Fyrsti blaðamannafundur Rangnick: Snýst allt um að hafa stjórn og tekur einn leik fyrir í einu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2021 10:31 Ralf Rangnick á sínum fyrsta blaðamannafundi sem þjálfari Manchester United. Twitter/@ManUtd Ralf Rangnick mætti á sinn fyrsta blaðamannafund sem þjálfari Manchester United nú í morgunsárið. Hann fór yfir víðan völl eins og ber að skilja. Telur Þjóðverjinn að það sé mikilvægt að félagið finni stöðugleika í því sem það gerir, þá segist hann ekki geta breytt hlutunum á 1-2 dögum. Eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn eftir afhroð gegn Watford tók Michael Carrick tímabundið við liðinu meðan leit að nýjum þjálfara fór fram. Undir stjórn Carrick lagði liðið Villareal í Meistaradeild Evrópu, sótti stig gegn Evrópumeisturum Chelsea og lagði svo Arsenal í gærkvöld. Nokkrir dagar eru síðan tilkynnt var að hinn 63 ára gamli Þjóðverji yrði nýr þjálfari Man United, út tímabilið hið minnsta. Eftir það færir hann sig í ráðgjafahlutverk og mun hjálpa til við að móta stefnu félagsins. Live scenes at Old Trafford: #MUFC pic.twitter.com/uODa9Zs5ea— Manchester United (@ManUtd) December 3, 2021 Carrick stóð til boða að vera áfram hluti af þjálfarateymi félagsins en ákvað að kalla þetta gott og taka sér verðskuldað frí með fjölskyldu sinni. Hér að neðan má sjá það helsta sem fór fram á blaðamannafundi Manchester United er Rangnick var kynntur til sögunnar. Tilboð sem ekki er hægt að hafna „Þegar félag á borð við Manchester United hefur samband og vill fá þig í hlutverk sem þetta þá er ekki hægt að segja nei.“ „Ég er vel að mér í ensku úrvalsdeildinni og sá til að mynda leiki liðsins gegn Watford og Chelsea í sjónvarpinu áður en ég vissi að það yrði haft samband. Einnig sá ég leikina gegn Manchester City og Liverpool.“ „Það er deginum ljósara að leikmannahópurinn hefur mikla hæfileika sem og reynslu. Mín helsta áskorun er að koma meira jafnvægi á hópinn. Í gær þurfti til að mynda þrjú mörk til að vinna leikinn, að fá á sig tvö mörk að meðaltali í leik er einfaldlega of mikið.“ „Leikur gærdagsins var skemmtilegur fyrir áhorfendur en sem þjálfari er þetta ekki sú týpa af leik sem þú vilt sjá í hverri viku. Fyrir mér þarf meiri stjórn á leiknum sjálfum og minnka þar með áhrif tilviljana.“ Snýst allt um að vinna næstu leiki „Fólkið sem ég hef talað við hefur verið mjög skýrt að við séum aðeins að tala um þjálfarastarf næstu sex mánuði. Við höfum aldrei rætt hvað gerist eftir það. Ef þau vilja þá ræða við mig um að stýra liðinu áfram þá sjáum við til hvað gerist.“ „Ef allt fer vel gæti ég gert það sama og hjá RB Leipzig. Að þjálfa lengur þar að segja, en þetta eru allt tilgátur að svo stöddu. Það eina sem skiptir mig máli núna er að vinna næstu leiki.“ Snýst um að stjórna leikjum „Til að liðið geti stýrt leikjum í framtíðinni þarf það að hugsa fram í tímann er það stígur á völlinn, liðið þarf að vera framsækið en að sama skapi fyrirbyggjandi til að koma í veg fyrir hin ýmsu vandamál. Þetta snýst allt um að hjálpa liðinu að spila saman, þetta snýst um samheldni og liðsanda.“ „Leikurinn í gær var gjörólíkur milli hálfleikja og það mun hjálpa okkur að hafa þetta magnaða stuðningsfólk að styðja við bakið á okkur. Þetta verður ekki auðvelt, ég get ekki breytt hlutunum á 1-2 æfingum. Þetta snýst um stjórn, það er aðaltakmarkið.“ Um Carrick og þjálfarateymið „Ég fékk að vita af þessu fyrir tveimur dögum. Ég ræddi við hann í meira en klukkutíma og reyndi að sannfæra hann um að vera áfram en á endanum varð ég að sætta mig við hans ákvörðun.“ „Ég er meira en til í að vinna með núverandi þjálfarateymi vegna þekkingu þeirra á leikmannahópnum. Ég mun svo ef til vill reyna að bæta við fólki en margir af mínum fyrrum samstarfsmönnum eru með samninga við stór félög svo þeir eru ekki á lausu að svo stöddu.“ Einn leikur í einu „Við getum aðeins tekið einn leik fyrir í einu, skref fyrir skref. Þegar ég hef samið við félög á miðju tímabili þá snýst þetta aðallega um að gefa liðinu sem bestan möguleika á að vinna næsta leik. Leikmennirnir verða að fylgja fyrirmælum og hafa trú á hugmyndafræðinni varðandi hvernig við viljum spila. Það mun taka tíma, ekki hægt að ná því fram á 1-2 dögum.“ Ronaldo er einstakur Einhver umræða hefur myndast varðandi það hvort Cristiano Ronaldo passi inn í hugmyndafræði Rangnick og hvernig fótbolta hann vill spila. Hann blés á þær sögusagnir. „Það þarf alltaf að aðlaga þig að þeim leikmönnum sem eru til staðar. Ég hef aldrei séð 36 ára gamlan leikmann í jafn góðu ásigkomulagi og Ronaldo. Þetta snýst þó ekki aðeins um hann, þetta snýst um að þróa leikmannahópinn í heild.“ Um Sir Alex Ferguson og leikmannakaup „Það er einsdæmi að hafa haft Sir Alex Ferguson við stjórnvölin í 27 ár, vinnandi allt sem hægt er að vinna. Þetta er einstakt afrek og sker sig úr. Eftir svona sigursælan tíma er því ekki óvanalegt að félagið þurfi að finna nýjar leiðir, það þarf að finna nýjan farveg til að fara í.“ Sir Alex Ferguson réð öllu hjá Manchester United í hartnær þrjá áratugi. Félagið virðist enn vera að jafna sig á brotthvarfi hans.EPA-EFE/PETER POWELL „Það hafa verið breytingar á þjálfarateyminu, það hafa verið 5-6 þjálfarar síðan Sir Alex hætti. Því hefur verið erfitt fyrir félagið að halda sömu línu varðandi kaup á leikmönnum sem og að viðhalda DNA félagsins.“ „Fyrir mér ekki óvanalegt að svo margar breytingar hafa orðið (eftir að Sir Alex hætti) en upp á framtíðina að gera – og ég held að ég að stjórnarmeðlimir félagsins séu sömu skoðunar – er mikilvægt að hér verði breyting á, að það verði ekki svona örar skiptingar á þjálfurum og breytingar á stefnu félagsins.“ „Við höfum ekki rætt nýja leikmenn. Það er vitleysa að ég fái tíu milljónir evra ef félagið kaupir ákveðna leikmenn, það er engin klásúla í samningi mínum um það. Ég mun vinna með leikmannahópnum eins og hann er í dag, það er nóg af leikmönnum hér. Mögulega eftir jól verður hægt að ræða nýja leikmenn. Fyrir mér er þó ekki ákjósanlegt að fá leikmenn inn í janúar,“ sagði Rangnick að endingu á hálftíma löngum blaðamannafundi sínum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira
Eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn eftir afhroð gegn Watford tók Michael Carrick tímabundið við liðinu meðan leit að nýjum þjálfara fór fram. Undir stjórn Carrick lagði liðið Villareal í Meistaradeild Evrópu, sótti stig gegn Evrópumeisturum Chelsea og lagði svo Arsenal í gærkvöld. Nokkrir dagar eru síðan tilkynnt var að hinn 63 ára gamli Þjóðverji yrði nýr þjálfari Man United, út tímabilið hið minnsta. Eftir það færir hann sig í ráðgjafahlutverk og mun hjálpa til við að móta stefnu félagsins. Live scenes at Old Trafford: #MUFC pic.twitter.com/uODa9Zs5ea— Manchester United (@ManUtd) December 3, 2021 Carrick stóð til boða að vera áfram hluti af þjálfarateymi félagsins en ákvað að kalla þetta gott og taka sér verðskuldað frí með fjölskyldu sinni. Hér að neðan má sjá það helsta sem fór fram á blaðamannafundi Manchester United er Rangnick var kynntur til sögunnar. Tilboð sem ekki er hægt að hafna „Þegar félag á borð við Manchester United hefur samband og vill fá þig í hlutverk sem þetta þá er ekki hægt að segja nei.“ „Ég er vel að mér í ensku úrvalsdeildinni og sá til að mynda leiki liðsins gegn Watford og Chelsea í sjónvarpinu áður en ég vissi að það yrði haft samband. Einnig sá ég leikina gegn Manchester City og Liverpool.“ „Það er deginum ljósara að leikmannahópurinn hefur mikla hæfileika sem og reynslu. Mín helsta áskorun er að koma meira jafnvægi á hópinn. Í gær þurfti til að mynda þrjú mörk til að vinna leikinn, að fá á sig tvö mörk að meðaltali í leik er einfaldlega of mikið.“ „Leikur gærdagsins var skemmtilegur fyrir áhorfendur en sem þjálfari er þetta ekki sú týpa af leik sem þú vilt sjá í hverri viku. Fyrir mér þarf meiri stjórn á leiknum sjálfum og minnka þar með áhrif tilviljana.“ Snýst allt um að vinna næstu leiki „Fólkið sem ég hef talað við hefur verið mjög skýrt að við séum aðeins að tala um þjálfarastarf næstu sex mánuði. Við höfum aldrei rætt hvað gerist eftir það. Ef þau vilja þá ræða við mig um að stýra liðinu áfram þá sjáum við til hvað gerist.“ „Ef allt fer vel gæti ég gert það sama og hjá RB Leipzig. Að þjálfa lengur þar að segja, en þetta eru allt tilgátur að svo stöddu. Það eina sem skiptir mig máli núna er að vinna næstu leiki.“ Snýst um að stjórna leikjum „Til að liðið geti stýrt leikjum í framtíðinni þarf það að hugsa fram í tímann er það stígur á völlinn, liðið þarf að vera framsækið en að sama skapi fyrirbyggjandi til að koma í veg fyrir hin ýmsu vandamál. Þetta snýst allt um að hjálpa liðinu að spila saman, þetta snýst um samheldni og liðsanda.“ „Leikurinn í gær var gjörólíkur milli hálfleikja og það mun hjálpa okkur að hafa þetta magnaða stuðningsfólk að styðja við bakið á okkur. Þetta verður ekki auðvelt, ég get ekki breytt hlutunum á 1-2 æfingum. Þetta snýst um stjórn, það er aðaltakmarkið.“ Um Carrick og þjálfarateymið „Ég fékk að vita af þessu fyrir tveimur dögum. Ég ræddi við hann í meira en klukkutíma og reyndi að sannfæra hann um að vera áfram en á endanum varð ég að sætta mig við hans ákvörðun.“ „Ég er meira en til í að vinna með núverandi þjálfarateymi vegna þekkingu þeirra á leikmannahópnum. Ég mun svo ef til vill reyna að bæta við fólki en margir af mínum fyrrum samstarfsmönnum eru með samninga við stór félög svo þeir eru ekki á lausu að svo stöddu.“ Einn leikur í einu „Við getum aðeins tekið einn leik fyrir í einu, skref fyrir skref. Þegar ég hef samið við félög á miðju tímabili þá snýst þetta aðallega um að gefa liðinu sem bestan möguleika á að vinna næsta leik. Leikmennirnir verða að fylgja fyrirmælum og hafa trú á hugmyndafræðinni varðandi hvernig við viljum spila. Það mun taka tíma, ekki hægt að ná því fram á 1-2 dögum.“ Ronaldo er einstakur Einhver umræða hefur myndast varðandi það hvort Cristiano Ronaldo passi inn í hugmyndafræði Rangnick og hvernig fótbolta hann vill spila. Hann blés á þær sögusagnir. „Það þarf alltaf að aðlaga þig að þeim leikmönnum sem eru til staðar. Ég hef aldrei séð 36 ára gamlan leikmann í jafn góðu ásigkomulagi og Ronaldo. Þetta snýst þó ekki aðeins um hann, þetta snýst um að þróa leikmannahópinn í heild.“ Um Sir Alex Ferguson og leikmannakaup „Það er einsdæmi að hafa haft Sir Alex Ferguson við stjórnvölin í 27 ár, vinnandi allt sem hægt er að vinna. Þetta er einstakt afrek og sker sig úr. Eftir svona sigursælan tíma er því ekki óvanalegt að félagið þurfi að finna nýjar leiðir, það þarf að finna nýjan farveg til að fara í.“ Sir Alex Ferguson réð öllu hjá Manchester United í hartnær þrjá áratugi. Félagið virðist enn vera að jafna sig á brotthvarfi hans.EPA-EFE/PETER POWELL „Það hafa verið breytingar á þjálfarateyminu, það hafa verið 5-6 þjálfarar síðan Sir Alex hætti. Því hefur verið erfitt fyrir félagið að halda sömu línu varðandi kaup á leikmönnum sem og að viðhalda DNA félagsins.“ „Fyrir mér ekki óvanalegt að svo margar breytingar hafa orðið (eftir að Sir Alex hætti) en upp á framtíðina að gera – og ég held að ég að stjórnarmeðlimir félagsins séu sömu skoðunar – er mikilvægt að hér verði breyting á, að það verði ekki svona örar skiptingar á þjálfurum og breytingar á stefnu félagsins.“ „Við höfum ekki rætt nýja leikmenn. Það er vitleysa að ég fái tíu milljónir evra ef félagið kaupir ákveðna leikmenn, það er engin klásúla í samningi mínum um það. Ég mun vinna með leikmannahópnum eins og hann er í dag, það er nóg af leikmönnum hér. Mögulega eftir jól verður hægt að ræða nýja leikmenn. Fyrir mér er þó ekki ákjósanlegt að fá leikmenn inn í janúar,“ sagði Rangnick að endingu á hálftíma löngum blaðamannafundi sínum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira