Enski boltinn

Dramatík á Brúnni | Öruggt hjá Arsenal

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jorginho sést hér tryggja Chelsea öll þrjú stigin í dag.
Jorginho sést hér tryggja Chelsea öll þrjú stigin í dag. Mike Hewitt/Getty Images

Það var mikil dramatík er Leeds United sótti Chelsea heim. Fór það svo að heimamenn unnu 3-2 sigur þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þá vann Arsenal þægilegan sigur.

Lætin á Brúnni í Lundúnum hófust þegar gestirnir frá Leeds fengu vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma. Raphinha skoraði og kom Leeds 1-0 yfir. Líkt og svo oft áður á þessari leiktíð steig Mason Mount upp fyrir Chelsea þegar mest á reyndi.

Hann jafnaði metin á 42. mínútu og staðan því 1-1 í hálfleik. Þegar tæp klukkustund var liðin fengu heimamenn svo vítaspyrnu sem Jorginho skoraði af öryggi úr. Gestirnir gáfust þó ekki upp og þegar sjö mínútur voru til leiksloka jafnaði Joe Gelhardt metin.

Staðan orðin 2-2 og virtist sem slæmt gengi Chelsea myndi halda áfram. Í uppbótartíma fengu heimamenn hins vegar aðra vítaspyrnu og aftur skoraði Jorginho, að þessu sinni þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Staðan orðin 3-2 og reyndust það lokatölur leiksins. Heimamenn halda því í við toppliðin tvö á meðan Leeds er aðeins sex stigum frá fallsæti.

Þá batt Arsenal enda á slæmt gengi með 3-0 sigri á Southampton. Alexandre Lacazette, Martin Ödegaard og Gabriel með mörkin. Sigurinn lyftir Arsneal upp fyrir Manchester United og Tottenham Hotspur í 5. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Sterling kom Man City til bjargar

Raheem Sterling kom Manchester City til bjargar er hann skoraði eina mark liðsins gegn Wolves í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×