Æðsti vísindamaður WHO segir óðagot vegna omíkron ótímabært Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2021 16:48 Soumya Swaminathan, æðsti vísindamaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. EPA-EFE/FABRICE COFFRINI Æðsti vísindamaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hvetur fólk til að örvænta ekki né fara í óðagot vegna omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar og of snemmt væri að segja til um hvert gera þyrfti breytingar á þeim bóluefnum sem hafa verið gerð gegn Covid-19. Soumya Swaminathan segir þar að auki að of snemmt sé að segja til um hvort omíkron-afbrigðið verði ráðandi í heiminum. Hún sagði réttu viðbrögðin við afbrigðinu þau að vera viðbúin og varkár. Ekki í óðagoti. Þetta segir hún í viðtali við Reuters fréttaveituna sem birt var í dag. Swaminathan segir delta-afbrigðið yfirráðandi á heimsvísu og 99 prósent þeirra sem smitist af Covid-19 smitist vegna delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Omíkron-afbrigðið hafi mikið verk að vinna til að verða yfirráðandi. Það geti gerst en ómögulegt sé að segja til um það. Omíkron hefur greinst víða um heiminn en enn ríkir mikil óvissa um afbrigðið. Það er mikið stökkbreytt og því eru taldar líkur á því að það eigi auðveldara með að komast framhjá þeim vörnum sem bóluefni veita fólki. Sömuleiðis er það talið smitast auðveldar manna á milli en vísbendingar eru um að það valdi mildum einkennum og þá sérstaklega meðal bólusettra. Lítið er þó vitað með vissu og Swaminathan segir erfitt að segja til með það enn. „Við þurfum að bíða. Vonum að það sé vægara,“ segir hún við Reuters. Framleiðendur bóluefna eru þegar byrjaðir að undirbúa framleiðslu nýrra bóluefna fyrir omíkron-afbrigðið. WHO hefur hrósað forsvarsmönnum fyrirtækjanna fyrir það. The World Health Organization said that it was commendable that vaccine manufacturers were planning ahead for the likelihood for having to adjust the existing vaccine and not wait until the final alarm bell rings https://t.co/pNYfx9lBMz pic.twitter.com/aIckgjAbfZ— Reuters (@Reuters) December 3, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kaupa lyf sem á að draga úr hættu á alvarlegum veikindum vegna Covid Heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að kaupa nýtt lyf sem þykir gefa góða raun til að draga úr hættu á alvarlegum veikindum fólks vegna Covid-19 við vissar aðstæður. 3. desember 2021 14:43 Eitt prósent Þjóðverja með Covid-19 og grunur um sautján Omíkron-smit í jólaboði í Osló Talið er að sautján einstaklingar sem greindust með Covid-19 í kjölfar jólaboðs í Osló séu með Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. 64 boðsgesta hafa greinst með Covid og yfirvöld telja líklegt að fleiri muni reynast með Omíkron-afbrigðið. 3. desember 2021 11:35 Lyflækningadeild lokað: Omíkron einangrað við Akranes Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akranesi hefur verið lokað tímabundið og eru sjúklingar hennar og starfsfólk í sóttkví. Beðið er eftir niðurstöðu skimana en sá sem greindist fyrst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar á landinu var sjúklingur á deildinni. 3. desember 2021 10:35 Munum aldrei snúa aftur til tímans fyrir faraldur Þær fregnir berast frá Suður-Afríku að einstaklingar sem hafi sýkst af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar séu mestmegnis með mild og flensulík einkenni. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala, segir þó of snemmt að segja til um hvort nýja afbrigðið sé vægara en þau fyrri. 3. desember 2021 10:01 Meina óbólusettum aðgang að börum, kvikmyndahúsum og öðru Ríkisstjórn Þýskalands hefur sett fjölmargar og stórar þúfur í veg óbólusettra Þjóðverja. Angela Merkel, fráfarandi kanslari, og Olaf Scholz, verðandi kanslari, ræddu við ríkisstjóra Þýskalands í dag og samþykktu þau harðar aðgerðir gegn mikilli útbreiðslu Covid-19 í Þýskalandi um þessar mundir. 2. desember 2021 18:07 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Soumya Swaminathan segir þar að auki að of snemmt sé að segja til um hvort omíkron-afbrigðið verði ráðandi í heiminum. Hún sagði réttu viðbrögðin við afbrigðinu þau að vera viðbúin og varkár. Ekki í óðagoti. Þetta segir hún í viðtali við Reuters fréttaveituna sem birt var í dag. Swaminathan segir delta-afbrigðið yfirráðandi á heimsvísu og 99 prósent þeirra sem smitist af Covid-19 smitist vegna delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Omíkron-afbrigðið hafi mikið verk að vinna til að verða yfirráðandi. Það geti gerst en ómögulegt sé að segja til um það. Omíkron hefur greinst víða um heiminn en enn ríkir mikil óvissa um afbrigðið. Það er mikið stökkbreytt og því eru taldar líkur á því að það eigi auðveldara með að komast framhjá þeim vörnum sem bóluefni veita fólki. Sömuleiðis er það talið smitast auðveldar manna á milli en vísbendingar eru um að það valdi mildum einkennum og þá sérstaklega meðal bólusettra. Lítið er þó vitað með vissu og Swaminathan segir erfitt að segja til með það enn. „Við þurfum að bíða. Vonum að það sé vægara,“ segir hún við Reuters. Framleiðendur bóluefna eru þegar byrjaðir að undirbúa framleiðslu nýrra bóluefna fyrir omíkron-afbrigðið. WHO hefur hrósað forsvarsmönnum fyrirtækjanna fyrir það. The World Health Organization said that it was commendable that vaccine manufacturers were planning ahead for the likelihood for having to adjust the existing vaccine and not wait until the final alarm bell rings https://t.co/pNYfx9lBMz pic.twitter.com/aIckgjAbfZ— Reuters (@Reuters) December 3, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kaupa lyf sem á að draga úr hættu á alvarlegum veikindum vegna Covid Heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að kaupa nýtt lyf sem þykir gefa góða raun til að draga úr hættu á alvarlegum veikindum fólks vegna Covid-19 við vissar aðstæður. 3. desember 2021 14:43 Eitt prósent Þjóðverja með Covid-19 og grunur um sautján Omíkron-smit í jólaboði í Osló Talið er að sautján einstaklingar sem greindust með Covid-19 í kjölfar jólaboðs í Osló séu með Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. 64 boðsgesta hafa greinst með Covid og yfirvöld telja líklegt að fleiri muni reynast með Omíkron-afbrigðið. 3. desember 2021 11:35 Lyflækningadeild lokað: Omíkron einangrað við Akranes Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akranesi hefur verið lokað tímabundið og eru sjúklingar hennar og starfsfólk í sóttkví. Beðið er eftir niðurstöðu skimana en sá sem greindist fyrst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar á landinu var sjúklingur á deildinni. 3. desember 2021 10:35 Munum aldrei snúa aftur til tímans fyrir faraldur Þær fregnir berast frá Suður-Afríku að einstaklingar sem hafi sýkst af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar séu mestmegnis með mild og flensulík einkenni. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala, segir þó of snemmt að segja til um hvort nýja afbrigðið sé vægara en þau fyrri. 3. desember 2021 10:01 Meina óbólusettum aðgang að börum, kvikmyndahúsum og öðru Ríkisstjórn Þýskalands hefur sett fjölmargar og stórar þúfur í veg óbólusettra Þjóðverja. Angela Merkel, fráfarandi kanslari, og Olaf Scholz, verðandi kanslari, ræddu við ríkisstjóra Þýskalands í dag og samþykktu þau harðar aðgerðir gegn mikilli útbreiðslu Covid-19 í Þýskalandi um þessar mundir. 2. desember 2021 18:07 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Kaupa lyf sem á að draga úr hættu á alvarlegum veikindum vegna Covid Heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að kaupa nýtt lyf sem þykir gefa góða raun til að draga úr hættu á alvarlegum veikindum fólks vegna Covid-19 við vissar aðstæður. 3. desember 2021 14:43
Eitt prósent Þjóðverja með Covid-19 og grunur um sautján Omíkron-smit í jólaboði í Osló Talið er að sautján einstaklingar sem greindust með Covid-19 í kjölfar jólaboðs í Osló séu með Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. 64 boðsgesta hafa greinst með Covid og yfirvöld telja líklegt að fleiri muni reynast með Omíkron-afbrigðið. 3. desember 2021 11:35
Lyflækningadeild lokað: Omíkron einangrað við Akranes Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akranesi hefur verið lokað tímabundið og eru sjúklingar hennar og starfsfólk í sóttkví. Beðið er eftir niðurstöðu skimana en sá sem greindist fyrst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar á landinu var sjúklingur á deildinni. 3. desember 2021 10:35
Munum aldrei snúa aftur til tímans fyrir faraldur Þær fregnir berast frá Suður-Afríku að einstaklingar sem hafi sýkst af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar séu mestmegnis með mild og flensulík einkenni. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala, segir þó of snemmt að segja til um hvort nýja afbrigðið sé vægara en þau fyrri. 3. desember 2021 10:01
Meina óbólusettum aðgang að börum, kvikmyndahúsum og öðru Ríkisstjórn Þýskalands hefur sett fjölmargar og stórar þúfur í veg óbólusettra Þjóðverja. Angela Merkel, fráfarandi kanslari, og Olaf Scholz, verðandi kanslari, ræddu við ríkisstjóra Þýskalands í dag og samþykktu þau harðar aðgerðir gegn mikilli útbreiðslu Covid-19 í Þýskalandi um þessar mundir. 2. desember 2021 18:07