Enski boltinn

Kórónu­veiru­smit í leik­manna­hóp Man United

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Upp er komið kórónuveirusmit í herbúðum Manchester United.
Upp er komið kórónuveirusmit í herbúðum Manchester United. Getty/Simon Stacpoole

Æfingu Manchester United í dag var frestað sökum kórónuveirusmits í leikmannahóp liðsins.

Leikmenn Manchester United mættu á Carrington-æfingasvæðið í morgun fyrir létta æfingu daginn eftir leik en liðið vann 1-0 útisigur á Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Á endanum tóku mun færri þátt í æfingunni heldur en áætlað var þar sem nokkrir leik- og starfsmenn greindust með veiruna. Voru þeir aðilar sendir heim í einangrun.

Samkvæmt frétt The Athletic greindist enginn af þeim leikmönnum sem voru í leikmannahópnum gegn Norwich í gær.

Félagið hefur látið ensku úrvalsdeildina vita og er óvíst hvort leikur liðsins gegn Brentford á þriðjudaginn kemur geti farið fram.

Þetta er annað hópsmitið sem kemur upp í ensku úrvalsdeildinni á skömmum tíma en Tottenham Hotspur hefur nú þurft að fresta einum leik í deildinni sem og öðrum í Evrópudeildinni.


Tengdar fréttir

Öðrum leik Tottenham frestað vegna hópsmitsins

Tottenham Hotspur gat ekki tekið á móti Rennes í Sambandsdeild Evrópu í kvöld vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða liðsins. Nú hefur enska úrvalsdeildin ákveðið að fresta leik liðsins gegn Brighton sem átti að fara fram næsta sunnudag.

Átta leikmenn Spurs smitaðir

Átta leikmenn og fimm úr starfsliði Tottenham hafa greinst með kórónuveiruna. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Spurs, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×