Níundu umferð lokið í CS:GO: Mikið um óvænt úrslit Snorri Rafn Hallsson skrifar 11. desember 2021 18:00 Níundu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk í gær þegar Vallea hafði betur gegn Ármanni. Dusty enn ósigraðir. Staðan Þegar litið er yfir stöðutöfluna í Vodafonedeildinni eftir þessa umferð er ekki miklar breytingar að sjá. Dusty situr enn sem fastast á toppnum og þar á eftir fylgja Þór og XY. Með sigri á Ármanni tókst Vallea þó að smygla sér fyrir ofan þá en þar á eftir raða sér Saga, Fylkir og Kórdrengir eftir sem áður. Séu stigin skoðuð kemur í ljós að Þór hefur tapað töluverðu af forskoti sínu sem þeir höfðu í öðru sætinu og færri stig skilja að liðin í 2.-7. sæti. Vallea hefur jafnað XY að stigum og hafa bæði lið unnið fimm leiki núna, einungis einum færri en Þór. Þá hefur Fylkir náð Sögu að stigum og eru þau aðeins einum sigri frá því að jafna Ármann í fimmta sætinu. Staðan hefur því opnast mikið og bjóða næstu umferðir upp á möguleikann á þó nokkrum sviptingum. Leikir vikunnar Í síðustu viku kom fátt á óvart en aðra sögu er að segja eftir þessa umferð. Umferðin hófst á leik Fylkis og Þórs í Vertigo kortinu þar sem Þór hafði unnið 16-10 í fyrri leik liðanna. Eftir tapið gegn Vallea í áttundu umferð voru Þórsarar ekki upp á sitt besta á meðan Fylkismenn komu heitir inn eftir annan sigur sinn á Kórdrengjum. Þórsarar höfðu þó yfirhöndina í fyrri hálfleik þar sem Zerq og Pat voru einu leikmenn Fylkis sem hittu eitthvað og hélt Þór efnahag Fylkis í skefjum. Fylkismenn voru þó hvergi af baki dottnir og þrátt fyrir 5 stiga mun tókst þeim að jafna metin eftir venjulegan leiktíma. Zerq fór þar fremstur fyrir sínum mönnum í Fylki sem stigu allir upp til að stoppa í götin og tryggja Fylki frábæran sigur í framlengingu, 19-15. Þá var komið að síðari leik þriðjudagskvöldsins og voru úrslitin ekki síður óvænt þar. XY náði góðri forystu gegn Kórdrengjum í Nuke kortinu framan af en urðu örlítið kærulausir um miðbik fyrri hálfleik. Þá tókst Kórdrengjum að teygja á vörninni og með seiglu og hugmyndaauðgi unnu Kórdrengir úr erfiðum stöðum og var staðan eins jöfn og hugsast getur í hálfleik. Kórdrengir komust svo yfir í upphafi síðari hálfleiks en leikurinn var fram og til baka og um tíma leit út fyrir að XY tækist að sigla sigrinum heim. Kórdrengir rifu sig þá í gang og munaði mestu um Hyperactive og Demant sem hrifsuðu til sín völdin og gerðu út af við draum XY um annað sætið og unnu fyrsta leikinn á tímabilinu fyrir lið sitt, 16-12. Föstudagskvöldið var ekki síður skemmtilegt áhorfs og hófst það á viðureign Dusty og Sögu. Pallib0ndi kom í stað Midgards í Dusty en Midgard hefur sagt skilið við liðið þrátt fyrir ágætan árangur á tímabilinu. Það reyndist ekki mikil blóðtaka og tefldi Dusty fram leikglöðu og stórskemmtilegu liði sem framkvæmdi einfaldar aðgerðir á nákvæman og agaðan hátt. Er skemmst frá því að segja að Saga átti aldrei möguleika í leiknum sem Dusty einfaldlega rúllaði upp 16-4. Lokaleikur umferðarinnar var heldur ekki af síðri gerðinni. Þar mættust Vallea og Ármann í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar. Vallea náði góðu forskoti í upphafi leiks þar sem eitthvað vantaði upp á samskipti og aga í liði Ármanns en snerist það svo fljótlega við og upphófst æsispennandi og hnífjafn leikur. Liðin skiptust á að eiga stórkostlegar lotur og komst Ármann nokkrum sinnum yfir, en þrjóska og seigla Vallea gerði það að verkum að sigurinn fór til þeirra í síðustu lotunni þegar allt leit út fyrir að framlengingar væri þörf til að skera út um leikinn og voru úrslitin 16-14 fyrir Vallea. Næstu leikir Tíunda umferðin og sú síðasta fyrir jólafrí fer fram í næstu viku og er dagskráin eftirfarandi: Vallea - Saga, 14. des. kl. 20:30. Ármann - Þór, 14. des. kl. 21:30. XY - Fylkir, 17. des. kl. 20:30. Dusty - Kórdrengir, 17. des. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti
Staðan Þegar litið er yfir stöðutöfluna í Vodafonedeildinni eftir þessa umferð er ekki miklar breytingar að sjá. Dusty situr enn sem fastast á toppnum og þar á eftir fylgja Þór og XY. Með sigri á Ármanni tókst Vallea þó að smygla sér fyrir ofan þá en þar á eftir raða sér Saga, Fylkir og Kórdrengir eftir sem áður. Séu stigin skoðuð kemur í ljós að Þór hefur tapað töluverðu af forskoti sínu sem þeir höfðu í öðru sætinu og færri stig skilja að liðin í 2.-7. sæti. Vallea hefur jafnað XY að stigum og hafa bæði lið unnið fimm leiki núna, einungis einum færri en Þór. Þá hefur Fylkir náð Sögu að stigum og eru þau aðeins einum sigri frá því að jafna Ármann í fimmta sætinu. Staðan hefur því opnast mikið og bjóða næstu umferðir upp á möguleikann á þó nokkrum sviptingum. Leikir vikunnar Í síðustu viku kom fátt á óvart en aðra sögu er að segja eftir þessa umferð. Umferðin hófst á leik Fylkis og Þórs í Vertigo kortinu þar sem Þór hafði unnið 16-10 í fyrri leik liðanna. Eftir tapið gegn Vallea í áttundu umferð voru Þórsarar ekki upp á sitt besta á meðan Fylkismenn komu heitir inn eftir annan sigur sinn á Kórdrengjum. Þórsarar höfðu þó yfirhöndina í fyrri hálfleik þar sem Zerq og Pat voru einu leikmenn Fylkis sem hittu eitthvað og hélt Þór efnahag Fylkis í skefjum. Fylkismenn voru þó hvergi af baki dottnir og þrátt fyrir 5 stiga mun tókst þeim að jafna metin eftir venjulegan leiktíma. Zerq fór þar fremstur fyrir sínum mönnum í Fylki sem stigu allir upp til að stoppa í götin og tryggja Fylki frábæran sigur í framlengingu, 19-15. Þá var komið að síðari leik þriðjudagskvöldsins og voru úrslitin ekki síður óvænt þar. XY náði góðri forystu gegn Kórdrengjum í Nuke kortinu framan af en urðu örlítið kærulausir um miðbik fyrri hálfleik. Þá tókst Kórdrengjum að teygja á vörninni og með seiglu og hugmyndaauðgi unnu Kórdrengir úr erfiðum stöðum og var staðan eins jöfn og hugsast getur í hálfleik. Kórdrengir komust svo yfir í upphafi síðari hálfleiks en leikurinn var fram og til baka og um tíma leit út fyrir að XY tækist að sigla sigrinum heim. Kórdrengir rifu sig þá í gang og munaði mestu um Hyperactive og Demant sem hrifsuðu til sín völdin og gerðu út af við draum XY um annað sætið og unnu fyrsta leikinn á tímabilinu fyrir lið sitt, 16-12. Föstudagskvöldið var ekki síður skemmtilegt áhorfs og hófst það á viðureign Dusty og Sögu. Pallib0ndi kom í stað Midgards í Dusty en Midgard hefur sagt skilið við liðið þrátt fyrir ágætan árangur á tímabilinu. Það reyndist ekki mikil blóðtaka og tefldi Dusty fram leikglöðu og stórskemmtilegu liði sem framkvæmdi einfaldar aðgerðir á nákvæman og agaðan hátt. Er skemmst frá því að segja að Saga átti aldrei möguleika í leiknum sem Dusty einfaldlega rúllaði upp 16-4. Lokaleikur umferðarinnar var heldur ekki af síðri gerðinni. Þar mættust Vallea og Ármann í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar. Vallea náði góðu forskoti í upphafi leiks þar sem eitthvað vantaði upp á samskipti og aga í liði Ármanns en snerist það svo fljótlega við og upphófst æsispennandi og hnífjafn leikur. Liðin skiptust á að eiga stórkostlegar lotur og komst Ármann nokkrum sinnum yfir, en þrjóska og seigla Vallea gerði það að verkum að sigurinn fór til þeirra í síðustu lotunni þegar allt leit út fyrir að framlengingar væri þörf til að skera út um leikinn og voru úrslitin 16-14 fyrir Vallea. Næstu leikir Tíunda umferðin og sú síðasta fyrir jólafrí fer fram í næstu viku og er dagskráin eftirfarandi: Vallea - Saga, 14. des. kl. 20:30. Ármann - Þór, 14. des. kl. 21:30. XY - Fylkir, 17. des. kl. 20:30. Dusty - Kórdrengir, 17. des. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti