Ójafnasti leikur NBA sögunnar fór fram í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 07:30 Memphis Grizzlies leikmaðurinn Tyus Jones horfir upp á stigatöfluna í þessum ótrúlega leik í nótt. AP/Brandon Dill Phoenix Suns liðið hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með sínum átjánda sigri í röð en stærsta fréttin var kannski stærsti sigur sögunnar sem vannst í Memphis. Átta leikja sigurganga meistaranna endaði líka í nótt. Memphis Grizzlies fagnaði stærsti sigri sögunnar í NBA deildinni þegar liðið vann 73 stiga sigur á Oklahoma City Thunder 152-79. Stærsti sigurinn fyrir þennan leik vann 69 stiga sigur Cleveland Cavaliers á Miami Heat í desember 1991. Memphis notaði tólf leikmenn í leiknum og níu þeirra skoruðu tíu stig eða meira. Jaren Jackson Jr. var stigahæstur með 27 stig en liðið vann þennan stórasigur þrátt fyrir að leika án síns besta leikmanns, Ja Morant. Staðan var 72-36 í hálfleik og Grizzlies komst mest 78 stigum yfir. Cameron Payne scores in the paint He leads the @Suns with 19 PTS in Q4 on NBA League Pass: https://t.co/V0kkYEn6W6 pic.twitter.com/by2aMLRVgA— NBA (@NBA) December 3, 2021 Cam Johnson og Cameron Payne skoruðu báðir 19 stig þegar Phoenix Suns vann 114-103 sigur á Detroit Pistons en þeir komu báðir inn af bekknum. Deandre Ayton var síðan með 17 stig og 12 fráköst og Chris Paul skoraði 12 stig og gaf 12 stoðsendingar. Suns-liðið lék án stjörnuleikmannsins Devin Booker sem meiddist í síðasta leik en það háði ekki liðinu sem hitti úr 76 prósent skota sinna í öðrum leikhlutanum og var 69-51 yfir í hálfleik. Detroit náði 17-0 spretti í þriðja leikhluta og minnkaði muninn í eitt stig en heimamenn í Suns voru sterkari í lokin. Phoenix tapaði þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en hefur nú ekki tapað leik síðan 27. október síðastliðinn. The @Raptors pick up the win behind @FredVanVleet's 29 PTS, 5 REB, 4 AST and 5 3PM! pic.twitter.com/JdgXOczg9w— NBA (@NBA) December 3, 2021 Fred Van Vleet skoraði 13 af 29 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Toronto Raptors vann 97-93 sigur á Milwaukee Bucks og endaði um leið átta leikja sigurgöngu meistaranna. Það munaði auðvitað miklu um það fyrir Bucks að Giannis Antetokounmpo hvíldi í þessum leik með auman kálfa en hann skoraði 40 stig og sigurkörfu í leiknum kvöldið áður. Pascal Siakam var með 20 stig fyrir Toronto sem vann í fyrsta sinn í fjórum leikjum og endaði líka fimm leikja taphrinu á heimavelli. Three @chicagobulls starters combine for 88 PTS @DeMar_DeRozan (34 PTS), @ZachLaVine (27 PTS) and @NikolaVucevic (27 PTS) lead the way in their road win! pic.twitter.com/ilNLBk69K2— NBA (@NBA) December 3, 2021 DeMar DeRozan skoraði 34 stig og þeir Zach LaVine og Nikola Vucevic voru báðir með 27 stig þegar Chicago Bulls vann 119-115 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Þeir voru einu leikmenn Bulls liðsins sem skoruðu í fjórða leikhlutanum en DeRozan skoraði átján stig í honum. Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 152-79 Phoenix Suns - Detroit Pistons 114-103 New York Knicks - Chicag Bulls 115-119 Toronto Raptors - Milwaukee Bucks 97-93 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 83-114 NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira
Memphis Grizzlies fagnaði stærsti sigri sögunnar í NBA deildinni þegar liðið vann 73 stiga sigur á Oklahoma City Thunder 152-79. Stærsti sigurinn fyrir þennan leik vann 69 stiga sigur Cleveland Cavaliers á Miami Heat í desember 1991. Memphis notaði tólf leikmenn í leiknum og níu þeirra skoruðu tíu stig eða meira. Jaren Jackson Jr. var stigahæstur með 27 stig en liðið vann þennan stórasigur þrátt fyrir að leika án síns besta leikmanns, Ja Morant. Staðan var 72-36 í hálfleik og Grizzlies komst mest 78 stigum yfir. Cameron Payne scores in the paint He leads the @Suns with 19 PTS in Q4 on NBA League Pass: https://t.co/V0kkYEn6W6 pic.twitter.com/by2aMLRVgA— NBA (@NBA) December 3, 2021 Cam Johnson og Cameron Payne skoruðu báðir 19 stig þegar Phoenix Suns vann 114-103 sigur á Detroit Pistons en þeir komu báðir inn af bekknum. Deandre Ayton var síðan með 17 stig og 12 fráköst og Chris Paul skoraði 12 stig og gaf 12 stoðsendingar. Suns-liðið lék án stjörnuleikmannsins Devin Booker sem meiddist í síðasta leik en það háði ekki liðinu sem hitti úr 76 prósent skota sinna í öðrum leikhlutanum og var 69-51 yfir í hálfleik. Detroit náði 17-0 spretti í þriðja leikhluta og minnkaði muninn í eitt stig en heimamenn í Suns voru sterkari í lokin. Phoenix tapaði þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en hefur nú ekki tapað leik síðan 27. október síðastliðinn. The @Raptors pick up the win behind @FredVanVleet's 29 PTS, 5 REB, 4 AST and 5 3PM! pic.twitter.com/JdgXOczg9w— NBA (@NBA) December 3, 2021 Fred Van Vleet skoraði 13 af 29 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Toronto Raptors vann 97-93 sigur á Milwaukee Bucks og endaði um leið átta leikja sigurgöngu meistaranna. Það munaði auðvitað miklu um það fyrir Bucks að Giannis Antetokounmpo hvíldi í þessum leik með auman kálfa en hann skoraði 40 stig og sigurkörfu í leiknum kvöldið áður. Pascal Siakam var með 20 stig fyrir Toronto sem vann í fyrsta sinn í fjórum leikjum og endaði líka fimm leikja taphrinu á heimavelli. Three @chicagobulls starters combine for 88 PTS @DeMar_DeRozan (34 PTS), @ZachLaVine (27 PTS) and @NikolaVucevic (27 PTS) lead the way in their road win! pic.twitter.com/ilNLBk69K2— NBA (@NBA) December 3, 2021 DeMar DeRozan skoraði 34 stig og þeir Zach LaVine og Nikola Vucevic voru báðir með 27 stig þegar Chicago Bulls vann 119-115 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Þeir voru einu leikmenn Bulls liðsins sem skoruðu í fjórða leikhlutanum en DeRozan skoraði átján stig í honum. Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 152-79 Phoenix Suns - Detroit Pistons 114-103 New York Knicks - Chicag Bulls 115-119 Toronto Raptors - Milwaukee Bucks 97-93 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 83-114
Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Oklahoma City Thunder 152-79 Phoenix Suns - Detroit Pistons 114-103 New York Knicks - Chicag Bulls 115-119 Toronto Raptors - Milwaukee Bucks 97-93 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 83-114
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira