Þungir dómar vegna eldsvoða sem varð 242 að bana Árni Sæberg skrifar 11. desember 2021 08:32 242 léstust í eldsvoða á skemmtistaðnum Kiss Neco Varella/EPA Fjórir hafa verið dæmdir í fangelsi í Brasilíu vegna eldsvoða á skemmtistað sem varð 242 að bana árið 2013. Eldur kom upp á skemmtistaðnum Kiss í Santa Maria í Brasilíu árið 2013 eftir að meðlimir hljómsveitar, sem þar tróð upp, kveiktu á blysum á sviði. Frá blysunum barst eldur í loftklæðningu skemmtistaðarins sem var fljótt alelda, þá risu eiturgufur upp þegar klæðningin brann. Mikill troðningur var á staðnum og fór svo að 242 gestir og starfsmenn létu lífið, flestir vegna innöndunar reyks. Tveir meðlimir hljómsveitarinnar, Marcelo de Jesus dos Santos og Luciano Bonilha Leão, hafa nú verið dæmdir til átján ára fangelsisvistar vegna hluta þeirra í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá. „Því fleiri inni, því betra“ Tveir eigendur skemmtistaðarins, Elissandro Spohr og Mauro Hoffmann, hlutu þyngri dóma. 22 og nítján ára fangelsi hvor um sig. Rannsókn lögreglu á sínum tíma leiddi í ljós að engin slökkvitæki var að finna á Kiss og neyðarútgangar voru einungis tveir. Þá sagði Kátia Giane Pacheco Siqueira, starfsmaður Kiss sem lifði eldsvoðann af, að stefna skemmtistaðarins hafi verið „Því fleiri inni, því betra.“ Hún hlaut alvarleg brunasár á tæplega helming líkama síns. Fjórmenningunum hefur verið sleppt úr haldi þar sem þeir hafa allir áfrýjað málinu. Eldsvoðar á skemmtistöðum algengir Svo virðist vera sem algengara sé að mannskæðir eldsvoðar verði á skemmtistöðum en annars staðar. Í kjölfar eldsvoðans sem hér um ræðir tók AP fréttastofan saman lista yfir mannskæðustu skemmtistaðaeldsvoða sögunnar. Því miður er ljóst að nokkuð hefur bæst við þennan lista frá árinu 2013. Brasilía Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Eldur kom upp á skemmtistaðnum Kiss í Santa Maria í Brasilíu árið 2013 eftir að meðlimir hljómsveitar, sem þar tróð upp, kveiktu á blysum á sviði. Frá blysunum barst eldur í loftklæðningu skemmtistaðarins sem var fljótt alelda, þá risu eiturgufur upp þegar klæðningin brann. Mikill troðningur var á staðnum og fór svo að 242 gestir og starfsmenn létu lífið, flestir vegna innöndunar reyks. Tveir meðlimir hljómsveitarinnar, Marcelo de Jesus dos Santos og Luciano Bonilha Leão, hafa nú verið dæmdir til átján ára fangelsisvistar vegna hluta þeirra í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá. „Því fleiri inni, því betra“ Tveir eigendur skemmtistaðarins, Elissandro Spohr og Mauro Hoffmann, hlutu þyngri dóma. 22 og nítján ára fangelsi hvor um sig. Rannsókn lögreglu á sínum tíma leiddi í ljós að engin slökkvitæki var að finna á Kiss og neyðarútgangar voru einungis tveir. Þá sagði Kátia Giane Pacheco Siqueira, starfsmaður Kiss sem lifði eldsvoðann af, að stefna skemmtistaðarins hafi verið „Því fleiri inni, því betra.“ Hún hlaut alvarleg brunasár á tæplega helming líkama síns. Fjórmenningunum hefur verið sleppt úr haldi þar sem þeir hafa allir áfrýjað málinu. Eldsvoðar á skemmtistöðum algengir Svo virðist vera sem algengara sé að mannskæðir eldsvoðar verði á skemmtistöðum en annars staðar. Í kjölfar eldsvoðans sem hér um ræðir tók AP fréttastofan saman lista yfir mannskæðustu skemmtistaðaeldsvoða sögunnar. Því miður er ljóst að nokkuð hefur bæst við þennan lista frá árinu 2013.
Brasilía Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira