Vill gera listina aðgengilegri með sýningum í heimahúsum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. desember 2021 16:31 Júlíanna Ósk Hafberg opnar sýningu í Gallerí Heima á laugardaginn. Júlíanna Ósk Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar listasýningu í Gallerí Heima laugardaginn 4. desember og er þetta fyrsti viðburður í áhugaverðu ferli listakonunnar. Undirrituð fékk að heyra í þessari listakonu og fræðast nánar um væntanlegar heima sýningar. Gallerí Heima er nýtt fyrirkomulag sýninga þar sem listin tekur yfir heimili fólks og verður heimilið að galleríi yfir eina helgi. Ef það er eitthvað sem þessi síðustu tvö ár hafa kennt okkur, er það þá ekki einmitt að það er hægt að gera allt heima? Júlíanna segir að hugmyndin að Gallerí Heima hafi kviknaði hjá sér út frá þeim hugleiðingum um að skapa rými til þess að gera listina aðgengilegri fyrir alla. „Oft er listin háfleyg og nær til útvaldra sem sækjast í hana, á fínum og flottum galleríum og söfnum. Gallerí Heima er alls ekki mótvægi gegn því - heldur einungis önnur leið til þess að nálgast og sýna listina, bæði fyrir áhorfandann og fyrir listamanninn“. View this post on Instagram A post shared by Ju li anna O sk Hafberg (@julohaf) Hún segir að það sé oft ákveðinn hópur fólks sem sækir í galleríin og söfnin og er það oft fólk sem hefur sérstakan áhuga eða tengingu á þessa staði. Flest allir stundi það að fara í heimsókn til annars fólks og með því að halda listasýningu í heimahúsi nærðu mögulega til fjölbreyttari hóps af fólki. Rými til að prófa sig áfram „Eins verður sýningarrýmið aðgengilegra listamanninum, en það að fá að sýna í galleríum og söfnum getur verið mjög erfitt að fá og oft eitthvað sem planað er marga mánuði fram í tímann. Heima eru hlutirnir heimilislegir, með rými til þess að prófa sig áfram, henda sér í djúpu laugina og skella verkunum sínum upp á vegg og skapa þannig til samtals um þau, ferlið og umfangsefnin yfir kaffibolla og vöfflum með rjóma.“ View this post on Instagram A post shared by Ju li anna O sk Hafberg (@julohaf) Júlíanna vonast til að heima sýningarnar verði fleiri á komandi ári, heima hjá mismunandi fólki. Hún sýnir helgina ný verk um helgina ásamt eldri og verður ýmislegt í boði. Málverk og textílverk, teikningar og textar, stór og lítil verk. Flest verkin verða til sölu og verður breitt verðbil frá eftirprentunum upp í stærri verk. Þeir sem leita eftir listrænni jólagjöf gætu því fundið eitthvað við sitt hæfi! View this post on Instagram A post shared by Ju li anna O sk Hafberg (@julohaf) Júlíanna er myndlistarkona sem fæst við hina ýmsu miðla og notar þá til að fjalla um, fanga og fagna mýktinni og tilfinningunum. Verk hennar einkennast af litagleði og búa yfir hlýlegri og afslappaðri berskjöldun. Hún segist óhrædd við að notfæra sér mismunandi efni í verkum sínum og hefur undanfarið verið að einbeita sér að því að brjóta upp hinn ferhyrnda ramma og mýkja hann með sveigjum í óreglulegum formum sem tala vel til verkanna sjálfra. Þessi listakona stundar nám við Listaháskólann í masternámi í myndlist og hefur undanfarin tvö ár haldið einkasýningar, sem og sýnt á samsýningum í Reykjavík. View this post on Instagram A post shared by Ju li anna O sk Hafberg (@julohaf) Sýningin er haldin á Ránargötu 9 og er opin bæði á laugardag 4. des og sunnudag 5. des frá 12:00-18:00. Ásamt Júlíönnu verður Helga Lind á staðnum en sýningin fer fram á heimili Helgu. Þær taka á móti ykkur með kaffi ilm og vöfflujárninu verður skellt í sambandi. Allir hjartanlega velkomnir og þær hvetja gesti til að muna eftir grímunni en sprittið verður á sínum stað! Nánari upplýsingar um sýninguna má nálgast hér. Menning Myndlist Tengdar fréttir Fengu par, vinkonur og mæðgur til að sitja fyrir á myndunum Skartgripalínan Kliður fæddist í þverfaglegu samstarfi á milli Júlíönnu Óskar Hafberg myndlistarkonu og hönnuðar og Esterar Auðunsdóttur, gullsmiðs. Samstarfskonurnar hafa eytt öllum lausum stundum saman síðustu vikur, en þær kynntust fyrst yfir kaffibolla í Ásmundarsal í byrjun september. Þær kynna línuna með einstökum myndaþætti eftir Sögu Sig ljósmyndara. 7. desember 2020 09:16 Í sömu fötunum í rúmt ár Sumir velta því fyrir sér daglega hverju þeir eigi að klæðast. Það hefur hinsvegar ekki verið vandamál hjá Júlíönnu Ósk Hafberg, sem hefur nú klæðst sömu fötunum í rúmt ár. Hún segir tilraunina hafa breytt neysluvenjum sínum á öllum sviðum. 7. maí 2016 19:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira
Undirrituð fékk að heyra í þessari listakonu og fræðast nánar um væntanlegar heima sýningar. Gallerí Heima er nýtt fyrirkomulag sýninga þar sem listin tekur yfir heimili fólks og verður heimilið að galleríi yfir eina helgi. Ef það er eitthvað sem þessi síðustu tvö ár hafa kennt okkur, er það þá ekki einmitt að það er hægt að gera allt heima? Júlíanna segir að hugmyndin að Gallerí Heima hafi kviknaði hjá sér út frá þeim hugleiðingum um að skapa rými til þess að gera listina aðgengilegri fyrir alla. „Oft er listin háfleyg og nær til útvaldra sem sækjast í hana, á fínum og flottum galleríum og söfnum. Gallerí Heima er alls ekki mótvægi gegn því - heldur einungis önnur leið til þess að nálgast og sýna listina, bæði fyrir áhorfandann og fyrir listamanninn“. View this post on Instagram A post shared by Ju li anna O sk Hafberg (@julohaf) Hún segir að það sé oft ákveðinn hópur fólks sem sækir í galleríin og söfnin og er það oft fólk sem hefur sérstakan áhuga eða tengingu á þessa staði. Flest allir stundi það að fara í heimsókn til annars fólks og með því að halda listasýningu í heimahúsi nærðu mögulega til fjölbreyttari hóps af fólki. Rými til að prófa sig áfram „Eins verður sýningarrýmið aðgengilegra listamanninum, en það að fá að sýna í galleríum og söfnum getur verið mjög erfitt að fá og oft eitthvað sem planað er marga mánuði fram í tímann. Heima eru hlutirnir heimilislegir, með rými til þess að prófa sig áfram, henda sér í djúpu laugina og skella verkunum sínum upp á vegg og skapa þannig til samtals um þau, ferlið og umfangsefnin yfir kaffibolla og vöfflum með rjóma.“ View this post on Instagram A post shared by Ju li anna O sk Hafberg (@julohaf) Júlíanna vonast til að heima sýningarnar verði fleiri á komandi ári, heima hjá mismunandi fólki. Hún sýnir helgina ný verk um helgina ásamt eldri og verður ýmislegt í boði. Málverk og textílverk, teikningar og textar, stór og lítil verk. Flest verkin verða til sölu og verður breitt verðbil frá eftirprentunum upp í stærri verk. Þeir sem leita eftir listrænni jólagjöf gætu því fundið eitthvað við sitt hæfi! View this post on Instagram A post shared by Ju li anna O sk Hafberg (@julohaf) Júlíanna er myndlistarkona sem fæst við hina ýmsu miðla og notar þá til að fjalla um, fanga og fagna mýktinni og tilfinningunum. Verk hennar einkennast af litagleði og búa yfir hlýlegri og afslappaðri berskjöldun. Hún segist óhrædd við að notfæra sér mismunandi efni í verkum sínum og hefur undanfarið verið að einbeita sér að því að brjóta upp hinn ferhyrnda ramma og mýkja hann með sveigjum í óreglulegum formum sem tala vel til verkanna sjálfra. Þessi listakona stundar nám við Listaháskólann í masternámi í myndlist og hefur undanfarin tvö ár haldið einkasýningar, sem og sýnt á samsýningum í Reykjavík. View this post on Instagram A post shared by Ju li anna O sk Hafberg (@julohaf) Sýningin er haldin á Ránargötu 9 og er opin bæði á laugardag 4. des og sunnudag 5. des frá 12:00-18:00. Ásamt Júlíönnu verður Helga Lind á staðnum en sýningin fer fram á heimili Helgu. Þær taka á móti ykkur með kaffi ilm og vöfflujárninu verður skellt í sambandi. Allir hjartanlega velkomnir og þær hvetja gesti til að muna eftir grímunni en sprittið verður á sínum stað! Nánari upplýsingar um sýninguna má nálgast hér.
Menning Myndlist Tengdar fréttir Fengu par, vinkonur og mæðgur til að sitja fyrir á myndunum Skartgripalínan Kliður fæddist í þverfaglegu samstarfi á milli Júlíönnu Óskar Hafberg myndlistarkonu og hönnuðar og Esterar Auðunsdóttur, gullsmiðs. Samstarfskonurnar hafa eytt öllum lausum stundum saman síðustu vikur, en þær kynntust fyrst yfir kaffibolla í Ásmundarsal í byrjun september. Þær kynna línuna með einstökum myndaþætti eftir Sögu Sig ljósmyndara. 7. desember 2020 09:16 Í sömu fötunum í rúmt ár Sumir velta því fyrir sér daglega hverju þeir eigi að klæðast. Það hefur hinsvegar ekki verið vandamál hjá Júlíönnu Ósk Hafberg, sem hefur nú klæðst sömu fötunum í rúmt ár. Hún segir tilraunina hafa breytt neysluvenjum sínum á öllum sviðum. 7. maí 2016 19:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira
Fengu par, vinkonur og mæðgur til að sitja fyrir á myndunum Skartgripalínan Kliður fæddist í þverfaglegu samstarfi á milli Júlíönnu Óskar Hafberg myndlistarkonu og hönnuðar og Esterar Auðunsdóttur, gullsmiðs. Samstarfskonurnar hafa eytt öllum lausum stundum saman síðustu vikur, en þær kynntust fyrst yfir kaffibolla í Ásmundarsal í byrjun september. Þær kynna línuna með einstökum myndaþætti eftir Sögu Sig ljósmyndara. 7. desember 2020 09:16
Í sömu fötunum í rúmt ár Sumir velta því fyrir sér daglega hverju þeir eigi að klæðast. Það hefur hinsvegar ekki verið vandamál hjá Júlíönnu Ósk Hafberg, sem hefur nú klæðst sömu fötunum í rúmt ár. Hún segir tilraunina hafa breytt neysluvenjum sínum á öllum sviðum. 7. maí 2016 19:30