Hjalteyrarmálið: Reiknar með að starfshópurinn skili af sér í janúar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. desember 2021 21:11 Richardshús á Hjalteyri stendur afskekkt í þorpinu. Vísir/Minjasafnið á Akureyri Vigdís Häsler Sveinsdóttir, formaður nýskipaðs starfshóps um Hjalteyrarmálið, reiknar með að hópurinn geti lokið sinni vinnu undir lok næsta mánaðar. Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað um heimilið og rætt við fólk sem hefur sagt frá hræðilegu kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi sem það varð fyrir á heimilinu á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Ákveðið var að stofna þriggja manna starfshóp undir forystu Vigdísar til að afla nauðsynlegra gagna og upplýsinga um starfsemi heimilisins á Hjalteyri svo unnt sé að taka ákvarðanir um hvort og með hvaða hætti starfsemin verði tekin til frekari rannsóknar og þá hver aðkoma viðkomandi sveitarfélaga skuli vera. Vigdís segir að starfshópurinn hafi nú þegar fundað í tvö skipti en auk Vigdísar sitja Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson lögmaður og Halldór Þormar Halldórsson, umsjónarmaður sanngirnisbóta í starfshópinum. Vinna hópsins hefur í fyrstu snúist um að setja saman verkáætlun að sögn Vigdísar. Verkefni hópsins er afmarkað Verkefni hins nýstofnaða starfshóps munu ná til þess að lýsa tildrögum að starfsemi heimilisins, lýsa því hvernig opinberu eftirliti var háttað og skila tillögum til stjórnvalda um frekari viðbrögð og afmörkun verkefnisins. Vigdís Häsler Sveinsdóttir stýrir vinnu hópsins.Aðsend Hópurinn á einnig að lýsa þeim lagahindrunum sem eru fyrir frekari rannsókn málsins og eftir atvikum að leggja fram tillögu að því hvort niðurstöður starfshópsins kalli á lagabreytingar. Miðað er við að starfshópurinn taki meðal annars til nánari skoðunar rannsóknir og skýrslur vistheimildanefndar. „Álitaefnið sem við stöndum frammi fyrir er hvort eigi að fara út í rannsóknir á vistun barna á einkaheimilum, það virðist vera af fréttaflutningi og öðrum gögnum að um einkaheimili hafi verið að ræða,“ sagði Vigdís í Reykjavík síðdegis í dag. Hópurinn mun ekki vinna eiginlega rannsókn um hvað gekk á á heimilinu. Segja má að starfshópurinn sinni eins konar undirbúningsvinnu. „Okkar hlutverk er fyrst og fremst að greina eðli þessarar starfsemi fyrir stjórnvöld og afmarka það fyrir áframhaldandi vinnu,“ sagði Vigdís. Vigdís reiknar með að hópurinn klári sína vinnu undir lok janúars á næsta ári. „Við stefnum að því miðað við verkáætlunina að ljúka okkar vinnu í kringum janúar, lok janúar. Við ætlum að vinna þetta hratt og vel, þetta er aðkallandi og það er mikill vilji hjá ráðherra að fá lausn þessara mála fljótt og örugglega.“ Er hægt að túlka þetta sem svo að þetta sé skref í rétt átt, í átt að réttlæti fyrir þá sem þarna dvöldu? „Já, ég tel það.“ Stjórnsýsla Barnaheimilið á Hjalteyri Ofbeldi gegn börnum Hörgársveit Réttindi barna Tengdar fréttir Mun stýra starfshópi um barnaheimilið á Hjalteyri Jón Gunnarsson innanríkisráðherra hefur skipað þriggja manna starfshóp undir forystu Vigdísar Häsler Sveinsdóttur lögfræðings til að afla nauðsynlegra gagna og upplýsinga um starfsemi heimilisins á Hjalteyri. 7. desember 2021 11:10 Daglegar pyntingar á Hjalteyri og enginn vildi hlusta Enn og aftur stígur fram maður sem segist hafa verið beittur hræðilegum pyntingum af hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Hann hefur í áranna rás reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá hjónin rannsökuð en segist aldrei hafa fengið áheyrn. 5. desember 2021 20:30 Tóku barn úr vistun vegna grunsamlegrar hegðunar Hjalteyrarhjónanna: Létu Garðabæ vita Garðabær fékk ítrekað ábendingar og eða kvartanir vegna hjóna sem önnuðust fjölda barna í bænum að sögn foreldra sem voru með barn í leikskóla hjá þeim. Foreldrarnir segjast hafa ákveðið að taka barnið sitt úr skólanum vegna grunsamlegrar hegðunar þeirra. Hjónin sem hafa verið ásökuð um ofbeldi og pyntingar gagnvart börnum störfuðu í 17 ár í Garðabæ. Maður sem var hjá þeim á Hjalteyri segist hafa reynt að láta Garðabæ og önnur yfirvöld vita af ofbeldinu sem þau beittu þar. 5. desember 2021 18:30 Skipar starfshóp til að rannsaka Hjalteyrarmálið Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp til að fara yfir málefni barnaheimilisins á Hjalteyri strax eftir helgi. 4. desember 2021 14:56 Tíu haft samband vegna Hjalteyrarhjónanna: Gættu að minnsta kosti 170 barna í Garðabæ Hjónin sem sökuð hafa verið um alvarlegt ofbeldi gagnvart börnum á Hjalteyri á síðustu öld að minnsta kosti á annað hundrað barna í Garðabæ á sautján ára tímabili á þessari öld. Tíu einstaklingar hafa þegar óskað eftir upplýsingum eða samtölum vegna starfa hjónanna í bænum. 3. desember 2021 19:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað um heimilið og rætt við fólk sem hefur sagt frá hræðilegu kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi sem það varð fyrir á heimilinu á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Ákveðið var að stofna þriggja manna starfshóp undir forystu Vigdísar til að afla nauðsynlegra gagna og upplýsinga um starfsemi heimilisins á Hjalteyri svo unnt sé að taka ákvarðanir um hvort og með hvaða hætti starfsemin verði tekin til frekari rannsóknar og þá hver aðkoma viðkomandi sveitarfélaga skuli vera. Vigdís segir að starfshópurinn hafi nú þegar fundað í tvö skipti en auk Vigdísar sitja Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson lögmaður og Halldór Þormar Halldórsson, umsjónarmaður sanngirnisbóta í starfshópinum. Vinna hópsins hefur í fyrstu snúist um að setja saman verkáætlun að sögn Vigdísar. Verkefni hópsins er afmarkað Verkefni hins nýstofnaða starfshóps munu ná til þess að lýsa tildrögum að starfsemi heimilisins, lýsa því hvernig opinberu eftirliti var háttað og skila tillögum til stjórnvalda um frekari viðbrögð og afmörkun verkefnisins. Vigdís Häsler Sveinsdóttir stýrir vinnu hópsins.Aðsend Hópurinn á einnig að lýsa þeim lagahindrunum sem eru fyrir frekari rannsókn málsins og eftir atvikum að leggja fram tillögu að því hvort niðurstöður starfshópsins kalli á lagabreytingar. Miðað er við að starfshópurinn taki meðal annars til nánari skoðunar rannsóknir og skýrslur vistheimildanefndar. „Álitaefnið sem við stöndum frammi fyrir er hvort eigi að fara út í rannsóknir á vistun barna á einkaheimilum, það virðist vera af fréttaflutningi og öðrum gögnum að um einkaheimili hafi verið að ræða,“ sagði Vigdís í Reykjavík síðdegis í dag. Hópurinn mun ekki vinna eiginlega rannsókn um hvað gekk á á heimilinu. Segja má að starfshópurinn sinni eins konar undirbúningsvinnu. „Okkar hlutverk er fyrst og fremst að greina eðli þessarar starfsemi fyrir stjórnvöld og afmarka það fyrir áframhaldandi vinnu,“ sagði Vigdís. Vigdís reiknar með að hópurinn klári sína vinnu undir lok janúars á næsta ári. „Við stefnum að því miðað við verkáætlunina að ljúka okkar vinnu í kringum janúar, lok janúar. Við ætlum að vinna þetta hratt og vel, þetta er aðkallandi og það er mikill vilji hjá ráðherra að fá lausn þessara mála fljótt og örugglega.“ Er hægt að túlka þetta sem svo að þetta sé skref í rétt átt, í átt að réttlæti fyrir þá sem þarna dvöldu? „Já, ég tel það.“
Stjórnsýsla Barnaheimilið á Hjalteyri Ofbeldi gegn börnum Hörgársveit Réttindi barna Tengdar fréttir Mun stýra starfshópi um barnaheimilið á Hjalteyri Jón Gunnarsson innanríkisráðherra hefur skipað þriggja manna starfshóp undir forystu Vigdísar Häsler Sveinsdóttur lögfræðings til að afla nauðsynlegra gagna og upplýsinga um starfsemi heimilisins á Hjalteyri. 7. desember 2021 11:10 Daglegar pyntingar á Hjalteyri og enginn vildi hlusta Enn og aftur stígur fram maður sem segist hafa verið beittur hræðilegum pyntingum af hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Hann hefur í áranna rás reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá hjónin rannsökuð en segist aldrei hafa fengið áheyrn. 5. desember 2021 20:30 Tóku barn úr vistun vegna grunsamlegrar hegðunar Hjalteyrarhjónanna: Létu Garðabæ vita Garðabær fékk ítrekað ábendingar og eða kvartanir vegna hjóna sem önnuðust fjölda barna í bænum að sögn foreldra sem voru með barn í leikskóla hjá þeim. Foreldrarnir segjast hafa ákveðið að taka barnið sitt úr skólanum vegna grunsamlegrar hegðunar þeirra. Hjónin sem hafa verið ásökuð um ofbeldi og pyntingar gagnvart börnum störfuðu í 17 ár í Garðabæ. Maður sem var hjá þeim á Hjalteyri segist hafa reynt að láta Garðabæ og önnur yfirvöld vita af ofbeldinu sem þau beittu þar. 5. desember 2021 18:30 Skipar starfshóp til að rannsaka Hjalteyrarmálið Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp til að fara yfir málefni barnaheimilisins á Hjalteyri strax eftir helgi. 4. desember 2021 14:56 Tíu haft samband vegna Hjalteyrarhjónanna: Gættu að minnsta kosti 170 barna í Garðabæ Hjónin sem sökuð hafa verið um alvarlegt ofbeldi gagnvart börnum á Hjalteyri á síðustu öld að minnsta kosti á annað hundrað barna í Garðabæ á sautján ára tímabili á þessari öld. Tíu einstaklingar hafa þegar óskað eftir upplýsingum eða samtölum vegna starfa hjónanna í bænum. 3. desember 2021 19:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Mun stýra starfshópi um barnaheimilið á Hjalteyri Jón Gunnarsson innanríkisráðherra hefur skipað þriggja manna starfshóp undir forystu Vigdísar Häsler Sveinsdóttur lögfræðings til að afla nauðsynlegra gagna og upplýsinga um starfsemi heimilisins á Hjalteyri. 7. desember 2021 11:10
Daglegar pyntingar á Hjalteyri og enginn vildi hlusta Enn og aftur stígur fram maður sem segist hafa verið beittur hræðilegum pyntingum af hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Hann hefur í áranna rás reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá hjónin rannsökuð en segist aldrei hafa fengið áheyrn. 5. desember 2021 20:30
Tóku barn úr vistun vegna grunsamlegrar hegðunar Hjalteyrarhjónanna: Létu Garðabæ vita Garðabær fékk ítrekað ábendingar og eða kvartanir vegna hjóna sem önnuðust fjölda barna í bænum að sögn foreldra sem voru með barn í leikskóla hjá þeim. Foreldrarnir segjast hafa ákveðið að taka barnið sitt úr skólanum vegna grunsamlegrar hegðunar þeirra. Hjónin sem hafa verið ásökuð um ofbeldi og pyntingar gagnvart börnum störfuðu í 17 ár í Garðabæ. Maður sem var hjá þeim á Hjalteyri segist hafa reynt að láta Garðabæ og önnur yfirvöld vita af ofbeldinu sem þau beittu þar. 5. desember 2021 18:30
Skipar starfshóp til að rannsaka Hjalteyrarmálið Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp til að fara yfir málefni barnaheimilisins á Hjalteyri strax eftir helgi. 4. desember 2021 14:56
Tíu haft samband vegna Hjalteyrarhjónanna: Gættu að minnsta kosti 170 barna í Garðabæ Hjónin sem sökuð hafa verið um alvarlegt ofbeldi gagnvart börnum á Hjalteyri á síðustu öld að minnsta kosti á annað hundrað barna í Garðabæ á sautján ára tímabili á þessari öld. Tíu einstaklingar hafa þegar óskað eftir upplýsingum eða samtölum vegna starfa hjónanna í bænum. 3. desember 2021 19:00