„Eins og beljurnar þegar þær fara út á vorin“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. desember 2021 23:52 Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, er að vonum hæstánægður með opnun fyrir jól. Stöð 2 Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í gær fremur skyndilega eftir mikla snjókomu aðfaranótt miðvikudags og fjölmennti skíðafólk í brekkurnar í dag. Nokkur ár eru síðan það tókst síðast að opna svæðið fyrir jól. Nokkur þúsund manns lögðu leið sína í Bláfjöll í dag á þessum öðrum degi opnunar svæðisins. Óvíst var hvort að það næðist að opna svæðið fyrir jól. Töluvert kyngdi hins vegar niður af snjó í síðustu viku og aðfaranótt miðvikudagsins bætti svo verulega í. „Þá var bara ekkert annað að gera en að opna,“ segir Einar Bjarnason rekstarstjóri Bláfjalla en starfsfólk skíðasvæðsins hefur haft í nógu að snúast við að gera brekkurnar klárar í gær og í dag. Það þykir nokkuð gott að ná að opna svæðið fyrir jól enda hefur það ekki verið venjan síðustu ár. „Við erum rosa ánægðir. Við segjum alltaf við opnum fyrir jól en það mistekst rosa oft en það tókst núna þannig að við erum ánægðir. Ég myndi segja svona fimm sex ár síðan við opnuðum svona snemma.“ Númer tvö Einar segir skíðafólk hafa flykkst að í dag og allir verið sáttir enda hafi færið verið gott. Gleðin hafi verið alsrándi meðal gesta fjallsins. „Eins og beljurnar þegar þær fara út á vorin.“ Reyna á að hafa áfram opið um helgina ef aðstæður leyfa. „Það bara á að vera opið alla daga ef hægt er en svo er það bara veðrið hérna fyrir ofan sem að stjórnar því svolítið en við vonum það besta bara.“ Flest skíðasvæði landsins eru enn lokuð og opnun Bláfjalla heyrir því til tíðinda. „Það er búið að opna Tindastól. Þeir voru klárlega fyrstir en við vorum númer tvö og við erum ekki sáttir við það. Við verðum fyrstir á næsta ári.“ Einar segir oft þétt skíðað á góðum dögum í brekkunum en veður var stillt framan af degi. „Á góðum degi þá getum við alveg farið upp í sjö þúsund en fimm þúsund er alveg fínt sko. Hitt er of mikið.“ Skíðasvæði Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Nokkur þúsund manns lögðu leið sína í Bláfjöll í dag á þessum öðrum degi opnunar svæðisins. Óvíst var hvort að það næðist að opna svæðið fyrir jól. Töluvert kyngdi hins vegar niður af snjó í síðustu viku og aðfaranótt miðvikudagsins bætti svo verulega í. „Þá var bara ekkert annað að gera en að opna,“ segir Einar Bjarnason rekstarstjóri Bláfjalla en starfsfólk skíðasvæðsins hefur haft í nógu að snúast við að gera brekkurnar klárar í gær og í dag. Það þykir nokkuð gott að ná að opna svæðið fyrir jól enda hefur það ekki verið venjan síðustu ár. „Við erum rosa ánægðir. Við segjum alltaf við opnum fyrir jól en það mistekst rosa oft en það tókst núna þannig að við erum ánægðir. Ég myndi segja svona fimm sex ár síðan við opnuðum svona snemma.“ Númer tvö Einar segir skíðafólk hafa flykkst að í dag og allir verið sáttir enda hafi færið verið gott. Gleðin hafi verið alsrándi meðal gesta fjallsins. „Eins og beljurnar þegar þær fara út á vorin.“ Reyna á að hafa áfram opið um helgina ef aðstæður leyfa. „Það bara á að vera opið alla daga ef hægt er en svo er það bara veðrið hérna fyrir ofan sem að stjórnar því svolítið en við vonum það besta bara.“ Flest skíðasvæði landsins eru enn lokuð og opnun Bláfjalla heyrir því til tíðinda. „Það er búið að opna Tindastól. Þeir voru klárlega fyrstir en við vorum númer tvö og við erum ekki sáttir við það. Við verðum fyrstir á næsta ári.“ Einar segir oft þétt skíðað á góðum dögum í brekkunum en veður var stillt framan af degi. „Á góðum degi þá getum við alveg farið upp í sjö þúsund en fimm þúsund er alveg fínt sko. Hitt er of mikið.“
Skíðasvæði Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira