Ekki fýsilegar aðstæður á Íslandi til að „búa til veður“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2021 08:34 Stjórnvöld í Kína hafa uppi miklar áætlanir um að stjórna veðrinu á stóru landsvæði. Getty/Wang Jianfeng „Menn hafa í árhundruð reynt að stjórna veðrinu en það var ekki fyrr en í kringum og eftir seinni heimstyrjöldina að vísindin fóru að taka á sig einhverja mynd,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, um tilraunir manna til að hafa áhrif á veðurfar. Guardian greindi frá því í vikunni að vísindamenn við Tsinghua-háskólann í Pekíng hefðu komist að þeirri niðurstöðu að kínversk stjórnvöld hefðu gripið til þess ráðs að dreifa efnum í veðurhvolfinu til að tryggja heiðan himinn og lágmarksmengun þegar haldið var upp á aldarafmæli Kínverska kommúnistaflokksins í júlí síðastliðnum. Stjórnvöld í Kína eru sögð hafa varið milljörðum í tilraunir til að stjórna veðrinu, til dæmis í kringum stórviðburði og á mikilvægum landbúnaðarsvæðum. Aðferðin sem notuð var í sumar snérist um að dreifa svokölluðu silfurjoðíði í skýjahuluna, í viðleitni til að auka regnfall. Efni notuð til að auka úrkomu og draga úr þoku Að sögn Elínar fóru miklar rannsóknir af stað árið 1946, þar sem meðal annars var til skoðunar hvaða aðferðir mætti nota til að breyta veðri, til dæmis framkalla úrkomu, og við hvaða aðstæður þær gætu nýst. Elín Björk Jónasdóttir. Hún segir að til viðbótar við silfurjoðíð hafi menn einnig notast við brennisteinssameindir og sjávarsalt, svo eitthvað sé nefnt. „Það er ekki hægt að stjórna öllu veðri með þessum hætti, algengast er að þykkja ský eða fjölga skýjaþéttikjörnum til að láta rigna eða snjóa úr skýjum. Slíkt er hægt ef droparnir í skýjunum eru undirkældir, og það er skortur á skýjaþéttikjörnum, með því að bæta í kerfið stærri þéttikjörnum sem eru vatnssæknir (e. agroscopic); þá stækka vatnsdroparnir og falla til jarðar,“ útskýrir Elín í skriflegum svörum við fyrirspurn Vísis. „Þoku er í sumum tilfellum hægt að minnka með svipuðum hætti. Aðferðirnar eru mjög dýrar í hvert sinn og því sjaldan notaðar. Kínverjar virðast notast við silfurjóðíð sem rignir strax niður til jarðar, en virðist binda sót og önnur mengunarefni í andrúmslofti og láta þau falla til jarðar til að draga úr mengun.“ Getur haft áhrif langt út fyrir ætlað áhrifasvæði Elín segir veðrabreytingarnar kalla á mikla fyrirhöfn; þétt mælanet og mikla þenningu til að vita hvenær réttur tími er til að losa efnin í skýin. Hún segir þær þó geta borgað sig til að auka úrkomu á mjög þurrum svæðum eða auka snjómagn sem skilar sér í uppistöðulón fyrir rafmagnsframleiðslu. Á Íslandi séu aðstæður hins vegar ekki ákjósanlegar; úrkoma sé ekki næg og veðrabreytingar hraðar. „Ekki er til dæmis hægt að framleiða snjó nema hitastigið sé undir frosmarki og vatn sé til staðar í andrúmsloftinu. Hér á landi er lang oftast úrkoma í þeim aðstæðum,“ segir Elín. Spurð að því hvort veðurinngripið sé neikvætt að einhverju leiti, geti til dæmis mögulega haft áhrif á veður í nágrenninu, svarar hún játandi. Efnin sem notuð eru safnist upp og geti verið skaðleg fyrir umhverfið. „Helst má segja að þykking skýja til að takmarka sólarljós og inngeislun yfir hafi þar sem notast er við sjávarsalt, sem síðan lendir aftur í sjónum, sé ekki skaðleg umhverfinu. En allar líkur eru á því að miklar manngerðar breytingar á skýjafari og úrkomu geti haft áhrif langt út fyrir það áhrifasvæði sem þeim er ætlað og erfitt er að segja til um afleiðingarnar,“ segir Elín. „Líkön gera til dæmis ráð fyrir því að ef farið væri í þykkingu skýja yfir hafi á stórum skala, með því markmiði að takmarka inngeislun sólar, þá gætu regnsvæði og þurrkasvæði hnikast verulega til með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir fólkið sem er vant að fá úrkomu og þurrka á ákvðenum tímum árs.“ Veður Kína Vísindi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Guardian greindi frá því í vikunni að vísindamenn við Tsinghua-háskólann í Pekíng hefðu komist að þeirri niðurstöðu að kínversk stjórnvöld hefðu gripið til þess ráðs að dreifa efnum í veðurhvolfinu til að tryggja heiðan himinn og lágmarksmengun þegar haldið var upp á aldarafmæli Kínverska kommúnistaflokksins í júlí síðastliðnum. Stjórnvöld í Kína eru sögð hafa varið milljörðum í tilraunir til að stjórna veðrinu, til dæmis í kringum stórviðburði og á mikilvægum landbúnaðarsvæðum. Aðferðin sem notuð var í sumar snérist um að dreifa svokölluðu silfurjoðíði í skýjahuluna, í viðleitni til að auka regnfall. Efni notuð til að auka úrkomu og draga úr þoku Að sögn Elínar fóru miklar rannsóknir af stað árið 1946, þar sem meðal annars var til skoðunar hvaða aðferðir mætti nota til að breyta veðri, til dæmis framkalla úrkomu, og við hvaða aðstæður þær gætu nýst. Elín Björk Jónasdóttir. Hún segir að til viðbótar við silfurjoðíð hafi menn einnig notast við brennisteinssameindir og sjávarsalt, svo eitthvað sé nefnt. „Það er ekki hægt að stjórna öllu veðri með þessum hætti, algengast er að þykkja ský eða fjölga skýjaþéttikjörnum til að láta rigna eða snjóa úr skýjum. Slíkt er hægt ef droparnir í skýjunum eru undirkældir, og það er skortur á skýjaþéttikjörnum, með því að bæta í kerfið stærri þéttikjörnum sem eru vatnssæknir (e. agroscopic); þá stækka vatnsdroparnir og falla til jarðar,“ útskýrir Elín í skriflegum svörum við fyrirspurn Vísis. „Þoku er í sumum tilfellum hægt að minnka með svipuðum hætti. Aðferðirnar eru mjög dýrar í hvert sinn og því sjaldan notaðar. Kínverjar virðast notast við silfurjóðíð sem rignir strax niður til jarðar, en virðist binda sót og önnur mengunarefni í andrúmslofti og láta þau falla til jarðar til að draga úr mengun.“ Getur haft áhrif langt út fyrir ætlað áhrifasvæði Elín segir veðrabreytingarnar kalla á mikla fyrirhöfn; þétt mælanet og mikla þenningu til að vita hvenær réttur tími er til að losa efnin í skýin. Hún segir þær þó geta borgað sig til að auka úrkomu á mjög þurrum svæðum eða auka snjómagn sem skilar sér í uppistöðulón fyrir rafmagnsframleiðslu. Á Íslandi séu aðstæður hins vegar ekki ákjósanlegar; úrkoma sé ekki næg og veðrabreytingar hraðar. „Ekki er til dæmis hægt að framleiða snjó nema hitastigið sé undir frosmarki og vatn sé til staðar í andrúmsloftinu. Hér á landi er lang oftast úrkoma í þeim aðstæðum,“ segir Elín. Spurð að því hvort veðurinngripið sé neikvætt að einhverju leiti, geti til dæmis mögulega haft áhrif á veður í nágrenninu, svarar hún játandi. Efnin sem notuð eru safnist upp og geti verið skaðleg fyrir umhverfið. „Helst má segja að þykking skýja til að takmarka sólarljós og inngeislun yfir hafi þar sem notast er við sjávarsalt, sem síðan lendir aftur í sjónum, sé ekki skaðleg umhverfinu. En allar líkur eru á því að miklar manngerðar breytingar á skýjafari og úrkomu geti haft áhrif langt út fyrir það áhrifasvæði sem þeim er ætlað og erfitt er að segja til um afleiðingarnar,“ segir Elín. „Líkön gera til dæmis ráð fyrir því að ef farið væri í þykkingu skýja yfir hafi á stórum skala, með því markmiði að takmarka inngeislun sólar, þá gætu regnsvæði og þurrkasvæði hnikast verulega til með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir fólkið sem er vant að fá úrkomu og þurrka á ákvðenum tímum árs.“
Veður Kína Vísindi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira