör við því fyrr en eftir svona tvær vikur eða svo,“ segir Þórólfur. Afbrigðið hefur nú greinst í nokkrum löndum utan Suður-Afríku, þar sem veiran greindist fyrst, til að mynda Ítalíu, Þýskalandi, Bretlandi, og Ástralíu. Tilfellin innan Evrópu hafa verið að greinast síðustu daga og er grunur um að afbrigðið sé í raun komið til fleiri landa. Þórólfur vísar til þess að Ísland hafi fengið öll önnur afbrigði veirunnar og því mögulegt að nýja afbrigðið greinist einnig hér. „Ef að við höfum góð tök á landamærunum, tökum sýni og setjum fólk í sóttkví, þá ætti okkur alla vega að takast að hamla því eins mikið og mögulegt er. En síðan verðum við bara að sjá hvað gerist,“ segir Þórólfur. Það sem virðist valda mestum áhyggjum er fjöldi stökkbreytinga sem afbrigðið er með, sem eru alls 32 talsins. Hröð útbreiðsla virðist einnig benda til þess að afbrigðið sé meira smitandi en fyrri afbrigði, þó það hafi ekki verið staðfest. „Þetta er bara ekki alveg vitað núna og það er kannski ekki rétt að fara mikið fram úr sér heldur bara að ræða þær staðreyndir sem liggja fyrir. Þær eru akkúrat þessar eins og staðan er núna, að það virðist vera meira smitandi, en meira er ekki svo sem vitað á þessum tímapunkti,“ segir Þórólfur. Hann segir mikilvægt að brugðist sé hratt við og vonast til að hægt sé að nýta sömu aðgerðir og yfirvöld hafa gert síðastliðin tvö ár, ef til þess kemur. Þá eigi það eftir að skýrast hvort bóluefnin veiti nægilega vernd. „En meðan við vitum það ekki nákvæmlega þá þurfum við bara að halda áfram að bólusetja. Við verðum líka að halda áfram að verja okkur gegn þessu Delta afbrigði sem að er allsráðandi hér og í Evrópu, það má ekki gleyma því,“ segir Þórólfur. „Það er bara komin ný á sem að við þurfum að fara yfir, það er bara þannig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Ómíkron greinist í Ástralíu og WHO gagnrýnir auðugri þjóðir heims Yfirvöld í Ástralíu hafa staðfest að tveir íbúar eru smitaðir af ómíkron-afbrigði Covid-19. Báðir voru að koma til landsins erlendis frá og eru fullbólusettir. Fólkið er nýkomið frá Suður-Afríku og greindist smitað í sóttkví í Sydney, höfuðborg Ástralíu. 28. nóvember 2021 12:00 Kári um Ómíkron: „Viðbrögðin langt umfram það sem gögnin gefa tilefni til“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Íslendingar ættu að draga andann djúpt þegar kemur að Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Engin gögn hafi komið fram sem sýni að það sé hættulegra en önnur afbrigði veirunnar. 28. nóvember 2021 11:34 Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. 28. nóvember 2021 07:38 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Ómíkron greinist í Ástralíu og WHO gagnrýnir auðugri þjóðir heims Yfirvöld í Ástralíu hafa staðfest að tveir íbúar eru smitaðir af ómíkron-afbrigði Covid-19. Báðir voru að koma til landsins erlendis frá og eru fullbólusettir. Fólkið er nýkomið frá Suður-Afríku og greindist smitað í sóttkví í Sydney, höfuðborg Ástralíu. 28. nóvember 2021 12:00
Kári um Ómíkron: „Viðbrögðin langt umfram það sem gögnin gefa tilefni til“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Íslendingar ættu að draga andann djúpt þegar kemur að Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Engin gögn hafi komið fram sem sýni að það sé hættulegra en önnur afbrigði veirunnar. 28. nóvember 2021 11:34
Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. 28. nóvember 2021 07:38