Enski boltinn

Dregið í þriðju um­ferð FA-bikarsins: Gerrard mætir á Old Traf­ford

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aston Villa hafði betur er liðið mætti á Old Trafford fyrr á leiktíðinni.
Aston Villa hafði betur er liðið mætti á Old Trafford fyrr á leiktíðinni. Simon Stacpoole/Getty Images

Í kvöld var dregið í þriðju umferð ensku FA-bikarkeppninnar. Um er að ræða elstu og virtustu bikarkeppni heims. Í þriðju umferð koma úrvalsdeildarlið inn í myndina og er mikil spenna hjá neðri deildar liðum Englands fyrir drættinum.

Í kvöld var dregið í þriðju umferð ensku FA-bikarkeppninnar. Um er að ræða elstu og virtustu bikarkeppni heims. Í þriðju umferð koma úrvalsdeildarlið inn í myndina og er mikil spenna hjá neðri deildar liðum Englands fyrir drættinum.

Alls eru þrjár viðureignir þar sem úrvalsdeildarfélög munu etja kappi. Steven Gerrard mætir með lærisveina sína á Old Trafford. West Ham United tekur á móti Leeds United og þá fá ríkjandi meistarar Leicester City nýliða Watford í heimsókn.

Chelsea fær Chesterfield í heimsókn og Liverpool mætir Shrewsbury Town líkt og í janúar 2020. Arsenal heimsækir Nottingham Forest sem leikur í B-deildinni, Manchester City mætir Swindon Town á útivelli og Tottenham Hotspur fær Jökul Andrésson og félaga í Morecambe í heimsókn.

Hvort Jökull verði enn leikmaður Morecambe er viðureignin fer fram á þó eftir að koma í ljós þar sem hann er á láni frá Reading.

Hér að neðan má sjá dráttinn í heild sinni. Leikirnir fara fram frá 7. til 10. janúar næstkomandi.


Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×