Flúðu niður í kjallara í hvirfilbylnum Snorri Másson skrifar 12. desember 2021 19:46 Elín Ásvaldsdóttir hefur búið í Bandaríkjunum frá 1993 og segist því miður vön hvirfilbyljunum. Hún slapp við hættu að þessu sinni, en veðrin verða sífellt verri. Stöð 2 Hátt í hundrað eru látnir í einhverjum verstu náttúruhamförum í seinni tíð í Bandaríkjunum. Íslendingur í St. Louis sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina segir eyðilegginguna ofboðslega. Á víðfeðmu svæði í sex ríkjum Bandaríkjanna ríkir víðast hvar mikið hörmungarástand. Tala látinna nálgast hundrað og björgunarstarfi er víðast hvar sinnt af veikum mætti. Kentucky-ríki hefur orðið einna verst úti. Ríkisstjórni í Kentucky fullyrti í dag að hvirfilbylurinn væri sá allra mannskæðasti í sögu ríkisins. Elín ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Elín Ásvaldsdóttir glerlistakona er búsett í St. Louis í Missouri, töluvert norðvestur af versta hamfarasvæðinu í Kentucky, og hefur verið í Bandaríkjunum frá árinu 1993. Áður en hvirfilbylurinn reið yfir hafði veðrið verið einkar gott eins og venjulega þegar óveður af þessum toga er í aðsigi. En svo skall það á af fullum þunga á föstudag, með tilheyrandi viðvörunarkerfum sem fóru í gang. „Þannig að við náttúrulega stukkum bara ofan í kjallara og vorum þar mestallt kvöldið. Ég held að ég hafi farið að sofa um ellefuleytið. Þegar maður er vanur því að vera með þetta svona yfir sér tekur maður þetta ekki alveg eins alvarlega og maður ætti að gera alltaf. En við vorum heppin að það kom ekkert hjá okkur. En rétt áður en ég fór að sofa kom þetta á Amazon-bygginguna,“ segir Elín í samtali við fréttastofu. Í rúmlega hálftíma fjarlægð frá heimili Elínar féll vöruhús Amazon saman með þeim afleiðingum að sex létust. „Þetta er bara ömurlegt. Það er svo oft sem þetta kemur og það verður svo ofboðsleg eyðilegging. Það er ekkert sem maður getur gert nema vera ofan í kjallara og það er ástæðan fyrir því flestir eru með kjallara í húsinu hjá sér. Það er eiginlega öruggasti staðurinn til að vera á með svona mikið af steinsteypu í kringum mann,“ segir Elín. Svona harkalegar hamfarir vekja umræðu um loftslagsmál vestanhafs, en hvifilbylir fara versnandi með ári hverju. „Þú veist hvernig Ameríkanar eru, þeir eru svo pólaríseraðir. Minn helmingur, eins og ég segi, sem vill gera eitthvað í málunum, og svo annar helmingur sem segir að þetta sé ekki að gerast. Þannig að ég vona bara að umheimurinn leggist á eitt og breyti sínum gjörðum svo að heimurinn sleppi við þetta,“ segir Elín. Náttúruhamfarir Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56 Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Á víðfeðmu svæði í sex ríkjum Bandaríkjanna ríkir víðast hvar mikið hörmungarástand. Tala látinna nálgast hundrað og björgunarstarfi er víðast hvar sinnt af veikum mætti. Kentucky-ríki hefur orðið einna verst úti. Ríkisstjórni í Kentucky fullyrti í dag að hvirfilbylurinn væri sá allra mannskæðasti í sögu ríkisins. Elín ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2: Elín Ásvaldsdóttir glerlistakona er búsett í St. Louis í Missouri, töluvert norðvestur af versta hamfarasvæðinu í Kentucky, og hefur verið í Bandaríkjunum frá árinu 1993. Áður en hvirfilbylurinn reið yfir hafði veðrið verið einkar gott eins og venjulega þegar óveður af þessum toga er í aðsigi. En svo skall það á af fullum þunga á föstudag, með tilheyrandi viðvörunarkerfum sem fóru í gang. „Þannig að við náttúrulega stukkum bara ofan í kjallara og vorum þar mestallt kvöldið. Ég held að ég hafi farið að sofa um ellefuleytið. Þegar maður er vanur því að vera með þetta svona yfir sér tekur maður þetta ekki alveg eins alvarlega og maður ætti að gera alltaf. En við vorum heppin að það kom ekkert hjá okkur. En rétt áður en ég fór að sofa kom þetta á Amazon-bygginguna,“ segir Elín í samtali við fréttastofu. Í rúmlega hálftíma fjarlægð frá heimili Elínar féll vöruhús Amazon saman með þeim afleiðingum að sex létust. „Þetta er bara ömurlegt. Það er svo oft sem þetta kemur og það verður svo ofboðsleg eyðilegging. Það er ekkert sem maður getur gert nema vera ofan í kjallara og það er ástæðan fyrir því flestir eru með kjallara í húsinu hjá sér. Það er eiginlega öruggasti staðurinn til að vera á með svona mikið af steinsteypu í kringum mann,“ segir Elín. Svona harkalegar hamfarir vekja umræðu um loftslagsmál vestanhafs, en hvifilbylir fara versnandi með ári hverju. „Þú veist hvernig Ameríkanar eru, þeir eru svo pólaríseraðir. Minn helmingur, eins og ég segi, sem vill gera eitthvað í málunum, og svo annar helmingur sem segir að þetta sé ekki að gerast. Þannig að ég vona bara að umheimurinn leggist á eitt og breyti sínum gjörðum svo að heimurinn sleppi við þetta,“ segir Elín.
Náttúruhamfarir Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56 Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
„Óhugsandi harmleikur“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. 12. desember 2021 07:56
Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. 11. desember 2021 18:55