Verst væri ef fólk missti trúna á endurvinnslu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. desember 2021 21:02 Blaðamaður Stundarinnar náði myndum af gríðarlegu magni íslensks plasts í vöruhúsi í smábænum Påryd í Suður-Svíþjóð á dögunum. Daníel Brandur Sigurgeirsson, stjórnandi hóps áhugamanna um endurvinnslu og endurnýtingu, segir málið mikil vonbrigði. Samsett/Stundin Gríðarlegt magn plasts frá Íslandi hefur legið óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Umhverfisráðherra segir mikilvægt að bregðast við en áhugamaður um endurvinnslu óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks. Gríðarlegt magn plasts frá Íslandi hefur legið óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Umhverfisverndarsinni óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks til endurvinnslu. Stundin greindi upprunalega frá málinu í október í fyrra en þar kom fram að endurvinnsluhlutfall plasts sem sænska endurvinnslufyrirtækið Swerec tók við, meðal annars frá Íslandi, væri í raun mun minna en fyrirtækið hafði lofað. Stundin birti síðan í dag myndir og myndbönd af vöruhúsi í bænum Påryd í Suður-Svíþjóð þar sem áætlað er að allt að fimmtán hundruð tonn af íslensku plasti sé að finna. Swerec hafði sent plastið í bæinn á sínum tíma til nýstofnaðs fyrirtækis sem fór síðan í þrot árið 2018. Það fyrirtæki skildi allt plastið eftir í vöruhúsinu. Úrvinnslusjóður ber ábyrgð á að íslenskt plast sé endurunnið en stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að þau myndu fara fram á það við Swerec að plastið í vöruhúsinu yrði endurunnið og úrganginum komið í þann farveg sem um var samið á sínum tíma. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra, segir mikilvægt að fólk treysti kerfinu sem byggt hefur verið upp hér á landi. „Við bíðum eftir nánari skýringum á því hvað er þarna á ferðinni og hvað er hægt að gera, því að við erum ekki að standa í þessu öllu saman til þess að plast fari á þennan stað þar sem það er núna, svo mikið er víst,“ segir Guðlaugur. Málið mikil vonbrigði Málið hefur vakið mikla athygli, meðal annars meðal hóps áhugamanna um endurvinnslu og endurnýtingu á Facebook en rúmlega sextán þúsund manns eru í hópnum. Daníel Brandur Sigurgeirsson, einn stjórnandi hópsins, segir fréttir af málinu mikil vonbrigði. „Við erum að treysta því að það sé verið að taka ruslið okkar og koma því á rétta staði og þarna er augljóst að það hefur ekki verið gert,“ segir Daníel en hann óttast að málið gæti haft slæmar afleiðingar í för með sér. „Það sem væri verst væri náttúrulega ef fólk myndi missa trúna á því að endurvinna og færi bara að setja allt í óflokkað, þá færi allt plast í eina hrúgu ofan í jörðina,“ segir Daníel. Til að koma í veg fyrir það þurfi endurvinnsluferlið allt að vera gagnsærra. Hann nefnir til að mynda að endurvinnslufyrirtæki hér á landi gætu nýtt tækifærið til að fara nákvæmlega yfir hvernig endurvinnsluferlið virkar. „Við þurfum bara að vita nákvæmlega hvert ruslið okkar fer og í tengslum við það þá væri rosa gott að vita líka hvaða áhrif hefur það ef við flokkum vitlaust,“ segir Daníel. „Ég held að það séu allir sammála um það að við viljum gera hlutina vel.“ --- Umhverfismál Tengdar fréttir Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið. 23. nóvember 2021 14:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Gríðarlegt magn plasts frá Íslandi hefur legið óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Umhverfisverndarsinni óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks til endurvinnslu. Stundin greindi upprunalega frá málinu í október í fyrra en þar kom fram að endurvinnsluhlutfall plasts sem sænska endurvinnslufyrirtækið Swerec tók við, meðal annars frá Íslandi, væri í raun mun minna en fyrirtækið hafði lofað. Stundin birti síðan í dag myndir og myndbönd af vöruhúsi í bænum Påryd í Suður-Svíþjóð þar sem áætlað er að allt að fimmtán hundruð tonn af íslensku plasti sé að finna. Swerec hafði sent plastið í bæinn á sínum tíma til nýstofnaðs fyrirtækis sem fór síðan í þrot árið 2018. Það fyrirtæki skildi allt plastið eftir í vöruhúsinu. Úrvinnslusjóður ber ábyrgð á að íslenskt plast sé endurunnið en stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að þau myndu fara fram á það við Swerec að plastið í vöruhúsinu yrði endurunnið og úrganginum komið í þann farveg sem um var samið á sínum tíma. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra, segir mikilvægt að fólk treysti kerfinu sem byggt hefur verið upp hér á landi. „Við bíðum eftir nánari skýringum á því hvað er þarna á ferðinni og hvað er hægt að gera, því að við erum ekki að standa í þessu öllu saman til þess að plast fari á þennan stað þar sem það er núna, svo mikið er víst,“ segir Guðlaugur. Málið mikil vonbrigði Málið hefur vakið mikla athygli, meðal annars meðal hóps áhugamanna um endurvinnslu og endurnýtingu á Facebook en rúmlega sextán þúsund manns eru í hópnum. Daníel Brandur Sigurgeirsson, einn stjórnandi hópsins, segir fréttir af málinu mikil vonbrigði. „Við erum að treysta því að það sé verið að taka ruslið okkar og koma því á rétta staði og þarna er augljóst að það hefur ekki verið gert,“ segir Daníel en hann óttast að málið gæti haft slæmar afleiðingar í för með sér. „Það sem væri verst væri náttúrulega ef fólk myndi missa trúna á því að endurvinna og færi bara að setja allt í óflokkað, þá færi allt plast í eina hrúgu ofan í jörðina,“ segir Daníel. Til að koma í veg fyrir það þurfi endurvinnsluferlið allt að vera gagnsærra. Hann nefnir til að mynda að endurvinnslufyrirtæki hér á landi gætu nýtt tækifærið til að fara nákvæmlega yfir hvernig endurvinnsluferlið virkar. „Við þurfum bara að vita nákvæmlega hvert ruslið okkar fer og í tengslum við það þá væri rosa gott að vita líka hvaða áhrif hefur það ef við flokkum vitlaust,“ segir Daníel. „Ég held að það séu allir sammála um það að við viljum gera hlutina vel.“ ---
Umhverfismál Tengdar fréttir Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið. 23. nóvember 2021 14:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið. 23. nóvember 2021 14:02