Enski boltinn

Jóhann Berg spilaði allan leikinn er Burnl­ey tapaði gegn New­cast­le

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jóhann Berg í leik dagsins.
Jóhann Berg í leik dagsins. Richard Sellers/Getty Images

Loksins, loksins tókst Newcastle United að vinna leik. Því miður fyrir Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley voru þeir mótherjar dagsins. Þá gerðu Southampton og Brighton & Hove Albion 1-1 jafntfefli.

Það var mikið undir á St. James´ Park í Newcastle er heimamenn fengu Burnley í heimsókn. Bæði lið voru í fallsæti fyrir leik og ljóst að menn myndu selja sig dýrt í dag. Það varð raunin en það var ekki mikið um opin marktækifæri í leik dagsins.

Eina markið kom undir lok fyrri hálfleiks þegar Nick Pope, markvörður Burnley, náði ekki að meðhöndla fyrirgjöf Fabian Schär og Callum Wilson potaði boltanum í autt markið. Staðan orðin 1-0 og reyndust það á endanum lokatölur leiksins.

Jóhann Berg spilaði allan leikinn í liði Burnley.

Það stefndi í sömu niðurstöðu á St. Mary´s-vellinum þar sem Armando Broja kom Southampton yfir í fyrri hálfleik. Það voru komnar átta mínútur fram yfir venjulegan leiktíma þegar Neal Maupey jafnaði metin fyrir gestina. 

Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins.

Brighton er sem stendur í 9. sæti með 20 stig og Southampton er í 14. sæti með 16 stig. Burnley er í 18. sæti með 10 stig líkt og Newcastle sem er sæti neðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×