UNICEF: Heimsfaraldurinn grefur undan áratuga framförum í réttindum barna Heimsljós 14. desember 2021 13:11 Unicef Fleiri börn á heimsvísu búa nú við hungur, ofbeldi, misnotkun, fátækt, skert aðgengi að menntun, heilbrigðisþjónustu, matvælaöryggi og grunnþjónustu. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur grafið undan áratuga framförum í réttindum barna með aukinni fátækt, skertri heilbrigðisþjónustu, lakara aðgengi að menntun, næringu, barnavernd og geðheilbrigðisþjónustu. Þetta er niðurstaða skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni er kastljósinu beint að afleiðingum heimsfaraldursins. „Í gegnum tíðina hefur UNICEF lagt grunn að heilbrigðara og öruggara umhverfi fyrir börn um allan heim með frábærum árangri fyrir milljónir barna. Þessum árangri er nú ógnað,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Heimsfaraldur COVID-19 er stærsta ógn við framfarir í þágu barna í 75 ára sögu okkar. Fleiri börn á heimsvísu búa nú við hungur, ofbeldi, misnotkun, fátækt, skert aðgengi að menntun, heilbrigðisþjónustu, matvælaöryggi og grunnþjónustu. Staða barna hefur tekið mörg skref aftur á bak.“ Í skýrslunni kemur fram að börnum sem búa við fjölþætta fátækt vegna heimsfaraldursins hafi fjölgað um 100 milljónir eða sem nemur 10 prósentum frá árinu 2019. Samkvæmt niðurstöðu skýrslunnar er áætlað, jafnvel þó miðað sé við bestu mögulegu sviðsmyndina, að það muni taka sjö til átta ár að ná jafnvægi í þeim fjölda barna sem býr við fátækt og endurheimta þá stöðu sem var fyrir heimsfaraldurinn. . Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar - Preventing a lost decade: Urgent action to reverse the devastating impact of COVID-19 on children and young people - má nefna að börnum sem búa á heimili þar sem fjárhagsleg fátækt ríkir hefur fjölgað um 60 milljónir frá því fyrir heimsfaraldurinn og að árið 2020 hafi 23 milljónir barna misst af grunnbólusetningum eða fjórum milljónum fleiri börn en árið 2019. Aðrar niðurstöður: Á hápunkti faraldursins voru 1,6 milljarðar barna ekki í skóla vegna lokana; Geðheilbrigðisvandi hefur hrjáð rúmlega 13 prósent ungmenna á aldrinum 10-19 ára á heimsvísu. Þá raskaði heimsfaraldurinn nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu hjá 93% þjóða á heimsvísu; 10 milljón fleiri barnahjónabönd munu verða að veruleika vegna afleiðinga faraldursins næsta áratuginn; Fjöldi barna í barnaþrælkun hefur náð 160 milljónum á heimsvísu og hefur sá fjöldi aukist um 8,4 milljónir á síðustu fjórum árum. Fátækt vegna faraldursins setur 9 milljónir barna til viðbótar í hættu á að vera þvinguð til vinnu fyrir árslok 2022. 50 milljónir barna eru langt undir kjörþyngd, hættulegustu tegund vannæringar, og áætlað er að þessi tala hækki um 9 milljónir fyrir árslok 2022. Nánar á vef UNICEF á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent
Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur grafið undan áratuga framförum í réttindum barna með aukinni fátækt, skertri heilbrigðisþjónustu, lakara aðgengi að menntun, næringu, barnavernd og geðheilbrigðisþjónustu. Þetta er niðurstaða skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni er kastljósinu beint að afleiðingum heimsfaraldursins. „Í gegnum tíðina hefur UNICEF lagt grunn að heilbrigðara og öruggara umhverfi fyrir börn um allan heim með frábærum árangri fyrir milljónir barna. Þessum árangri er nú ógnað,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Heimsfaraldur COVID-19 er stærsta ógn við framfarir í þágu barna í 75 ára sögu okkar. Fleiri börn á heimsvísu búa nú við hungur, ofbeldi, misnotkun, fátækt, skert aðgengi að menntun, heilbrigðisþjónustu, matvælaöryggi og grunnþjónustu. Staða barna hefur tekið mörg skref aftur á bak.“ Í skýrslunni kemur fram að börnum sem búa við fjölþætta fátækt vegna heimsfaraldursins hafi fjölgað um 100 milljónir eða sem nemur 10 prósentum frá árinu 2019. Samkvæmt niðurstöðu skýrslunnar er áætlað, jafnvel þó miðað sé við bestu mögulegu sviðsmyndina, að það muni taka sjö til átta ár að ná jafnvægi í þeim fjölda barna sem býr við fátækt og endurheimta þá stöðu sem var fyrir heimsfaraldurinn. . Meðal annarra niðurstaðna skýrslunnar - Preventing a lost decade: Urgent action to reverse the devastating impact of COVID-19 on children and young people - má nefna að börnum sem búa á heimili þar sem fjárhagsleg fátækt ríkir hefur fjölgað um 60 milljónir frá því fyrir heimsfaraldurinn og að árið 2020 hafi 23 milljónir barna misst af grunnbólusetningum eða fjórum milljónum fleiri börn en árið 2019. Aðrar niðurstöður: Á hápunkti faraldursins voru 1,6 milljarðar barna ekki í skóla vegna lokana; Geðheilbrigðisvandi hefur hrjáð rúmlega 13 prósent ungmenna á aldrinum 10-19 ára á heimsvísu. Þá raskaði heimsfaraldurinn nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu hjá 93% þjóða á heimsvísu; 10 milljón fleiri barnahjónabönd munu verða að veruleika vegna afleiðinga faraldursins næsta áratuginn; Fjöldi barna í barnaþrælkun hefur náð 160 milljónum á heimsvísu og hefur sá fjöldi aukist um 8,4 milljónir á síðustu fjórum árum. Fátækt vegna faraldursins setur 9 milljónir barna til viðbótar í hættu á að vera þvinguð til vinnu fyrir árslok 2022. 50 milljónir barna eru langt undir kjörþyngd, hættulegustu tegund vannæringar, og áætlað er að þessi tala hækki um 9 milljónir fyrir árslok 2022. Nánar á vef UNICEF á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent