Costco ber að greiða ferðir starfsmanna utan áætlunartíma strætó Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. desember 2021 07:06 Deilur um ferðakostnað starfsmanna hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Vísir/Vilhelm Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Costco sé skylt að greiða starfsmönnum fyrir ferðir til og frá vinnu í verslunina við Kauptún í Garðabæ á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, óháð því hvernig starfsmenn haga ferðum til og frá vinnu á öðrum tíma. Þá kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að noti starfsmenn Costco eigin bifreið til að komast til eða frá vinnu á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, skuli fyrirtækið greiða þeim aksturskostnað samkvæmt kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins. Ágreiningur hefur verið uppi um þátttöku Costco í ferðakostnaði starfsmanna en umrætt mál varðaði meðal annars ógoldnar akstursgreiðslur nokkurra starfsmanna. Meðal þeirra var einn sem var í fullri vinnu í bakaríi Costco og hóf jafnan störf klukkan 4 að morgni, þegar almenningssamgöngur eru ekki valkostur. Það var Alþýðusamband Íslands sem sótti málið fyrir hönd félagsmanna VR en það byggði dómkröfur sínar meðal annars á því að skýr greiðsluskylda hvíldi á vinnuveitendum til greiðslu ferðakostnaðar þegar vinna hæfist eða lyki á tíma þegar strætisvagnar væru ekki valkostur og atvinnurekandi sæi starfsmönnum ekki fyrir ferðum. Sú skylda væri óháð því hvernig starfsmenn kæmu venjulega til vinnu. Costco sagði hins vegar að umræddu ákvæði í kjarasamningnum væri eingöngu ætlað að tryggja að starfsmenn sem almennt notuðu almenningssamgöngur vegna vinnu sinnar kæmust til og frá vinnu án viðbótarkostnaðar utan áætlunartíma strætisvagna. Umrætt ákvæði er svohljóðandi: „Ferðir til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnes), á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, greiðast af vinnuveitanda.“ Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt orðanna hljóðan fæli ákvæðið í sér ótvíræða skyldu vinnuveitanda til að greiða fyrir ferðir starfsmanna til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu þegar strætisvagnar væru ekki valkostur. „Ákvæðið er afdráttarlaust og er ekki gerður greinarmunur á því með hvaða hætti starfsmenn ferðast almennt til og frá vinnu. Því síður er greiðsluskylda skilyrt við að viðkomandi starfsmaður hafi í reynd borið kostnað, svo sem vegna ferðar með leigubifreið. Sú túlkun sem stefndi telur að leggja eigi til grundvallar fær þannig ekki stoð í orðalagi ákvæðisin,“ segir í dóminum. Þá kemst hann einnig að þeirri niðurstöðu að Costco beri að greiða starfsmönnum kílómetragjald fyrir ferðir á eigin bifreiðum utan áætlunartíma strætó. Dóminn má lesa hér. Costco Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Þá kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að noti starfsmenn Costco eigin bifreið til að komast til eða frá vinnu á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, skuli fyrirtækið greiða þeim aksturskostnað samkvæmt kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins. Ágreiningur hefur verið uppi um þátttöku Costco í ferðakostnaði starfsmanna en umrætt mál varðaði meðal annars ógoldnar akstursgreiðslur nokkurra starfsmanna. Meðal þeirra var einn sem var í fullri vinnu í bakaríi Costco og hóf jafnan störf klukkan 4 að morgni, þegar almenningssamgöngur eru ekki valkostur. Það var Alþýðusamband Íslands sem sótti málið fyrir hönd félagsmanna VR en það byggði dómkröfur sínar meðal annars á því að skýr greiðsluskylda hvíldi á vinnuveitendum til greiðslu ferðakostnaðar þegar vinna hæfist eða lyki á tíma þegar strætisvagnar væru ekki valkostur og atvinnurekandi sæi starfsmönnum ekki fyrir ferðum. Sú skylda væri óháð því hvernig starfsmenn kæmu venjulega til vinnu. Costco sagði hins vegar að umræddu ákvæði í kjarasamningnum væri eingöngu ætlað að tryggja að starfsmenn sem almennt notuðu almenningssamgöngur vegna vinnu sinnar kæmust til og frá vinnu án viðbótarkostnaðar utan áætlunartíma strætisvagna. Umrætt ákvæði er svohljóðandi: „Ferðir til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnes), á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, greiðast af vinnuveitanda.“ Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt orðanna hljóðan fæli ákvæðið í sér ótvíræða skyldu vinnuveitanda til að greiða fyrir ferðir starfsmanna til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu þegar strætisvagnar væru ekki valkostur. „Ákvæðið er afdráttarlaust og er ekki gerður greinarmunur á því með hvaða hætti starfsmenn ferðast almennt til og frá vinnu. Því síður er greiðsluskylda skilyrt við að viðkomandi starfsmaður hafi í reynd borið kostnað, svo sem vegna ferðar með leigubifreið. Sú túlkun sem stefndi telur að leggja eigi til grundvallar fær þannig ekki stoð í orðalagi ákvæðisin,“ segir í dóminum. Þá kemst hann einnig að þeirri niðurstöðu að Costco beri að greiða starfsmönnum kílómetragjald fyrir ferðir á eigin bifreiðum utan áætlunartíma strætó. Dóminn má lesa hér.
Costco Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira