Goðsögnin Origi: Stígur upp þegar mest á reynir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 16:31 Þegar allt annað þrýtur er gott að eiga einn Divock Origi á bekknum. Robbie Jay Barratt/Getty Images Það virðist sem Divock Origi skori einungis þegar stórstjörnur Liverpool-liðsins eru heillum hornfar og það stefnir í að liðið tapi stigum. Það gerðist um helgina er Liverpool vann 1-0 sigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni. Það voru komnar fjórar mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í leik Wolves og Liverpool þegar Mohamed Salah gaf á Divock Origi inn í vítateig Úlfanna. Origi – með bakið í markið – náði að snúa með boltann og renna honum í netið framhjá varnarlausum José Sá í marki heimamanna. Liverpool vann leikinn 1-0 og er nú aðeins stigi á eftir toppliði Manchester City. Origi hefur nú skorað 39 mörk í 166 leikjum fyrir Liverpool en það breytti því ekki að hann er goðsögn hjá félaginu. Spyrjið bara Jürgen Klopp. „Farðu út á völl og vertu bara Divock,“ voru skilaboðin sem sóknarmaðurinn fékk örskömmu áður en hann var sendur á vettvang til að bjarga málunum enn á ný. Liverpool keypti Origi á 10 milljónir punda frá franska félaginu Lille árið 2014. Hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir félagið, gegn Southampton í deildarbikarnum. Síðan Klopp tókst að búa til þetta ógnarsterka Liverpool-lið sem við þekkjum í dag hefur Origi mestmegnis setið á bekknum. Few boast such a remarkable collection of spine-tingling moments. Few have been responsible for so many splayed limbs. Divock Origi s ratio of goals that resonate is truly unprecedented. #LFC #Origi https://t.co/BoJaiPgNgc— James Pearce (@JamesPearceLFC) December 5, 2021 Hann hefur hins vegar verið duglegur að koma inn á þegar liðinu nauðsynlega vantar mark. Ásamt mörkunum frægu gegn Barcelona þá skoraði hann jöfnunarmark gegn West Bromwich Albion í uppbótartíma þegar Klopp var nýtekinn við. Tímabilið 2018-2019 skoraði hann sigurmark gegn Everton eftir skelfileg mistök Jordan Pickford þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Það var hans fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni í 19 mánuði. Hann skoraði einnig mark gegn Newcastle United sem sá til þess að titilbaráttan var enn galopin í lokaleik tímabilsins 2018-2019. Hann kom inn af bekknum í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og tryggði Liverpool 2-0 sigur á Tottenham Hotspur. Af þeim 39 mörkum sem Origi hefur skorað fyrir Liverpool hafa 11 komið eftir að hann kom inn á sem varamaður. Jafn mörg hefur hann skorað á 83. mínútu eða síðar í leikjum sínum fyrir félagið. WOW! Unreal feeling. Was a scrap but that s why we always fight to the end P.s. I ll take my grandkids to visit the Divock Origi statue one day WHAT A MAN #YNWA pic.twitter.com/FYkUq7Yq61— Andy Robertson (@andrewrobertso5) December 4, 2021 Þó svo að Klopp óski þess að Origi finni sér þjálfara sem gefi honum meiri tíma inn á vellinum er ljóst að Liverpool mun sagna hans mikið ef hann ákveður að halda á vit nýrra ævintýra. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Origi hetja Liverpool Divock Origi var hetja Liverpool er liðið vann 1-0 útisigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. desember 2021 16:55 Klopp: „Origi er goðsögn“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni. 5. desember 2021 07:01 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Það voru komnar fjórar mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í leik Wolves og Liverpool þegar Mohamed Salah gaf á Divock Origi inn í vítateig Úlfanna. Origi – með bakið í markið – náði að snúa með boltann og renna honum í netið framhjá varnarlausum José Sá í marki heimamanna. Liverpool vann leikinn 1-0 og er nú aðeins stigi á eftir toppliði Manchester City. Origi hefur nú skorað 39 mörk í 166 leikjum fyrir Liverpool en það breytti því ekki að hann er goðsögn hjá félaginu. Spyrjið bara Jürgen Klopp. „Farðu út á völl og vertu bara Divock,“ voru skilaboðin sem sóknarmaðurinn fékk örskömmu áður en hann var sendur á vettvang til að bjarga málunum enn á ný. Liverpool keypti Origi á 10 milljónir punda frá franska félaginu Lille árið 2014. Hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir félagið, gegn Southampton í deildarbikarnum. Síðan Klopp tókst að búa til þetta ógnarsterka Liverpool-lið sem við þekkjum í dag hefur Origi mestmegnis setið á bekknum. Few boast such a remarkable collection of spine-tingling moments. Few have been responsible for so many splayed limbs. Divock Origi s ratio of goals that resonate is truly unprecedented. #LFC #Origi https://t.co/BoJaiPgNgc— James Pearce (@JamesPearceLFC) December 5, 2021 Hann hefur hins vegar verið duglegur að koma inn á þegar liðinu nauðsynlega vantar mark. Ásamt mörkunum frægu gegn Barcelona þá skoraði hann jöfnunarmark gegn West Bromwich Albion í uppbótartíma þegar Klopp var nýtekinn við. Tímabilið 2018-2019 skoraði hann sigurmark gegn Everton eftir skelfileg mistök Jordan Pickford þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Það var hans fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni í 19 mánuði. Hann skoraði einnig mark gegn Newcastle United sem sá til þess að titilbaráttan var enn galopin í lokaleik tímabilsins 2018-2019. Hann kom inn af bekknum í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og tryggði Liverpool 2-0 sigur á Tottenham Hotspur. Af þeim 39 mörkum sem Origi hefur skorað fyrir Liverpool hafa 11 komið eftir að hann kom inn á sem varamaður. Jafn mörg hefur hann skorað á 83. mínútu eða síðar í leikjum sínum fyrir félagið. WOW! Unreal feeling. Was a scrap but that s why we always fight to the end P.s. I ll take my grandkids to visit the Divock Origi statue one day WHAT A MAN #YNWA pic.twitter.com/FYkUq7Yq61— Andy Robertson (@andrewrobertso5) December 4, 2021 Þó svo að Klopp óski þess að Origi finni sér þjálfara sem gefi honum meiri tíma inn á vellinum er ljóst að Liverpool mun sagna hans mikið ef hann ákveður að halda á vit nýrra ævintýra.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Origi hetja Liverpool Divock Origi var hetja Liverpool er liðið vann 1-0 útisigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. desember 2021 16:55 Klopp: „Origi er goðsögn“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni. 5. desember 2021 07:01 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Origi hetja Liverpool Divock Origi var hetja Liverpool er liðið vann 1-0 útisigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. desember 2021 16:55
Klopp: „Origi er goðsögn“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni. 5. desember 2021 07:01
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti