UNICEF stefnir í metár í sölu „Sannra gjafa“ Heimsljós 1. desember 2021 10:21 UNICEF Um er að ræða gjafir eins og jarðhnetumauk gegn vannæringu, bóluefni, vetrarfatnað og vatnshreinsitöflur. UNICEF á Íslandi setur stefnuna á enn eitt metárið í sölu „Sannra gjafa“ en það eru gjafir sem geta tryggt ótal nauðstöddum börnum um allan heim lífsnauðsynlega hjálp. Um er að ræða gjafir eins og jarðhnetumauk gegn vannæringu, bóluefni, vetrarfatnað og vatnshreinsitöflur. Á síðasta ári voru keyptar „Sannar gjafir“ fyrir tæpar 33 milljónir króna. Vinsælasta gjöfin í fyrra voru 100 pakkar af jarðhnetumauki en alls tryggðu landsmenn börnum í neyð 137.200 slíka pakka á síðasta ári með þeirri gjöf. „Í flestum tilfellum þarf vannært barn aðeins þrjá slíka á dag í nokkrar vikur til að hljóta fullan bata. Það voru því ansi mörg líf sem gjafirnar björguðu það árið,“ segir í frétt á vef UNICEF. „Tugir þúsunda barna hafa notið góðs af Sönnum gjöfum frá Íslandi í gegnum tíðina og hafa þessar hentugu, umhverfisvænu og fallegu gjafir sem skipta svo miklu máli aldrei verið vinsælli. Þetta eru gjafir sem koma að miklu gagni fyrir þau börn og fjölskyldur sem njóta góðs af og munu ekki gleymast. Sannar gjafir endurspegla því að okkar mati hinn sanna anda jólanna,“ segir UNICEF. Samtökin eru einnig með til sölu sérstök jólakort og gjafamerkimiða, hvort tveggja með myndum af íslensku jólasveinunum eftir Brian Pilkington. Hvert kort og merkimiði er ígildi mismunandi hjálpargagna sem bjarga og bæta líf barna í neyð. Einnig er hægt að kaupa möndlugjöf sem er ígildi tveggja hlýrra teppa, 50 skammta af næringarríku jarðhnetumauki og eins fótbolta. Á árinu tók UNICEF í gagnið nýja og endurbætta heimasíðu „Sannra gjafa“ þar sem fólk getur skrifað persónulega kveðju til viðtakanda, hlaðið upp mynd að eigin vali til að skreyta gjafabréfið og ýmist valið að láta senda þér það útprentað í pósti eða fengið sent í tölvupósti. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent
UNICEF á Íslandi setur stefnuna á enn eitt metárið í sölu „Sannra gjafa“ en það eru gjafir sem geta tryggt ótal nauðstöddum börnum um allan heim lífsnauðsynlega hjálp. Um er að ræða gjafir eins og jarðhnetumauk gegn vannæringu, bóluefni, vetrarfatnað og vatnshreinsitöflur. Á síðasta ári voru keyptar „Sannar gjafir“ fyrir tæpar 33 milljónir króna. Vinsælasta gjöfin í fyrra voru 100 pakkar af jarðhnetumauki en alls tryggðu landsmenn börnum í neyð 137.200 slíka pakka á síðasta ári með þeirri gjöf. „Í flestum tilfellum þarf vannært barn aðeins þrjá slíka á dag í nokkrar vikur til að hljóta fullan bata. Það voru því ansi mörg líf sem gjafirnar björguðu það árið,“ segir í frétt á vef UNICEF. „Tugir þúsunda barna hafa notið góðs af Sönnum gjöfum frá Íslandi í gegnum tíðina og hafa þessar hentugu, umhverfisvænu og fallegu gjafir sem skipta svo miklu máli aldrei verið vinsælli. Þetta eru gjafir sem koma að miklu gagni fyrir þau börn og fjölskyldur sem njóta góðs af og munu ekki gleymast. Sannar gjafir endurspegla því að okkar mati hinn sanna anda jólanna,“ segir UNICEF. Samtökin eru einnig með til sölu sérstök jólakort og gjafamerkimiða, hvort tveggja með myndum af íslensku jólasveinunum eftir Brian Pilkington. Hvert kort og merkimiði er ígildi mismunandi hjálpargagna sem bjarga og bæta líf barna í neyð. Einnig er hægt að kaupa möndlugjöf sem er ígildi tveggja hlýrra teppa, 50 skammta af næringarríku jarðhnetumauki og eins fótbolta. Á árinu tók UNICEF í gagnið nýja og endurbætta heimasíðu „Sannra gjafa“ þar sem fólk getur skrifað persónulega kveðju til viðtakanda, hlaðið upp mynd að eigin vali til að skreyta gjafabréfið og ýmist valið að láta senda þér það útprentað í pósti eða fengið sent í tölvupósti. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent