Innlent

Undirbúa málsókn en eru enn að raðgreina sýni

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Íslensk erfðagreining hefur raðgreint sýni fyrir íslensk heilbrigðisyfirvöld í gegnum faraldurinn. 
Íslensk erfðagreining hefur raðgreint sýni fyrir íslensk heilbrigðisyfirvöld í gegnum faraldurinn. 

Íslensk erfðagreining er nú að undirbúa málsókn vegna ákvörðunar Persónuverndar frá því í síðustu viku þar sem fram kom að fyrirtækið hafi brotið persónuverndarlög. Þá er aðkoma fyrirtækisins að raðgreiningu sýna vegna Covid-19 til skoðunar.

Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Íslensk erfðagreining og Landspítali hafi gerst brotleg við lög vegna notkunar blóðsýna í tengslum við rannsókn á faraldsfræði kórónuveirunnar þar sem upplýst samþykki sjúklinga var ekki til staðar áður en sýnin voru tekin.

Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar tilkynntu nokkrum dögum síðar að þau hafi ekki framið glæp með því að þjónusta íslensk heilbrigðisyfirvöld í faraldrinum og sögðust ætla láta reyna á málið fyrir dómstólum. 

Þá sögðust þau vera að íhuga að hætta að raðgreina sýni í ljósi ákvörðunarinnar.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, staðfestir í samtali við fréttastofu að fyrirtækið hafi hafist handa við að undirbúa málsókn vegna ákvörðunar Persónuverndar.

„Íslensk erfðagreining er að raðgreina sýni áfram en aðkoma fyrirtækisins er enn til skoðunar vegna ákvörðunar Persónuverndar og lagalegrar óvissu sem hún hefur í för með sér,“ segir Þóra.


Tengdar fréttir

Íhuga að hætta raðgreiningu vegna úrskurðar Persónuverndar

Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja fyrirtækið ekki hafa framið glæp með þjónustu þess við íslensk heilbrigðisyfirvöld í faraldri kórónuveirunnar. Fyrirtækið mun reyna að fá ákvörðun Persónuverndar frá því fyrr í vikunni hnekkt fyrir dómstólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×