Leiðtogi stjórnarandstöðunnar dæmdur í átján ára fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2021 13:47 Sergei Tikhanovsky bauð sig fram gegn Aleksandr Lúkasjenka í forsetakosningunum í ágúst 2020, en var handtekinn áður en til þeirra kom. EPA Dómstóll í Hvíta-Rússlandi dæmdi í dag leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, Sergei Tikhanovsky, í átján ára fangelsi fyrir að hafa skipulagt óeirðir og mótmæli gegn forsetanum Alexandr Lúkasjenka. Tikhanovsky bauð sig fram gegn Lúkasjenka í forsetakosningunum 2020, en var handtekinn áður en til þeirra kom og meinað að bjóða sig fram áður en Hvít-Rússar gengu að kjörborðinu. Eiginkona hans, Svetlana Tikhanovskaya, bauð sig þá fram gegn Lúkasjenka, en forsetinn lýsti yfir sigri í kosningunum. Niðurstöður kosninganna hafa verið dregnar verulega í efa bæði af stjórnarandstöðunni og alþjóðasamfélaginu. Tikhanovskaya lýsti einnig yfir sigri í kosningunum, en flúði land daginn eftir kosningarnar þar sem hún óttaðist um öryggi sitt og barnanna. Tikhanovskaya dró svo lögmæti dómstólsins sem réttaði yfir eiginmanni sínum í efa í dag og sagði á Twitter að dómurinn jafnaðist á við „hefnd“ forsetans Lúkasjenka. Today, the so-called court in Belarus will deliver the sentence to Siarhei Tsikhanouski. I can imagine these numbers. But be it one year, or 20, or 100, it is unacceptable. The only question I will ask myself is: what am I going to do with this? #StandWithBelarus pic.twitter.com/9BNLTLCquL— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) December 14, 2021 „Á meðan hann felur pólitíska fanga og réttar yfir þeim fyrir luktum dyrum, þá vonast hann til að halda kúguninni hljóðlátlega áfram. En heimurinn allur fylgist með. Við hættum ekki,“ sagði Tikhanovskaya. Í frétt BBC segir að dómurinn yfir Tikhanovsky hafi fallið í dómstól í bænum Gomel í suðausturhluta landsins. Auk Tikhanovsky voru fimm liðsmenn stjórnarandstöðunnar dæmdir í fjórtán til sextán ára fangelsisvistar. Lúkasjenka hefur stýrt Hvíta-Rússlandi frá árinu 1994. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Tikhanovsky bauð sig fram gegn Lúkasjenka í forsetakosningunum 2020, en var handtekinn áður en til þeirra kom og meinað að bjóða sig fram áður en Hvít-Rússar gengu að kjörborðinu. Eiginkona hans, Svetlana Tikhanovskaya, bauð sig þá fram gegn Lúkasjenka, en forsetinn lýsti yfir sigri í kosningunum. Niðurstöður kosninganna hafa verið dregnar verulega í efa bæði af stjórnarandstöðunni og alþjóðasamfélaginu. Tikhanovskaya lýsti einnig yfir sigri í kosningunum, en flúði land daginn eftir kosningarnar þar sem hún óttaðist um öryggi sitt og barnanna. Tikhanovskaya dró svo lögmæti dómstólsins sem réttaði yfir eiginmanni sínum í efa í dag og sagði á Twitter að dómurinn jafnaðist á við „hefnd“ forsetans Lúkasjenka. Today, the so-called court in Belarus will deliver the sentence to Siarhei Tsikhanouski. I can imagine these numbers. But be it one year, or 20, or 100, it is unacceptable. The only question I will ask myself is: what am I going to do with this? #StandWithBelarus pic.twitter.com/9BNLTLCquL— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) December 14, 2021 „Á meðan hann felur pólitíska fanga og réttar yfir þeim fyrir luktum dyrum, þá vonast hann til að halda kúguninni hljóðlátlega áfram. En heimurinn allur fylgist með. Við hættum ekki,“ sagði Tikhanovskaya. Í frétt BBC segir að dómurinn yfir Tikhanovsky hafi fallið í dómstól í bænum Gomel í suðausturhluta landsins. Auk Tikhanovsky voru fimm liðsmenn stjórnarandstöðunnar dæmdir í fjórtán til sextán ára fangelsisvistar. Lúkasjenka hefur stýrt Hvíta-Rússlandi frá árinu 1994.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. 9. ágúst 2021 10:00