Rangnick horfir til New York í leit að aðstoðarþjálfurum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 15:31 Chris Armas virðist á leið til Manchester-borgar. Hector Vivas/Getty Images Nýráðinn þjálfari enska knattspyrnuliðsins Manchester United, Ralf Rangnick, horfir til New York í leit að aðstoðarþjálfara. Ralf Rangnick hóf þjálfaratíð sína hjá Man United með góðum 1-0 sigri á Crystal Palace um helgina. Þó mörkin hafi látið á sér standa var hinn 63 ára gamli Þjóðverji sáttur með frammistöðu síns liðs. Sigurinn var ef til vill merkilegri fyrir þær sakir að undanfarin tvö ár hefur Palace mætt á Old Trafford og farið með sigur af hólmi. Þrátt fyrir sigurinn stefnir Rangnick á að bæta hóp Manchester-liðsins, það er þjálfarahóp þess. Michael Carrick – sem stýrði liðinu milli þess sem Ole Gunnar Solskjær var rekinn og Rangnick tók við – ákvað að vera ekki áfram. Ralf Rangnick vill fá Gerhard Struber sem aðstoðarmann sinn hjá Manchester United.MLSSOCCER Rangnick hafði þegar gefið út að hann myndi leitast eftir að ráða inn nýjan aðstoðarþjálfara og nú er þörfin enn meiri fyrst Carrick er horfinn á braut. Rangnick þekkir vel til en benti einnig á að flestir af hans fyrrum samstarfsmönnum væru starfandi hjá sumum stærstu félögum Evrópu og því erfitt að leita til þeirra. Er það ef til vill ástæðan fyrir því að hann virðist ætla að leita út fyrir landsteinana. Samkvæmt enska götublaðinu The Sun horfir Rangnick til Gerhard Struber sem starfar í dag fyrir New York Red Bulls, systurfélags RB Leipzig sem Rangnick starfaði fyrir hér á árum áður. Struber er 44 ára gamall Austurríkismaður og þjálfaði yngri lið RB Salzburg, annað systurlið Leipzig, áður en hann færði sig yfir í meistaraflokks fótbolta. Hann þekkir til á Englandi eftir að hafa þjálfað Barnsley frá 2019 til 2020. Ljóst að Struber deilir sömu hugmyndafræði og Rangnick svo stóra spurningin er nú hvort sá síðarnefndi geti sannfært Austurríkismanninn um að skipta New York út fyrir Manchester. Chris Armas will be on Ralf Rangnick s staff @ManUtd and will be announced in the next few days. He was given his work permit this morning. Their history goes all the way back to @NewYorkRedBulls.— Taylor Twellman (@TaylorTwellman) December 6, 2021 Ekki nóg með það heldur virðist sem Rangnick ætli einnig að næla í fyrrum þjálfara New York, sá heitir Chris Armas og er 49 ára Banddaríkjamaður. Armas lék með Chicago Fire og LA Galaxy ásamt því að spila 66 landsleiki. Hann skapaði sér hins vegar nafn hjá New York Red Bulls þar sem hann var aðstoðarþjálfari frá 2015 til 2018 og aðalþjálfari frá 2018 til 2020. Síðan þá hefur hann starfað fyrir Toronto FC en virðist nú á leið til Manchester. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Ralf Rangnick hóf þjálfaratíð sína hjá Man United með góðum 1-0 sigri á Crystal Palace um helgina. Þó mörkin hafi látið á sér standa var hinn 63 ára gamli Þjóðverji sáttur með frammistöðu síns liðs. Sigurinn var ef til vill merkilegri fyrir þær sakir að undanfarin tvö ár hefur Palace mætt á Old Trafford og farið með sigur af hólmi. Þrátt fyrir sigurinn stefnir Rangnick á að bæta hóp Manchester-liðsins, það er þjálfarahóp þess. Michael Carrick – sem stýrði liðinu milli þess sem Ole Gunnar Solskjær var rekinn og Rangnick tók við – ákvað að vera ekki áfram. Ralf Rangnick vill fá Gerhard Struber sem aðstoðarmann sinn hjá Manchester United.MLSSOCCER Rangnick hafði þegar gefið út að hann myndi leitast eftir að ráða inn nýjan aðstoðarþjálfara og nú er þörfin enn meiri fyrst Carrick er horfinn á braut. Rangnick þekkir vel til en benti einnig á að flestir af hans fyrrum samstarfsmönnum væru starfandi hjá sumum stærstu félögum Evrópu og því erfitt að leita til þeirra. Er það ef til vill ástæðan fyrir því að hann virðist ætla að leita út fyrir landsteinana. Samkvæmt enska götublaðinu The Sun horfir Rangnick til Gerhard Struber sem starfar í dag fyrir New York Red Bulls, systurfélags RB Leipzig sem Rangnick starfaði fyrir hér á árum áður. Struber er 44 ára gamall Austurríkismaður og þjálfaði yngri lið RB Salzburg, annað systurlið Leipzig, áður en hann færði sig yfir í meistaraflokks fótbolta. Hann þekkir til á Englandi eftir að hafa þjálfað Barnsley frá 2019 til 2020. Ljóst að Struber deilir sömu hugmyndafræði og Rangnick svo stóra spurningin er nú hvort sá síðarnefndi geti sannfært Austurríkismanninn um að skipta New York út fyrir Manchester. Chris Armas will be on Ralf Rangnick s staff @ManUtd and will be announced in the next few days. He was given his work permit this morning. Their history goes all the way back to @NewYorkRedBulls.— Taylor Twellman (@TaylorTwellman) December 6, 2021 Ekki nóg með það heldur virðist sem Rangnick ætli einnig að næla í fyrrum þjálfara New York, sá heitir Chris Armas og er 49 ára Banddaríkjamaður. Armas lék með Chicago Fire og LA Galaxy ásamt því að spila 66 landsleiki. Hann skapaði sér hins vegar nafn hjá New York Red Bulls þar sem hann var aðstoðarþjálfari frá 2015 til 2018 og aðalþjálfari frá 2018 til 2020. Síðan þá hefur hann starfað fyrir Toronto FC en virðist nú á leið til Manchester.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti